Tækni

Nú geta tölvur lesið í tilfinningar okkar

Reiði? Spenna? Tilfinninganæmar tölvur geta skynjað hvernig okkur líður og aðstoðað okkur við allt frá umferðaröryggi yfir í streitu. En þorum við að leyfa þeim að skyggnast inn í sálir okkar?

BIRT: 03/09/2022

Ímyndum okkur flókið stærðfræðidæmi. Formúlurnar kalla fram svita í lófunum. Við ygglum brýnnar. 

 

Breytt staðsetning augnabrúnanna er tekin upp á myndavél. Tölva útbúin gervigreind greinir andlitsdrættina.

 

Ekki er unnt að notast við hvaða gervigreind sem er, heldur verður búnaðurinn að vera fær um að skilja að ygglibrún með sérstakri lögun táknar undrun og með annarri lögun, áhyggjur. 

 

Með öðrum orðum þarf búnaðurinn að skilja hvernig okkur líður.

Árið 2029 er gert ráð fyrir að tölvur hafi yfir að ráða tilfinningagreind sem sé álíka sannfærandi og hjá mönnum.

– Ray Kurzweil, uppfinningamaður og framtíðarfræðingur

Í True Light College í Hong Kong er sviðsmyndin engin framtíðarsýn, heldur eru þar notaðar tifinninganæmar tölvur með gervigreind sem fylgja nemendum og koma auga á verkefni sem þeir eiga í basli með að leysa þannig að leiðbeinendurnir geti liðsinnt þeim.

 

Gervigreind hefur lesið úr upplýsingum í andlitsdráttum okkar og röddum í áraraðir en sem dæmi mætti benda á andlitsgreiningarbúnað á samfélagsmiðlum eða stafrænar hjálparhellur á borð við Siri og Alexu en nú eru tölvur einnig í þann veg að byrja að bregðast við tilfinningalífi okkar.

 

Tölvurnar lesa úr tilfinningum okkar og slíkt getur gagnast okkur við allt frá því að aka bíl á öruggari hátt yfir í það að hemja streitu en upplýsingarnar er jafnframt unnt að misnota, t.d. til að ráðskast með aðra.

 

Andlitið kemur upp um okkur

Hefðbundið tölvuforrit vinnur úr gögnum eftir sérstakri forskrift og dælir út úr sér niðurstöðunum. 

 

Gervigreindarreiknirit (AI) eru að því leyti frábrugðin þeim hefðbundnu að þau læra með hliðsjón af þeim gögnum sem þau nota í útreikninga. AI-reiknirit getur t.d. lært að bera kennsl á tiltekið andlit á mynd. 

 

Þessi aðferð gerir kleift að láta andlit okkar opna símann okkar, á meðan andlit annarra eru ekki tekin gild.

LESTU EINNIG

Tæknin að baki kallast gervitauganet en búnaðurinn hefur net heilans af taugafrumum sem fyrirmynd sína. 

 

Hver einasta „stafræna taug“ reiknar út myndeiningar myndar og sendir niðurstöðurnar áfram í netið en að lokum er niðurstaðan borin saman við mynd sem vistuð er í gagnagrunninum. 

 

Netið verður „skynsamara“ eftir hverja mynd sem það greinir. Þegar frá líður þurfa gögn ekki að fara nákvæmlega sömu leið gegnum netið til að fá út sömu niðurstöðu.

 

Tækni þessi nefnist vélanám og gerir það að verkum að unnt er að nota reiknirit til að bera kennsl á okkur út frá ýmsum sjónarhornum.

 

Tilfinninganæmar tölvur fylgja sömu rökhugsun en einblína á merki sem koma upp um tilfinningar okkar. Fyrir bragðið kallast búnaðurinn einnig „tilfinninga-AI“. 

 

Andlit okkar koma einkum og sér í lagi upp um tilfinningar okkar. Sérhverja hreyfingu í vöðvum andlitsins er unnt að ber saman með samsafni hreyfinga-/tilfinningasamsetninga sem gervitauganet nota sem greiningarbúnað. 

Ýmsar samsetningar vöðvahreyfinga svara til ólíkra tilfinninga. Sé utan- og innanverðum augabrúnum (1 og 2) lyft í senn er sennilega um að ræða meðvitaða hræðslu. Geri hræðslan skyndilega vart við sig dregur viðkomandi vöðvana á milli augnanna eilítið niður um leið (4). 

Andlitið kemur upp um tilfinningar okkar

Árið 1978 þróuðu vísindamennirnir Paul Ekman og Wallace Friesen kerfið Facial Action Coding System sem skiptir svipbrigðum andlitsins í sérstæðar vöðvahreyfingar sem fela í sér vísbendingar um tilfinningar fólks. 

