Hvers vegna þarf eldra fólk minni svefn?

Engu er líkara en að fólk vakni sífellt fyrr með hækkandi aldri. En sefur eldra fólk virkilega skemur en aðrir?

BIRT: 21/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Margar ástæður kunna að vera fyrir því að eldra fólk sefur minna en þeir sem yngri eru. Ýmislegt virðist benda til þess að hormónamagn líkamans skipti þar meginmáli, en framleiðsla líkamans á vaxtarhormónum, svo og melatóníni, minnkar með aldrinum.

 

Melatónín ýtir undir svefn með því að hafa áhrif á frumur í líkamanum og heilanum og í sumum tilvikum dalar melatónínframleiðsla fullorðins fólks í svo miklum mæli að dægursveiflan verður fyrir truflunum og svefnleysi verður vart. Svefn kvenna breytist oft eftir tíðahvörf þegar miklar hormónabreytingar verða í líkamanum.

 

Þess ber þó að geta að ýmsir aðrir þættir hafa áhrif á svefninn. Sem dæmi má nefna lyfjanotkun, sjúkdóma, þvaglát að nóttu til, svo og minni almenna líkamshreyfingu, en allt þetta hefur áhrif á gæði nætursvefnsins og lengd hans.

 

Andstætt við það sem margir halda þá minnkar svefnþörfin alls ekki með árunum. Ef nætursvefninn líður verulega fyrir vinnur margt eldra fólk svefnþörfina upp með því að fá sér blund um miðjan daginn.

BIRT: 21/02/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is