Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

Sjúkdómar og erfitt líf þýddi lágan meðalaldur á miðöldum.

BIRT: 28/10/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

 

Við uppgröft á kirkjugörðum frá miðöldum og greiningu á beinaleifum úr þeim telja sérfræðingar nú að meðalaldur í stórum hlutum Evrópu hafi verið um 30 – 35 ár.

 

Í V-Evrópu á okkar dögum er talan um 79 ár fyrir menn og 84 fyrir konur. Á Íslandi er meðalævilengd karla rúm 80 ár og kvenna rúm 84 ár.

 

Þessi lági meðalaldur jafngildir samt ekki því að fólk á miðöldum hafi aldrast hraðar en nú er raunin.

 

Hins vegar var þeim mun hættara við að deyja úr sjúkdómum heldur en nú á dögum og einkum var það mikill ungbarnadauði sem dró meðalaldur manna niður.

 

Ástralski læknirinn Henry O. Lancaster birti árið 1990 rannsókn á lífsaldri meðal aðalsins á miðöldum í Englandi.

 

Með því að draga alla sem létust undir 21 árs aldri frá í útreikningum sínum komst hann að þeirri niðurstöðu að meðalaldur annarra hafi verið um 65 ár. 

 

Rannsóknir á almúganum á 15. öld í Englandi sýna að þeir sem náðu 20 ára aldri máttu búast við að geta lifað í 21 til 28 ár í viðbót. Rit frá miðöldum benda til að manneskjur sem voru yfir 50 voru taldar aldraðar. 

 

Þær manneskjur sem voru orðnar of gamlar til að vinna nutu virðingar í samfélaginu og stuðnings fjölskyldunnar, kirkju eða einhvers aðalsmanns. 

 

Með auknu hreinlæti og betra mataræði var mögulegt að verða mun eldri en meðaltalið, einkum fyrir þá sem voru í efstu stéttum samfélagsins. Ítalskur herstjóri Feneyja, Enrico Dandolo var t.d. 98 ára þegar hann dó árið 1205. 

 

Hin langa ævi ítalska herstjórans sýnir að ekki dóu allir ungi á miðöldum.

BIRT: 28/10/2022

HÖFUNDUR: Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is