Hversu há er upplausn mannsaugans?

Er hægt að mæla skerpu sjónarinnar í dílum eins og gildir um stafrænar myndavélar?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Hæfni mannsaugans til að greina sundur tvo punkta er skilgreind sem horn þar eð skerpan fer eftir fjarlægðinni milli augna og hlutar. Þetta horn er um 0,005 gráður og við getum því aðgreint 200 punkta á einnar gráðu bili.

 

Ef við gerum ráð fyrir að sjónsviðið sé 120 gráður bæði lárétt og lóðrétt má þannig segja að samanlagður fjöldi punkta sem við getum greint í þessu sjónsviði sé 576.000.000.

 

Þannig mætti á þessum grundvelli halda því fram að augað hafi 576 megadíla upplausn.

 

Þetta er vissulega miklu meira en þeir 8 – 10 megdílar sem nú má kalla staðal í góðum, stafrænum myndavélum, en tölurnar er þó ekki hægt að bera saman með þessum hætti.

 

Ástæðan er fyrst og fremst sú að ljósnæmar skynfrumur sitja mun þéttar á hinum svokallaða gula bletti á nethimnunni, en það er á þessum bletti sem augað skynjar það sem við einbeitum sjóninni að hverju sinn.

 

Rétt utan við þennan hluta nethimnunnar minnkar þéttni skynfrumanna mjög. Þetta þýðir að við eigum erfitt með að greina sundur smáatriði í kringum það sem við erum að horfa á.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is