Náttúran

Hvað skapar fjöðrum fugla lit sinn?

Hvernig stendur á því að fjaðrir geta verið svona mismunandi á litinn?

BIRT: 04/11/2014

Fiður fugla þarf að veita góða flughæfni og vernda líkamann t.d. gegn kulda. En liturinn skiptir líka máli, bæði sem felulitur og sem skilaboð til annarra fugla sömu tegundar, svo og til annarra dýra. Rétt eins og maðurinn – en fæst önnur spendýr – treysta fuglar mest á sjónina og þess vegna eru fjaðrir þeirra einmitt oft mjög litskrúðugar.

 

Liturinn í flestum fjöðrum skapast af litarefnum sem myndast í húðinni. Algengustu litarefnin eru melanín og karótenóíð.

 

Melanín myndar alla liti í átt að svörtu og skapar þannig gráa og reyndar líka brúna liti. Melanínið myndast í sérstökum kirtlum í húðinni.

 

Karótenóíðefnin mynda margvíslega rauða, gula og appelsínugula liti. Vísindamenn hafa mikinn áhuga á þessum litarefnum, m.a. vegna þess að þau má finna í fleiri dýrum og ekki síst í plöntum þar sem þau gegna mikilvægu hlutverki í ljóstillífun. Í dýrum eru efnin hluti ónæmiskerfisins, auk þess sem þau skapa litbrigði í feldinum.

 

Fuglar framleiða karótenóíð ekki sjálfir, heldur þurfa þeir að fá efnin úr fæðu, svo sem þörungum, sveppum, plöntum eða smádýrum. Flamingóar fá t.d. ljósrauðan lit sinn úr karóteníðríkum lífverum í fæðunni.

 

Þar eð karótenóíð er jafnframt hluti ónæmiskerfisins, telja margir vísindamenn að fuglar sem hafa afgang til að lita fjaðrir sínar, gefi þar með til kynna að þeir séu heilbrigðir og að auki lagnir við að finna karótenóíðríka fæðu. Í því tilliti getur liturinn skipt karlfuglana máli þegar kvenfuglar velja sér maka.

 

Ekki eru þó allir litir byggðir á litarefnum. Í sumum tilvikum er það hárfínt mynstur í nanóstærð á yfirborði fjaðranna sem endurkastar ljósi í ákveðnum litum. Þetta mætti kalla „mynsturliti“. Hvítar fjaðrir eru alveg án litarefna en geta fengið á sig annan blæ eftir því hvernig ljósið endurkastast af fjöðrunum og holrúmum milli þeirra. Málmkennt skin af fjöðrum starra er mynsturlitur sem myndast af samspili ljóss, keratíns, melaníns og holrúmum við fjaðrirnar.

 

Oft má sjá samspil milli mynsturlita og litarefna í fjöðrum fugla. T.d. stafar grænn litur oft af samspili milli blás mynsturlitar og guls litarefnis.

 

Loks má svo geta þess að sumir fuglar eiga til að „farða sig“, svo sem með því að fara í leirbað eða punta sig á svipaðan hátt.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is