Vísindamenn grannskoða innviði augans

Um 130 milljón ljósnæmar frumur, próteinríkir vökvar og rafboð. Augun okkar eru meðal flóknustu og iðnustu líffæra líkamans.

BIRT: 17/04/2022

LESTÍMI:

3 mínútur
Augasteinn: Sundurskorinn augasteinn leiðir í ljós aflangar trefjar.

Augasteininn er fyrir aftan lithimnuna. Þessi fjögurra mm breiða, teygjanlega skífa sér til þess að leiða ljósið sem berst gegnum sjáaldrið yfir á sjónhimnuna til þess að við getum séð skýrt. Augasteinninn samanstendur af aðeins einni tegund frumna, þ.e. linsutrefjum, en þær er að finna á ýmsum þróunarstigum og liggja í mörgum lögum, þannig að elstu trefjarnar liggja innst.

Brárbaugur: Vökvi glennir upp augað.

Fyrir aftan lithimnuna er að finna kirtil sem kallast brárbaugur. Þar er framleiddur glær vökvi sem m.a. heldur auganu uppglenntu með því að sjá því fyrir stöðugum vökvaþrýstingi. Brárbaugurinn fastgerir jafnframt fjölmarga fína þræði sem geta togað í augasteininn þannig að hann breytir um lögun.

Lithimna: Vöðvar hleypa inn ljósi

Lithimna augans umlykur svart sjáaldrið og minnir einna helst á gróður í landslaginu. Lithimnan stjórnar birtumagninu sem lendir á innra auganu og samanstendur af tveimur ólíkum vöðvalögum sem sjá til þess að minnka og stækka sjáaldrið.

Tárakirtill: Kirtill sem framleiðir öfluga blöndu af próteinum, söltum og vatni.

Stærsti tárakirtill augans er staðsettur undir efra augnlokinu en hlutverk hans er að framleiða táravökva. Kirtillinn skiptist í stóra klasa með kirtilfrumum sem sjá um að framleiða blöndu vatns, próteina og salta. Vökvi þessi verndar m.a. yfirborð hornhimnunnar og rennur út um augnkrókana þegar við verðum sorgmædd.

Nethimnan: Milljónir taugafrumna sjá fyrir litasjón.

Sjónhimnuna er að finna á aftanverðu auganu. Þar er að finna meira en 130 milljónir taugafrumna, eða ljósnema, sem vinna úr ljóshrifum sem berast inn um sjáaldrið. Ljósnemar eru af tveimur megingerðum sem kallast stafir og keilur í samræmi við lögun þeirra. Stafirnir eru sérhæfðir til að nema ljós í lítilli birtu en keilur eru aftur á móti sérhæfðar til að greina liti og mikla skerpu.

Heilataugin: Myndir berast til heilans með rafboðum.

Sjóntaugin sér til þess að bera sjónboð til sjónstöðva heilans þar sem þau eru túlkuð. Fremsti hluti sjóntaugarinnar birtist sem æðanabbi, en í honum miðjum mætast æðar augans.

Gerviauga: Ljósviðtakar prentaðir á yfirborð úr gleri með þrívíddarprentara.

Augað samanstendur af milljónum þátta og er einkar flókið að allri gerð, sem gerir mjög erfitt að líkja eftir því. Nú hefur vísindamönnum hins vegar loks tekist að þrívíddarprenta nokkra viðtaka sem nema myndir á hálfkúlulöguðu gleri. Þannig hefur þeim tekist að útbúa svokallað tölvulíffræðilegt auga. Næsta skref er svo fólgið í því að finna aðferð sem gerir kleift að prenta ljósviðtakana á mjúkt yfirborð.

Augasteinn: Sundurskorinn augasteinn leiðir í ljós aflangar trefjar.

Augasteininn er fyrir aftan lithimnuna. Þessi fjögurra mm breiða, teygjanlega skífa sér til þess að leiða ljósið sem berst gegnum sjáaldrið yfir á sjónhimnuna til þess að við getum séð skýrt. Augasteinninn samanstendur af aðeins einni tegund frumna, þ.e. linsutrefjum, en þær er að finna á ýmsum þróunarstigum og liggja í mörgum lögum, þannig að elstu trefjarnar liggja innst.

Brárbaugur: Vökvi glennir upp augað.

Fyrir aftan lithimnuna er að finna kirtil sem kallast brárbaugur. Þar er framleiddur glær vökvi sem m.a. heldur auganu uppglenntu með því að sjá því fyrir stöðugum vökvaþrýstingi. Brárbaugurinn fastgerir jafnframt fjölmarga fína þræði sem geta togað í augasteininn þannig að hann breytir um lögun.

Lithimna: Vöðvar hleypa inn ljósi

Lithimna augans umlykur svart sjáaldrið og minnir einna helst á gróður í landslaginu. Lithimnan stjórnar birtumagninu sem lendir á innra auganu og samanstendur af tveimur ólíkum vöðvalögum sem sjá til þess að minnka og stækka sjáaldrið.

Tárakirtill: Kirtill sem framleiðir öfluga blöndu af próteinum, söltum og vatni.

Stærsti tárakirtill augans er staðsettur undir efra augnlokinu en hlutverk hans er að framleiða táravökva. Kirtillinn skiptist í stóra klasa með kirtilfrumum sem sjá um að framleiða blöndu vatns, próteina og salta. Vökvi þessi verndar m.a. yfirborð hornhimnunnar og rennur út um augnkrókana þegar við verðum sorgmædd.

Nethimnan: Milljónir taugafrumna sjá fyrir litasjón.

Sjónhimnuna er að finna á aftanverðu auganu. Þar er að finna meira en 130 milljónir taugafrumna, eða ljósnema, sem vinna úr ljóshrifum sem berast inn um sjáaldrið. Ljósnemar eru af tveimur megingerðum sem kallast stafir og keilur í samræmi við lögun þeirra. Stafirnir eru sérhæfðir til að nema ljós í lítilli birtu en keilur eru aftur á móti sérhæfðar til að greina liti og mikla skerpu.

Heilataugin: Myndir berast til heilans með rafboðum.

Sjóntaugin sér til þess að bera sjónboð til sjónstöðva heilans þar sem þau eru túlkuð. Fremsti hluti sjóntaugarinnar birtist sem æðanabbi, en í honum miðjum mætast æðar augans.

Gerviauga: Ljósviðtakar prentaðir á yfirborð úr gleri með þrívíddarprentara.

Augað samanstendur af milljónum þátta og er einkar flókið að allri gerð, sem gerir mjög erfitt að líkja eftir því. Nú hefur vísindamönnum hins vegar loks tekist að þrívíddarprenta nokkra viðtaka sem nema myndir á hálfkúlulöguðu gleri. Þannig hefur þeim tekist að útbúa svokallað tölvulíffræðilegt auga. Næsta skref er svo fólgið í því að finna aðferð sem gerir kleift að prenta ljósviðtakana á mjúkt yfirborð.

BIRT: 17/04/2022

HÖFUNDUR: ULLA EDELBO RAASCHOU

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, STEVE GSCHMEISSNER/SCIENCE PHOTO LIBRARY, SPL, SUSUMU NISHINAGA/SPL, Dr. Nicolás Cuenca & Isabel Ortuño-Lizarán/Nikon Small World 2018, UNIVERSITY OF MINNESOTA, MCALPINE GROUP

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is