Search

Er lakkrís hættulegur hjartanu?

Lakkrís veldur því að streituhormónið kortísól hleðst upp í líkamanum og blóðþrýstingur eykst. Þess vegna mæla sérfræðingar með að lakkrís sé borðaður í hófi.

BIRT: 05/07/2022

LESTÍMI:

3 mínútur

Lakkrís er unninn úr rót lakkrísjurtarinnar en einkennandi lyktin og bragðið eiga rætur að rekja til ilmefnisins glýkyrrhizíns.

 

Glýkyrrhizín er hins vegar engan veginn skaðlaust efni.

 

Ilmefni þetta hefur nefnilega áhrif á hringrás blóðsins og getur bælt ensím sem fær líkamann til að losa aukið magn kalíums.

 

Kalíum gegnir mikilvægu hlutverki fyrir heilbrigði líkamans en það á þátt í að viðhalda vökvajafnvægi og eðlilegri starfsemi vöðvanna, m.a. í hjartanu. Lakkrísreimar, lakkrískonfekt og alls konar lakkrísafurðir geta fyrir bragðið orsakað hjartsláttartruflanir og of háan blóðþrýsting sem þegar verst lætur getur haft banvænar afleiðingar.

Maður lést eftir lakkrísát

Það fór illa fyrir bandarískum karlmanni sem vísindamenn höfðu rannsakað og birt grein um í bandaríska læknablaðinuThe New England Journal of Medicine“. Samkvæmt læknaskýrslum át þessi 54 ára gamli Bandaríkjamaður einn poka af lakkrís á dag, svo vikum skipti og það, ásamt lélegri fæðu mannsins að öðru leyti, olli því að kalíummagn líkama hans minnkaði verulega.

 

Eftir þriggja vikna tímabil, þar sem hann neytti heils poka af lakkrís daglega, hneig maðurinn niður með hræðilegan krampa og missti þar með meðvitund. Hjarta mannsins hætti að slá stuttu síðar og maðurinn lést næsta dag, þrátt fyrir að hafa verið vakinn til lífsins eftir hjartastoppið. Maðurinn þjáðist ekki af neinum langvinnum sjúkdómum, né heldur hafði hann fundið fyrir andnauð eða verkjum í brjóstkassa.

Lakkrísrót er m.a. ræktuð í Mið-Austurlöndum og hluta af Asíu og rótin þarf að hafa náð minnst þriggja ára áður en hún er nýtt.

Hversu mikinn lakkrís er óhætt að borða?

Hversu mikill lakkrís veldur blóðþrýstingshækkun er breytilegt frá einum einstaklingi til annars. Þumalfingurregla sérfræðinganna er sú að 50 grömm af lakkrís nægi til að hafa slæm áhrif á blóðþrýstinginn.

 

Einkenni of hás blóðþrýstings lýsa sér m.a. í svima, höfuðverk, örari hjartslætti og sjóntruflunum. Ef ekkert er aðhafst getur lakkrísátið valdið ótímabærum dauðdaga, t.d. vegna hjartastopps.

 

Flestir finna fljótt fyrir bata ef þeir hætta óhóflegu lakkrísáti.

Lakkrís fjölgar streituhormónum

Glýkyrrhizín er mikilvægur hluti af lakkrís en sé efnisins neytt í miklu magni fer svo að lokum að það bælir streitustillandi ensím sem breytir kortísóli í kortísón.

Glýkyrrhizín breytist í skaðlega glýkyrrhizínsýru í þörmunum. Eitt gramm af lakkrís          inniheldur að jafnaði 2 mg af glýkyrrhizíni.

Glýkyrrhizínsýran bælir ensím í nýrnahettuberkinum sem að öllu jöfnu breytir        streituhormóninu kortísóli í hið skaðlausa kortísón.

Án þessa ensíms sem bælir kortísól, hleðst streituhormónið upp og viðheldur                  háþrýstingi í líkamanum.

Lakkrís hefur verið notaður í árþúsundir

  • 1323 f.Kr.: Tútankamón sem tók við krúnunni sem drengur, fékk lakkrísrót með sér í gröfina.

 

  • 3. öld f.Kr.: Gríski vísindamaðurinn Teópfrastós skrifaði að lakkrís hefði vænleg áhrif á hósta og astma.

 

  • Fyrsta öld e.Kr.: Rómverskir hermenn tuggðu lakkrísrót á löngum göngum til að deyfa sult og þorsta.

 

  • Um 1750: Breski efnafræðingurinn George Dunhill blandaði sykri við lakkrís og útbjó þannig lakkríssælgæti.

BIRT: 05/07/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is