Maðurinn

Sex mýtur um hjartað

SATT EÐA ÓSATT: Getur það verið að hjartað slái hraðar ef við sjáum okkar heitelskaða/elskuðu? Þarf hjartað bara gott rafstuð ef það hættir að slá? Við lítum á lífseigustu mýturnar um hjartað.

BIRT: 12/02/2024

Þú getur dáið úr ástarsorg

 

SATT: Hugtakið ,,brostið hjarta“ fékk nýja merkingu árið 1990 þegar japanskir ​​læknar uppgötvuðu að hjartað breytti um lögun hjá sumum sem syrgðu.

 

Síðan þá hafa rannsóknir sýnt að hjörtu sumra verða næstum lömuð af sorg ef viðkomandi hefur til dæmis missa maka.

 

Brostið hjarta heilkennið verður til þegar líkaminn bregst við áföllum með því að losa streituhormón í blóðrásina.

 

Hormónin gera það að verkum að hjartað slær hraðar og æðar líkamans dragast saman.

 

Þegar æðar í kringum hjartað þrengjast flytja þær minna súrefni til hjartans en venjulega og það kallar á mikinn brjóstverk. Ástandið hverfur venjulega eftir viku.

 

2. Hjartað er alltaf vinstra megin

 

ÓSATT: Af og til mæta sjúklingar á bráðamóttökuna og fá lækna til að efast um allt sem þeir hafa lært.

 

Einn þeirra var 22 ára Nígeríumaður sem hafði óútskýrða verki vinstra megin í maganum.

 

Ef sársaukinn hefði verið hægra megin hefðu læknarnir ekki hikað eina sekúndu við að meðhöndla hann vegna botnlangabólgu.

 

Þsð var ekki fyrr en eftir margra ára, sáran sársauka að það rann það upp fyrir læknunum að öll líffærin snéru öfugt.

 

Þetta er frekar sjaldgæft og kallast situs inversus. Ástandið var ekki hættulegt – í raun eru mörg okkar með gen sem geta gefið börnum okkar öfug innri líffæri. U.þ.b. einn af hverjum 10.000 fæðist þannig.

 

Annað ástand vegna staðsetningar hjartans er Cantrell‘s Pentalog heilkennið. Börn fæðast með líffæri sem eru ekki aftan við rifbeinin. Í myndbandinu hér að ofan má sjá átta ára stelpu með Cantrell’s Pentalog en hjarta hennar er aðeins verndað af þunnu húðlagi.

 

3. Ástfangna hjartað þitt slær hraðar

 

SATT: Fimmta hluta úr sekúndu. Það tekur svo stuttan tíma að verða ástfanginn.

 

Ástandið birtist í heilanum, þar sem efnafræðileg skammhlaup hefur áhrif á allan líkama okkar, þannig að hann fær fiðrildi í magann og  bringan hamast þegar við sjáum okkar heitelskaða/elskuðu.

 

Heilinn hefur samskipti við líkamann í gegnum rafboð sem fara um taugar til mismunandi líkamshluta.

 

Í ástarbríma sendir heilinn boð til svokallaðra nýrnahettna svo þær seyti adrenalíni í blóðið.

 

Í hjartanu binst adrenalínið við sérstaka viðtaka þannig að það slær ekki aðeins hraðar heldur einnig með meiri krafti en áður.

 

4. Íþróttamenn hafa stór hjörtu

SATT: Hjartað er vöðvi sem stækkar við æfingar.

 

Þegar íþróttamaður fer í æfingabúðir eykst álag á vöðva líkamans og þeir þurfa því meira súrefni sem þeir fá í gegnum blóð frá hjartanu.

 

Hjörtu afreksíþróttamanna verða því að dæla betur og hraðar en áður og því stækkar vöðvaveggir hjartans til að geta haldið í við átök líkamans.

 

5. Vín er hollt fyrir hjartað

 

ÓSATT: Orðspor rauðvíns er því miður aðeins of gott til að vera satt. Mýtan varð til þegar vísindamenn uppgötvuðu að Frakkar drukku heilu rauðvínsflöskurnar og borðuðu fitu en fengu sjaldan hjarta- og æðasjúkdóma.

 

Í rauðvíni fundu vísindamenn efnið resveratról, andoxunarefni sem er einnig að finna í t.d. vínberjum, súkkulaði og hindberjum. Sýnt var fram á að lyfið verndaði lítillega gegn hjarta- og æðasjúkdómum í tilraunum með músum.

 

Seinna kom þó í ljós að mýsnar höfðu fengið 1000 sinnum magn efnisins en það sem fannst í rauðvínsglasi.

 

Við verðum því að drekka um 1000 glös af rauðvíni á dag til að ná þessum verndandi áhrifum.

 

6. Hjartastuð kemur hjarta af stað sem er hætt að slá

Ósatt: Höggið frá hjartastuðtækinu er svo öflugt að líflaus líkaminn hristist.

 

Rafmagnið frá tækinu kveikir þó aðeins líf í sjúklingnum ef hjarta hans hefur ennþá einhverja rafvirkni og hefur ekki stöðvast að fullu.

 

Hjartslátturinn er knúinn áfram af rafboðum sem fara um milljónir vöðvafrumna líkamans og valda því að þær dragast saman.

Kippirnir hefjast í litlum hnút í hjartanu og dreifast þaðan. Ef þessi hnútur missir taktinn getur öflugt rafstuð stundum endurstillt frumurnar þannig að þær finni taktinn aftur.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: RIKKE JEPPESEN & ANDREAS ANDERSEN

Shutterstock, © Wikimedia Commons, © Giphy

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Ljós ruglar viðbrögð skordýranna

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

NÝJASTA NÝTT

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Vinsælast

1

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

2

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

5

Maðurinn

3 ókostir við greind

6

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

1

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

2

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Lifandi Saga

Edmund Kemper: Hrottafenginn raðmorðingi var vinur lögreglunnar

Lifandi Saga

Hver fékk fyrsta rauða spjaldið?

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Jafnvel þótt aðeins minnstu kjarnorkuveldin tækju upp á því að nota vopnabúrið sitt hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir plánetuna okkar. Lítil ísöld skapaðist, uppskerubrestur yrði um heim allan og baráttan um fæðuna myndi hefjast.

Menning og saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.