Lifandi Saga

Fyrsta bólusetningin vakti skelfingu meðal Breta

Árið 1796 gat heimurinn allur andað léttar því bólusetning gegn bólusótt hafði verið þróuð. Nú var lækningin gegn þessum hryllilega sjúkdómi loks í sjónmáli. Þá fór að bera á vantrú fólks og fyrstu háværu bólusetningarandstæðingarnir fóru að láta til sín taka á götum úti.

BIRT: 26/01/2024

LESTÍMI: 7 MÍNÚTUR

 

Þúsundir gengu um göturnar í Leicester um miðbik Englands í mars árið 1885.

 

Mótmælendurnir hrópuðu reiðileg slagorð og þegar mótmælin náðu hámælum var brúða í fullri líkamsstærð hálshöggvin. 

 

Brúðunni var hvorki ætlað að sýna óvægilegan drottnara né heldur hataðan landráðamann heldur var um að ræða eftirlíkingu af hinum þekkta enska lækni Edward Jenner sem hartnær heilli öld áður hafði þróað fyrsta bóluefnið gegn hinni banvænu veirusótt, bólusótt.

 

Mótmælin í Leicester voru einungis ein fjölmargra mótmæla gegn bólusetningu Edwards Jenners undir lok 19. aldar.

 

Þegar þarna var komið sögu höfðu bresk yfirvöld nefnilega ákveðið með lögum að allir íbúar yngri en 14 ára yrðu að þiggja bólusetningu og þetta hafði í för með sér fjöldamótmæli.

 

Þvinguð bólusetning táknaði ekki einvörðungu árás á persónulegt frelsi manna, heldur væri hún jafnframt lífshættuleg, að mati margra.

 

Bóluefni úr kúm

Bóluefni Edwards Jenners er í dag álitið vera einar merkustu framfarirnar á sviði læknavísindanna.

 

Á 18. öld dró bólusótt um 400.000 manns til dauða ár hvert á heimsvísu.

 

Ýmsir læknar höfðu gert tilraunir með fyrirbyggjandi meðhöndlun en tímamótaskref var fyrst stigið þegar Edward Jenner skar rispu á handlegg hins átta ára gamla James Phipp í maí árið 1796 og sýkti drenginn með kúabólu.

 

Tveimur mánuðum síðar sýkti Jenner drenginn með vessa úr bólusóttarsýktum sjúklingi sínum en að öllu jöfnu hefði slíkt átt að veikja drenginn verulega en Jenner treysti því að væg bólusóttin hefði gert drenginn ónæman.

 

Tilraunin tókst að öllu leyti og uppfinningu Jenners var fagnað í heimi vísindanna. Áður en langt um leið var búið að gefa út ritgerð hans um bólusóttarmeðferð á sex tungumálum.

 

Sjúkdómurinn hefur í för með sér höfuðverk, háan hita og bólur. Dánarhlutfallið nemur 20-60%.

Skelkaðir foreldrar fangelsaðir

Stjórnmálamenn í breska þinginu álitu sem svo árið 1853, að bólusetning gegn bólusótt væri lýðheilsu manna svo mikilvæg að þeir ákvörðuðu að skylt yrði að bólusetja öll börn undir þriggja mánaða aldri.

 

Ný lög voru svo samþykkt árið 1867 og samkvæmt þeim varð skylt að bólusetja öll börn undir 14 ára aldri og áttu þeir foreldrar sem óhlýðnuðust á hættu að verða fangelsaðir.

 

Þó svo að læknavísindin hafi hrósað happi átti það alls ekki við um foreldrana og í raun var um mikla andstöðu að ræða meðal almennings. Reiðir foreldrar flykktust út á göturnar og mótmæltu lögunum.

 

Andstaða gegn því að gripið yrði inn í náttúrulegt ferli sjúkdóma var ekki ný af nálinni.

 

Strax á meðan bólusetningar voru enn á tilraunastigi andmælti enski presturinn Edward Massey hástöfum þeirri hættulegu og syndsamlegu meðferð sem fólst í því að sprauta kúabólu í sjúklingana.

 

Presturinn hélt predikun árið 1772 þar sem hann staðhæfði að sjúkdómar væru refsing örlaganna gegn syndum mannanna og að allar tilraunir til að hindra sjúkdóma væru uppsprottnar frá djöflinum.

 

Andstæðingar bólusetningar á 19. öld voru einnig með jarðbundnari ástæður mótmæla sinna: Þeir höfðu einfaldlega enga trú á þessu nýja meðferðarúrræði. Þeir aðhylltust á hinn bóginn blóðtökur og heita bakstra sem verið höfðu viðurkenndar aðferðir gegn nánast hvaða kvilla sem var, svo öldum skipti.

 

Framúrstefnulegar aðferðir í líkingu við það að sýkja börn af sjúkdómum virtust foreldrunum vera lífshættulegar og geðveikislegar: Meðhöndlunin væri ekkert annað er svik sem læknar höfðu látið sér detta í hug í því skyni að græða peninga eða svo töldu margir.

 

Í skopteikningu einni frá þessum tíma má sjá biðstofu sem sýnir sjúklinga sem allir fengu vörtur eftir bólusetninguna og vörturnar voru í líki kálfahausa!

 

Önnur teikning sýndi laganna verði með barefli á lofti vera að elta börn til „að eitra blóð þeirra og sjá læknum fyrir þóknun“, líkt og fram kom í textanum.

 

„Frekar fangaklefi en eitrað barn“, stóð á einum mótmælafánanum.

 

Óttinn fær byr undir báða vængi

Einhverfa og þrálátir verkir: Enn og aftur er bólusetningu tekið með vantrú og höfnun. Röksemdir lækna gagnast ekki alltaf.

