Topp 5: Hjarta hvaða dýrs slær hraðast?

Hjarta manns slær hraðar en hjarta fíls en hægar en hjarta kattar. Hvaða dýr hefur hraðastan hjartslátt?

BIRT: 13/10/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

1. DVERGSNJÁLDURMÚS

1500 slög á mínútu

Dvergsnjáldurmúsin er aðeins 1,8 grömm og minnsta spendýrið en fer gríðarhratt yfir miðað við stærð.

 

Hraðinn krefst efnaskipta í heimsklassa og þessi hitabeltismús á heimsmetið í hröðum hjartslætti.

 

2. LÆKJABRÍI

1260 slög á mínútu

Kólibrítegund í Mexíkó sem vegur 6-10 grömm og lifir á blómasafa eins og aðrir kólibríar. Á meðan heldur hann sér kyrrum í loftinu með hröðu vængjablaki.

 

Slíkir borðsiðir krefjast hraðs hjartsláttar.

LESTU EINNIG

3. KANARÍFUGL

1020 slög á mínútu

Kanarífuglar lifa villtir á Kanaríeyjum, Madeira og Azoreyjum en hafa verið hafðir í búrum síðan á 15. öld.

 

Villtar eru þessar smáfinkur 10-12 cm en markviss ræktun hefur komið búrfuglum allt niður í fjögur grömm.

4. BÝFLUGNALEÐURBLAKA

1000 slög á mínútu

Þessar heimsins minnstu leðurblökur eru aðeins 3 cm og vega 2 grömm.

 

Þessi suðaustur-asíska tegund er í útrýmingarhættu en eins og nafnið ber með sér eru dýrin svo smá að hægt er að villast á þeim og stórum suðandi býflugum.

LESTU EINNIG

5. AFRÍSK DVERGMÚS

780 slög á mínútu

Þessi músartegund er meðal minnstu nagdýra á jörðinni og fullorðin dýr geta vegið allt niður í 3 grömm.

 

Mýsnar lifa í hópum og eru líka vinsæl gæludýr en eru þó svo viðkvæmar að þær þola t.d. ekki að vera teknar upp eða stroknar.

BIRT: 13/10/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Trebol-a, Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is