Tilfinninga-AI er fyrir vikið svar tölvanna við samkennd mannsins.

 

Útvarpsbylgjur koma upp um æsingu

Við gefum tilfinningunum oft lausan tauminn þegar við keyrum. Hugsum okkur bara svokallaða „bílstjórabræði“ en með því er átt við öskureiði sem gerir vart við sig hjá annars dagfarsprúðu fólki þegar það sest undir stýri.

 

Bandaríska fyrirtækið Affectiva hefur þróað tilfinninganæma gervigreind sem ætlað er að hemja tilfinningar hjá bílstjórum. 

 

Forritið fylgist með bílstjóranum með myndavélum í baksýnisspeglunum. Ef andlitsvöðvarnir herpast saman og handleggjum er veifað berst bílstjóranum aðvörun um mikla tilfinningasemi og hann getur þá ekið út í kantinn og róað sig niður. 

 

Hins vegar er það ekki einvörðungu líkamstjáning sem kemur upp um tilfinningar.

Gervigreindarhugbúnaður varar fólk við þegar það lætur í ljós miklar tilfinningar undir stýri. 

Skap okkar getur að sama skapi gefið frá sér svipuð merki og sjá okkur fyrir þráðlausri nettengingu. Vísindamenn við MIT-háskólann hafa þróað tilfinningalega AI-einingu sem þeir kalla EQ-sendi en hún sendir frá sér útvarpsbylgjur, líkt og við á um þráðlausa beininn okkar á heimilinu, þó á öðrum bylgjulengdum.

 

Þegar útvarpsbylgjurnar lenda á fólki safna þær nýjum upplýsingum, því andardráttur og hjartsláttur hafa áhrif á lögun bylgnanna sem oftast er endurkastað aftur í EQ-sendinn.

EQ-sendirinn gefur frá sér útvarpsbylgjur sem breyta um lögun vegna brjósthreyfinga af völdum hjartsláttar og öndunar.

Útvarpsbylgjur koma upp um geðslagið

Vísindamenn við MIT hafa þróað þráðlaust box sem notar útvarpsbylgjur til að mæla hjartslátt og andardrátt sem segir til um geðsmunina þá stundina.

1. Þráðlaust merki lendir á einstaklingnum

Sendar eru útvarpsbylgjur úr svokölluðum EQ-sendi. Bylgjurnar eru með tíðni á bilinu 5,5-7,2 gígaherts (GHz) en þess má geta að venjulegur þráðlaus netbeinir notar 2,4 eða 5 GHz. Bylgjurnar endurkastast aftur af lifandi veru.

2. Bylgjurnar eru túlkaðar

Andardráttur (grænt) og hjartsláttur (rautt) orsaka örlitlar hreyfingar í líkamanum sem hafa áhrif á lögun bylgnanna sem endurkastast og berast aftur til EQ-sendisins.

3. Reiknirit lesa úr skapinu

Gervigreindarreiknirit les úr bylgjunum og ber þær saman við gagnasafn sem hefur að geyma upplýsingar um hvaða tilfinningar samsvara tilteknum bylgjulengdum. Þannig getur reikniritið metið hvort viðkomandi er glaður eða hryggur.

Vísindamennirnir að baki EQ-sendinum hyggjast beita tækninni til að aðstoða fólk við að koma auga á fyrstu ummerki um streitu og síðan er ætlunin að EQ-sendirinn geti sjálfkrafa deyft ljósin og sett í gang róandi tónlist.

 

Ekkert ofangreindra dæma er neitt sem ætlunin er að beita í framtíðinni, heldur er um að ræða úrræði sem eru til staðar nú þegar. 

 

Tilfinninganæm gervigreind sem var þróuð hjá fyrirtækinu Opsis, er þegar í notkun í Singapore þar sem henni er beitt til að aðstoða við greiningu á hugsanlegri streitu, kvíða og þunglyndi í alls 4.300 eldri borgurum. Gervigreindin greinir m.a. myndbandsupptökur af andlitsdráttum gamla fólksins. Og þetta er einvörðungu eitt dæmi.

 

Tilfinninganæm tölva hjálpar einhverfum

Google Glass-gleraugun sættu mikilli gagnrýni og umtali þegar þau komu á markaðinn árið 2012. Gleraugun voru bönnuð á mörgum kaffihúsum og börum, sökum þess að þau þóttu brjóta í bága við einkalíf fólks.