 

– DTP-bólusetning:

Í bandarískri heimildarmynd frá árinu 1982 sem kallaðist „Bólusetningarspilahjólið“, var því haldið fram að DTP-bólusetning gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta væri stórhættuleg fyrir börn.

 

– MMR-bólusetning:

Árið 1998 rituðu tólf vísindamenn í læknatímaritið The Lancet að bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum gæti leitt til einhverfu. Tíu þessara vísindamanna hafa síðan skipt um skoðun.

 

HPV-bólusetning:

Andstæðingar bólusetningar héldu því fram árið 2012 að bólusetning gegn leghálskrabbameini gæti orsakað þráláta verki og þreytu. Víðtækar fjölþjóðlegar rannsóknir hafa síðan hrakið staðhæfingu þessa.

 

Bólusetning gegn lömunarveiki:

Orðrómur í Pakistan þess eðlis að börn yrðu veik af bólusetningunni hefur gert það að verkum að frá árinu 2019 hafa margir foreldrar ákveðið að þiggja ekki bólusetninguna. Afleiðingarnar birtust í nýjum tilfellum af lömunarveiki sem ella hefði verið útrýmt.

 

 

Leicester, höfuðvígi bólusetningarmótmælenda

Málaferlin sem fylgdu í kjölfarið færðu bólsetningarmótmælendum afar mikla athygli og fjöldi dæmdra bólusetningarmótmælenda óx frá því að hafa aðeins talið tvo árið 1869 upp í 1.154 árið 1881 og þeir voru svo orðnir um það bil 3.000 talsins árið 1884.

 

Hvergi í gjörvöllu Englandi voru mótmælin jafn áköf og í bænum Leicester um miðbik Englands.

 

Þar kyntu fangelsisdómar yfir mótmælendum aðeins undir nýjum mótmælum, ef marka má frétt í staðarblaðinu Leicester Mercury frá því í júní 1884:

 

„Um klukkan 7.30 höfðu margir bólusetningarmótmælendur safnast saman. Í broddi fylkingar gekk ung móðir, ásamt tveimur mönnum sem öll höfðu tekið þá ákvörðun að tilkynna sig til lögreglunnar og láta hneppa sig í varðhald frekar en að láta bólusetja börnin sín. Nærstaddir höfðu mikla samúð með málstað ungu konunnar sem gekk hnarreist en var jafnframt staðráðin í að láta fyrr fangelsa sig en að láta náð og miskunn bólusetningarlæknisins eftir barn sitt, ef marka mátti frétt í blaðinu.

 

Andstaðan gegn bólusetningu náði hámarki í Leicester á þessum tíma. Einungis 707 af því 2.281 barni sem fæddist í bænum árið 1883 voru bólusett.

 

Bæjarstjórnin neyddist til að gefa upp á bátinn bólusetningaráformin í því skyni að ná fram ónæmi meðal íbúanna en þess í stað voru innleiddar víðtækar sóttvarnarráðstafanir sem áttu að koma í veg fyrir að smit bærust út meðal íbúanna. Með þessu móti tókst að takmarka útbreiðslu sjúkdómsins og vænlegar niðurstöðurnar leiddu til þess að bæjarstjórnin fór þess á leit við heilbrigðisyfirvöld í London að slakað yrði á lögsóknum gegn andstæðingum bólusetningar.

 

Heilbrigðisyfirvöld mótmæltu því blákalt og hafði sú niðurstaða einnig í för með sér víðtæk fjöldamótmæli og það var í einum slíkum sem brúða sem tákna átti Edward Jenner, var gerð höfðinu styttri.

 

Næsti faraldur lék fólk grátt

Reiðileg mótmæli íbúanna vöktu óhug meðal lækna sem óttuðust að nýr faraldur kynni að byrja að geisa í Leicester.

 

Árið 1893 var allt komið í óefni. Hundruð smitaðra bólusóttarsjúklinga fylltu sjúkrahúsin sem urðu að senda fársjúka sjúklinga heim sökum plássleysis.

 

Slegið var einkar sorglegt met í borginni, því þar greindust fleiri sýktir en á nokkrum öðrum stað í landinu, þar eð tveir þriðju hlutar barna smituðust.

 

Bólusetningarandstæðingarnir hvikuðu þó ekki frá sannfæringu sinni og árið 1898 neyddist þingið til að slaka á lagasetningunni þannig að foreldrum gæfist kostur á að andmæla bólusetningu ef slíkt bryti í bága við sannfæringu þeirra.

 

Árið 1907 gáfust Bretar alfarið upp á þvingunarbólusetningum. Þegar þarna var komið sögu höfðu vænlegar afleiðingar bólusetningar, svo og bætt aðgengi að upplýsingum, sannfært flesta íbúana um að þeim bæri að þiggja bólusetningu.

 

Að lokum, einum 200 árum eftir daga Edwards Jenners, gat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst því yfir árið 1978 að tekist hefði að útrýma bólusótt.

 

Hér má lesa meira um efasemdir um bólusetningu

– Paul Offit: Deadly Choices: How the Anti-Vaccine Movement Threatens Us All, Basic Books, 2015

 

 

Birt: 25.10.2021

 

 

ELSE CHRISTENSEN

 

 

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Library of Congress

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

5

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

6

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

3

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

6

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Í spænsku borgarastyrjöldinni lifði hermaður nokkur það af, líkt og fyrir kraftaverk, að fá byssukúlu gegnum heilann. Eftir þetta gat hermaðurinn lesið dagblöðin á hvolfi. Atburðurinn veitti vísindamönnum nýja innsýn í starfsemi heilans.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is