Bjöllur fyrirmynd að framtíðartölvum

Skel brasilískrar bjöllu á að nota í ljóskristalla í ljósrænum tölvum.

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Tækni

Það kemur fyrir að hlutir sem vísindamennirnir hafa árum saman reynt að þróa í rannsóknastofum sínum, reynist þegar vera til fullskapaðir úti í náttúrunni. Þetta gildir t.d. um bjölluna Lamprocyphus augustus, en vísindamenn við Utah-háskóla hafa nú rannsakað skel þessarar bjöllu og komist að þeirri niðurstöðu að á henni megi sem best byggja undirstöðu ofurhraðvirkra ljóstölva framtíðarinnar.

Þessar tölvur eiga að byggjast á ljósrásum og vísindamennirnir gera sér vonir um að unnt verði að skapa ljóseindakristalla sem leiði ljóseindir í stað rafeinda eins og tíðkast í tölvum nútímans. Í þessum rannsóknum hafa vísindamennirnir lengi leitað að efni sem henti vel í slíka ljóseindakristalla, sem nota megi til að meðhöndla og magna ljós, þannig að unnt verði að nota ljósrásir í stað rafrása. Og nú hafa vísindamennirnir sem sagt komist að því að þessi bjalla, sem er 2-3 sm löng og lifir í Brasilíu, kynni að búa yfir nákvæmlega réttu eiginleikunum.

Skjöldur bjöllunnar gefur frá sér grænan lit sem ekki stafar af neinum litarefnum, heldur virkjar skjöldurinn sólarljósið þannig að víxlhrif myndast. Þegar eðlisfræðingarnir rannsökuðu skelina nánar, sáu þeir að grindarbygging hennar minnir mjög á demanta, sem einmitt hafa rétta kristalsformið en eru á hinn bóginn allt of efnisþéttir. Skel bjöllunnar er gerð úr 200 kítínblokkum sem hafa stefnu til allra átta. Þess vegna glitrar skelin án tillits til þess hvaðan ljósið fellur á hana. Og það er einmitt þetta sem vísindamennirnir vilja ná.

1

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is