Náttúran

Hvers vegna fljúga fuglar oddaflug?

Er einhver sérstök ástæða fyrir því að fuglar fljúgi oddaflug?

BIRT: 17/07/2023

Oddaflug dregur umtalsvert úr loftmótstöðu og þar af leiðandi eyða fuglarnir minni orku og komast þess vegna lengra án þess að þreytast.

 

Þegar loftið yfirgefur vængi fuglanna myndast nefnilega uppstreymi loftsins fyrir aftan hvern fugl og því reynist flugið honum auðveldara. Hver fugl flýgur fyrir vikið eilítið hærra en sá fyrir framan og þeim mun aftar sem fuglarnir eru í oddaflugi, því auðveldara reynist þeim flugið.

 

Fugl sem dettur út úr oddaflugsuppröðuninni skynjar samstundis meiri mótvind og flýtir sér fyrr vikið aftur á sinn stað í röðinni.

 

Bannað að svindla

Farfuglar sem fljúga langar vegalengdir temja sér mjög oft oddaflug og meira að segja ungir fuglar sem aldrei hafa flogið langar vegalengdir fyrr átta sig strax á kostunum.

 

Besti kosturinn væri þó að fljúga inni í sjálfri miðjunni en fugl sem væri staðsettur þar myndi hins vegar ekkert leggja af mörkum fyrir hópinn og því samþykkja fuglarnir ekki að neinn þeirra fljúgi þar.

 

Þá má einnig geta þess að fuglarnir gefa frá sér hávært garg og blístur og sennilegt þykir að öftustu fuglarnir séu að hvetja þá fremstu áfram og að skamma þá sem svindla.

 

Þeir sterkustu fljúga fremstir

Önnur ástæða þess að fuglar fljúga oddaflug er sú að þannig reynist auðvelt að hafa hemil á öllum fuglunum.

 

Staðsetning hvers fugls segir nefnilega til um samfélagslega stöðu hans en þeir sterkustu fljúga fremstir.

 

Erfitt reynist að mæla orkunotkun fljúgandi fugla og að bera saman ólíkar aðferðir flugs.

 

Á árinu 2001 mældu franskir vísindamenn þó hjartslátt pelíkana, sem þjálfaðir höfðu verið í að fljúga fyrir aftan bát og flugvél.

 

Mælingarnar leiddu í ljós að fuglar sem fljúga oddaflug eyða 14 hundraðshlutum minni orku en ella, sökum þess að þeir komust af með að blaka vængjunum sjaldnar og gátu látið sig svífa hluta leiðarinnar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

Maðurinn

Þess vegna bragðast ávaxtasafi ekki vel eftir að þú burstar tennur

Maðurinn

Þjálfið heilann: Málgreind

Lifandi Saga

Hver var fyrstur dæmdur fyrir stríðsglæpi? 

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is