Geta umbúðir eitrað matinn?

Nýleg rannsókn hefur fundið næstum 3.000 mismunandi efni í umbúðum sem geta endað í mat okkar og drykk. Allt að 65% þeirra eru ekki samþykktar til notkunar í matvælum.

BIRT: 01/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Umbúðir eru ómissandi fylgifiskur margra matvæla sem við borðum, t.d.  pizzukassinn, plastfilman utan um gúrkuna eða mjólkurfernan.

 

Vísindamenn frá University College í London hafa skoðað nánar magn efna í umbúðum og hvert þeirra er mögulega skaðlegt mönnum.

 

Rannsóknin leiddi í ljós 2881 svokölluð Food Contact Chemicals (FCC), þ.e. efni sem mögulega smitast í mat og drykk úr umbúðum eins og plasti, pappír, pappa, málmi, gleri og keramík.

 

Tveir þriðju eru bönnuð efni

Af þessum 2881 efnum voru 1035 samþykkt til notkunar í matvælum – sem þýðir að um tveir þriðju hlutar þeirra efna sem fundust eru ekki samþykktar til notkunar í matvælum.

 

Sum þeirra, td flúoríð, hafa verið bönnuð í matvælaumbúðum í fjölmörgum löndum.

 

Yfirvöld vinna svo með önnur efni – að annað hvort að banna eða setja viðmiðunarmörk. Til dæmis er notkun Bisfenól A bönnuð í t.d. pelum fyrir börn yngri en þriggja ára í Evrópusambandinu.

 

Vísindamenn hafa nú útbúið gagnagrunn sem nefnist FCCmigex, þar sem þeir munu kortleggja kerfisbundið hversu algengt FCC er í matvælum okkar.

Þrjú útbreidd efni sem gera matinn skaðlegan

Umbúðir innhalda m.a. bisfenól A, þalöt (þjálniefni) og jarðolíur sem allar eru grunaðar um að vera hættulegar.

Pizzukassinn veldur krabba

Jarðolíur eru t.a.m. notaðar í framleiðslu á pizzukössum og innihalda m.a. svonefnd  MOAH efni. Efnin safnast fyrir í líffærunum t.d. lifrinni og geta verið krabbameinsvaldandi.

Mýkingarefni trufla hormón

Þalöt (þjálniefni) er notað til að mýkja upp margar gerðir plasts en er grunað um að trufla hormón. Efnin eru t.a.m. notuð  í umbúðir utan um franskar kartöflur.

Niðursuðudósin er eitruð.

Bisfeól A er notað í allt frá lakki í niðursuðudósum og rafvörum í gler í gleraugum og vindmylluvængi. Efnið er grunað um að vera hormónatruflandi.

BIRT: 01/02/2023

HÖFUNDUR: MIKKEL MEISTER

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is