Tækni

Tölvuþrjótar í anda Hróa hattar herja á netið: Þvinga fyrirtæki til að láta gott af sér leiða.

Sem dæmi mætti nefna forritaragengi sem dulkóðar tölvuskrár tiltekins fyrirtækis og krefst síðan aðstoðar við fátæklinga og aðra þá sem minna mega sín í skiptum fyrir að opna aftur aðgang fyrirtækjanna að skránum. Um er að ræða eins konar lausnargjald með mannúðlegu ívafi.

BIRT: 24/06/2022

Tölvuþrjótagengið GoodWill hefur sérhæft sig í að halda tölvuskrám ólíkra fyrirtækja í gíslingu ef fyrirtækin sem lenda í klóm þeirra gera fátæklingum í þjóðfélaginu ekki greiða.

 

Fyrirtækin sem verða fyrir barðinu á genginu þurfa að hlaða upp sönnunum fyrir þremur ólíkum góðverkum á samfélagsmiðlum ef þeir ætla að gera sér vonir um að endurheimta tölvuskrár sínar en þetta hefur tölvukóði gengisins leitt í ljós.

 

Aðgengi teymisins GoodWill að tölvuglæpum hefur opnað möguleikann á þvingaðri aðstoð fyrirtækja til handa þeim sem hafa minna handa á milli en gerist og gengur en teymið getur að sama skapi valdið svo miklum usla hjá fyrirtækjunum að hlutabréf þeirra lækka í verði.

 

Þrenns konar góðverk fyrirtækjanna

Goodwill-teymið styðst við svokallaðan mannúðarlausnarbúnað en þessu mætti best lýsa sem spilliforritum sem dulkóða tölvuskrár og gera þær ólæsilegar með öllu.

 

Að öllu jöfnu krefjast þeir sem beita þessari aðferð lausnargjalds, gjarnan tuga milljóna króna sem greiddar eru í rafmynt, í skiptum fyrir afkóðunarlykil sem gerir unnt að lesa skrárnar.

 

Ef fyrirtæki sem fyrir þessu verður ákveður að greiða ekki lausnargjaldið á það á hættu að allar skrár þess, þar á meðal leynileg viðskiptaskjöl, verði annað hvort eyðilögð eða seld hæstbjóðanda.

 

Í stað þess að krefjast peningagreiðslu fer gengið t.d. fram á að keyptur verði hlýr fatnaður fyrir heimilislausa sem búa meðfram þjóðvegunum í Bandaríkjunum en þúsundir þeirra láta lífið af völdum kulda og vosbúðar ár hvert. Góðverkið skal sannað með ljósmyndum sem birta verður á samfélagsmiðlum, þar sem umrætt fyrirtæki hvetur alla fylgjendur sína til að hjálpa fátækum.

 

Þegar góðverkið hefur verið innt af hendi á fyrirtækið svo t.d. að bjóða fimm lítilsmegandi börnum undir 13 ára aldri upp á kvöldmat á pítsustað hverfisins. Góðverkið skal svo á nýjan leik staðfest með aðstoð samfélagsmiðla.

 

Þriðji og síðasti velgjörningurinn er svo fólginn í því að finna og aðstoða fólk sem á í basli með að greiða lyfjareikninginn. Sönnunina skal svo enn og aftur birta á netinu.

 

Leysi fyrirtækið þessi þrjú verk af hendi með fullnægjandi hætti geta þau verið viss um að endurheimta skrárnar sem tölvuþrjótarnir í GoodWill lögðu hald á.

 

Engin takmörk fyrir hugmyndaauðginni

Þetta kann að hljóma sem fyrirtakshugmynd að láta auðugt fyrirtæki greiða fyrir grunnþarfir hinna fátæku.

 

Aðgengi GoodWills minnir einnig svolítið á þátt í dystópísku þáttaröðinni „Black Mirror“ á Netflix, þar sem fólk er þvingað til að fremja bankarán og morð vegna þess að einhver hefur brotist inn í tölvur þess og beitt ólöglegum myndupptökum.

 

Hugmyndaauðginni virðast engin takmörk vera sett þegar tölvuþrjótar þvinga fyrirtæki til góðra verka gegn því að fá afhentar á nýjan leik tölvuskrár sínar.

 

Þar sem tölvuöryggismálafyrirtækið CloudSEK hefur einungis nýlega komist á snoðir um GoodWill-lausnargjaldsforritið, núna á vormánuðum, er óvíst hversu mörg fyrirtæki hafa verið krafin um að láta gott af sér leiða til þessa.

 

300 milljón tilraunir á síðasta ári

Hefðbundinn lausnargjaldshugbúnaður hefur færst mjög svo í aukana, ef marka má tölvuöryggisfyrirtækið SonicWall sem segir að 300 milljónir slíkra tilrauna hafi verið gerðar á heimsvísu á árinu 2021.

 

Þar sem fyrirtækin upplifa skömm, álitshnekki og hlutabréfahrap í tengslum við rán á skrám þeirra er óvíst hversu mörg fyrirtæki eiga í hlut.

 

Margir þeirra sem fást við tölvuöryggismál benda á að gerðar hafi verið rösklega 2.000 vel heppnaðar lausnargjaldsárásir í Bandaríkjunum einum á síðasta ári.

 

Fyrri hluta ársins 2021 námu lausnargjaldstengdar peningagreiðslur einum 80 milljörðum íslenskra króna, ef marka má bandarísku eftirlitsstofnunina FinCEN sem hefur það hlutverk að rekja fjármálaglæpi.

 

Áður en langt um líður kunnum við að eiga von á að lesa frásagnir af fatnaði til handa fátæklingum, pítsum fyrir börn hinna fátæku, svo og greiðslu lyfjareikninga eða annað í þeim dúr sem fyrirtæki hafa neyðst til að birta á samfélagsmiðlum til að fullnægja kröfum þeirra sem beita fyrirtækin lausnargjaldsárásum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MADS ELKÆR

Shutterstock / Lucian Milasan

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.