Ljós frá símum og tölvum styttir ævina

Langvinn dvöl í bláu ljósi, eins og því sem berst af skjám farsíma, spjaldtölva, sumra sjónvarpstækja og fleiri skjám, hafa áhrif á ævilengd bananaflugna – jafnvel þótt ljósið skíni ekki beint í augun.

BIRT: 15/03/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

Birtan á skjá farsímans og tölvunnar kemur úr ljósdíóðum sem senda ljós á bláleitum bylgjulengdum. Einmitt slíkt ljós hefur reynst skaða nethimnu og heilafrumur í bananaflugum.

 

Þetta er niðurstaða rannsóknarverkefnis hjá ríkisháskólanum í Oregon í BNA. Rannsóknarefnið var líkamsklukka tegundarinnar Drosophila melanogaster – bananaflugunnar – og tilraunir voru gerðar með bæði myrkur og ýmsa ljósgjafa.

 

Bananaflugur sem hafðar voru í bláu ljósi í mánuð lifðu helmingi skemur en flugur sem fengu minna af þessu sérstaka ljósi.

 

Blátt ljós helmingaði líftíma flugnanna

Hjá bananaflugum sem hafðar voru í bláu ljósi greindist sköddun á heilafrumum, eyðilagðar nethimnur og minnkuð hreyfigeta. Það sást á hæfninni til að ganga á veggjum í búrunum auk þess sem dregið hafði úr hefðbundinni „fluguhegðun“.

 

Mikið af bláu ljósi styttir sem sagt líftíma flugnanna og þær eltust hraðar en aðrar flugur. Verst bitnaði þetta á eldri flugum og þær sýndu meiri streituáhrif en þær yngri.

 

Niðurstöðurnar urðu þessar:

  • Bananaflugur sem hafðar voru í bláu ljósi í 12 tíma á dag í 25 daga og síðan fluttar í algert myrkur, lifðu að meðaltali í 60 daga.

 

  • Flugur sem hafðar voru í bláu ljósi í 12 tíma á dag í 30 daga og síðan fluttar í algert myrkur, lifðu að meðaltali í 34 daga.

 

  • Flugur sem hafðar voru í algeru myrkri lifðu að meðaltali í 69 daga.

 

Þær flugur sem hafðar voru í bláu ljósi hálfan sólarhring og hinn helminginn í myrkri lifðu sem sagt 51% skemmri ævi en þær flugur sem alltaf voru í myrkri.

 

Venjuleg ævi bananaflugu er 60-80 dagar.

Við deilum um 75% af sjúkdómsvaldandi genum með bananaflugum. Og þar eð bananaflugur fjölga sér á miklu skemmri tíma en mýs, apar eða aðrar tegundir, skyldari mönnum, eru þær heppileg tilraunadýr.

Blátt ljós truflar svefntaktinn

Náttúrulegt ljós er afar mikilvægt fyrir líkamsklukku okkar. Það er mikilvægt fyrir heilbrigði okkar, líffæri og allt atferli.

 

Rannsóknir eru hins vegar að varpa nýju ljósi í aukaverkanir of mikils magns af manngerðu ljósi, t.d. LED-lýsingu.

 

Augu mannskepnunnar fá nú til sín hraðvaxandi magn af hinum bláa hluta ljósrófsins – í beinu samhengi við stöðugt vaxandi skjánotkun.

 

Bláu ljósbylgjurnar eru stuttar og það skapar vandamál varðandi svefn- og vökutíma – fremur en ljósmagnið sjálft, segja vísindamenn. Og á sama hátt var það ljós á stuttum bylgjulengdum sem stytti lífslengd bananaflugnanna.

 

Mikið af ljósdíóðum í spjaldtölvum, snjallsímum og tölvuskjám sendir frá sér ljós á bylgjulengdinni 460 nm en blátt ljós nær yfir bylgjulengdirnar 38-460 eða þar um bil. Okkur virðist þó ljósið hvítt þar eð gult fosfat breytir skynjun okkar á því.

 

Sjón barna getur skaddast

Bananaflugutilraunin sýnir ekki hvernig mannsheilinn bregst við bláu ljósi. En Jaga Giebultowicz, líffræðiprófessorinn sem veitti rannsókninni forstöðu segir mega líta á niðurstöðuna sem vísbendingu.

 

„Margt bendir til að manngert ljós setji svefn- og dægurtaktinn úr jafnvægi,“ segir hún í viðtali við vísindaritið Daily Science og heldur áfram:

 

„En jafnvel í þróuðum ríkjum hafa LED-ljós ekki verið notuð nógu lengi til að við getum gert okkur grein fyrir þeim áhrifum sem þau kynnu að hafa á öldrun og ævilengd fólks.

 

Ef trúa má skýrslu frá frönsku matvæla- öryggis- og heilbrigðisstofnuninni, Anses, er þó full ástæða til að óttast skaðleg áhrif blárra LED-ljósa á nethimnuna – líka í mönnum.

 

Vísindarannsóknir þar sýna að nethimnan getur skaddast af bláu ljósi með miklum styrk, jafnvel á skömmum tíma.

 

Við þetta bætist aukin hætta á að börn fái augnsjúkdóm sem veiklar sjónskerpuna – séu augun til langframa útsett fyrir bláu ljósi, jafnvel þótt styrkur þess sé lítill, segja menn hjá Anses. Ástæðan er sú að linsan í barnsauganu er ekki fullþroskuð og hleypir því of miklu af skaðlegu ljósi inn.

Svona skaðast augað af LED-ljósum

1

Skjöldur augasteinsins

Hornhimnan, ysta lag augans og raki á auganu brjóta ljósið og beina því að linsunni.
2

Ljósinu beint í fókus

Linsan er sveigjanleg og vöðvar klemma hana saman til að beina ljósgeislunum í skarpan punkt á nethimnunni.
3

Viðtakar á nethimnunni

Í nethimnunni er þéttriðið net taugafrumna innan við augasteininn og þessar frumur greina ljósið.

Ljósskynjunin er send áfram til undirstúkunnar sem stýrir hormónabreytingum í þeim innkirtlum sem stjórna sólarhringstaktinum.

 

Rannsóknir sýna að ef við fáum of mikið af bláu ljósi á kvöldin, heldur heilinn að við eigum að vera vakandi áfram. Til viðbótar getur nethimnan skaddast af of miklu bláu ljósi.

BIRT: 15/03/2023

HÖFUNDUR: MICHAEL LEANDER

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© SCIENCE PICTURE COMPANY/SPL &CLAUS LUNAU & JACOPIN/BSIP/SPL

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is