 

Gleraugun náðu aldrei neinni almennri útbreiðslu en þegar fram liðu stundir komu vísindamenn auga á ýmsa notkunarmöguleika gleraugnanna, ekki hvað síst þegar þau eru notuð í tengslum við tilfinninganæma gervigreind.

Þetta vísindateymi við háskólann Massachusetts Institute of Technology (MIT) hefur þróað hugbúnað sem les úr hugarástandi fólks með aðstoð útvarpsbylgna.

Vísindamenn við Stanford háskóla hafa útbúið Google Glass-gleraugun með tilfinninganæmu reikniriti og þess má geta að einhverf börn hafa haft gagn af notkun þeirra í daglegu lífi.

 

Reikniritið skrásetur andlit í umhverfinu og sendir skilaboð í formi eins konar broskarls til barnsins sem gefa til kynna tilfinningar einstaklinganna. Þessum búnaði er ætlað að gagnast einhverfum börnum í samskiptum við aðra, því þau eiga oft í mesta basli með að skilja tilfinningar annarra. 

 

Tilfinninganæmar tölvur geta með öðrum orðum létt mörgum lífið. En þær eru þó engan veginn ófallvaltar.

 

Lisa Feldman Barrett, vísindakona á sviði sálfræði við Northeastern háskólann í Boston, sýndi fram á í vísindagrein sinni í fyrra að einn og sami andlitsdrátturinn getur táknar reiði, gleði eða eitthvað allt annað, allt eftir því í hvaða aðstæðum við erum hverju sinni.

 

Tilfinningar okkar er með öðrum orðum ekki ávallt hægt að tengja beint við tiltekna lögun andlitsvöðvanna. Meira að segja tilfinninganæmar tölvur geta misskilið andlitsdrættina, segir Barrett.

 

Og þegar tölvugreiningin reynist vera rétt getur greiningin verið byggð á rammskakkri heimsmynd. Rannsókn ein sem gerð var árið 2018 við háskólann í Maryland í Bandaríkjunum leiddi í ljós að tilfinninganæmar tölvur lesa iðulega neikvæðari tilfinningar en ella úr dökkum andlitum eða ljósum, jafnvel þótt vöðvahreyfingarnar séu nákvæmlega þær sömu.

 

Þetta gefur til kynna að Tilfinninga-AI geti greint andlit með hliðsjón af kynþáttahatri.

Skýringin er ofur einföld: Reikniritin eru þróuð með hliðsjón af gögnum, þ.e. myndum af andlitum og viðeigandi lýsingum. Kynþáttafordómar fyrirfinnast alls staðar og fyrir vikið lita þeir einnig gögnin.

 

Jafnvel þótt Tilfinninga-AI yrði algerlega skekkjulaus í hinum fullkomna heimi er engu að síður unnt að beita tækninni sem stjórntæki, t.d. í fyrirtækjum sem senda sérsniðnar sykursætar auglýsingar til fólks sem er svolítið langt niðri eða hefur þörf fyrir uppörvun. Þetta gætu að sjálfsögðu einnig verið stjórnmálaöfl sem senda sérsniðinn áróður til fólks sem sýnir að það er eilítið óttaslegið.

 

Óháð því hvort tilfinninga-AI verður beitt sem verkfæri til að ráðskast með tilfinningar fólks eða um verður að ræða tækni sem breytir tölvum í vingjarnlegan hjálparbúnað, þá á tæknin eftir að verða hluti af daglegu lífi okkar.

 

Líkt og vísindamaðurinn Rana el Kaliouby sem hefur sérhæft sig í Tilfinninga-AI, sagði í svokölluðum TED-fyrirlestri strax árið 2015:

 

„Öll stafrænu tækin okkar verða útbúin tilfinningaörflögu og við verðum búin að gleyma hvernig það var þegar við áttum það til að horfa illilega á tækið okkar án þess að það segði: „Svo þetta líkaði þér ekki, eða hvað?“

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MIKKEL MEISTER

© Thomas Arnoldi/Shutterstock. © Shutterstock. © Affectiva. © Ken Ikeda Madsen. © Jason Dorfman/MIT CSAIL.

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

NÝJASTA NÝTT

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Spurningar og svör

Er ekki bara hægt að lyfta Títanic upp á yfirborðið?

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Vinsælast

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

3

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

4

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

5

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

6

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

3

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

4

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

5

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

6

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Alheimurinn

Hin dulda hlið tunglsins

Náttúran

Hver er hæsta tala sem hefur fengið nafn?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Vísindamenn telja líkurnar á að deyja úr sjúkdómnum minnki með neyslu þessarar fitutegundar frekar en t.d. majónesi.

Heilsa

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is