Lifandi Saga

Miðaldir – gróðrarstía baktería

Lífið í Evrópu á miðöldum var alls ekki fyrir viðkvæmar sálir – eða maga. Yfirfullar borgir, mikill sóðasakapur og lítil þekking á hreinlæti gerði það að verkum að miðaldir voru gróðrarstía fyrir bakteríu.

BIRT: 29/08/2022

Pestarbakterían, Yersinia pestis, drap þriðjung íbúa Evrópu á miðöldum en bakterían alræmda var langt frá því að vera eina örveran sem blómstraði meðal íbúa þess tíma.

 

Bakteríur þess tíma áttu  auðvelt uppdráttar, bæði í sveitum og í ört vaxandi borgum. Skortur á fráveitu og ófullnægjandi hreinlætisaðstöðu skapaði kjörinn ræktunargrundvöll fyrir bakteríur og lélegt húsnæði og þröngar götur auðvelduðu smit milli manna og dýra.

 

Niðurstaðan var sú að sjúkdómar eins og blóðkreppusótt, holdsveiki og berklar herjuðu á almenning með tilheyrandi þjáningum og dauða.

 

HANDÞVOTTUR

Það var ekki fyrr en á 18. öld sem handþvottur með sápu varð algengur í Evrópu.

Sápa var óþekkt fyrirbæri á miðöldum

Klósettpappír var ekki til á miðöldum. Þess í stað notaði fólk strá, mosa eða klæðabúta sem gerði það að verkum að þarmabakteríur áttu greiða leið á hendur fólks.

 

Handþvottur fór venjulega fram í köldu vatni. Aðeins þeir ríkustu höfðu efni á sápunni sem krossfarar fluttu til Evrópu frá Miðausturlöndum á 12. öld.

 

Sá siður múslima að nota vinstri hendina fyrir klósettferðir og hægri hendina til að borða var ekki tekinn upp af Evrópubúum.

 

Skortur á handþrifnaði leiddi til sjúkdóma eins og blóðkreppusóttar sem er alvarleg þarmasýking.

 

 

VANÞEKKING

Kirkjan taldi að sjúkdóma ætti að lækna með bæn og hjálpræði.

Hjátrú kom í veg fyrir baráttuna gegn bakteríum

Bakteríur og sjúkdómsvaldandi áhrif þeirra voru óþekkt á miðöldum.

 

 

Útskýringar vegna farsótta voru margskonar. Lítil loftgæði, ójafnvægi í líkamsvökva eða einfaldlega vilji Guðs. Flestar meðferðir – t.d. blóðtaka – voru árangurslausar og bakteríur döfnuðu.

 

Ákveðnar tegundir alþýðulækninga eru undantekning. Nútímarannsóknir sýna til dæmis að vinsæl miðaldauppskrift með lauk, víni, hvítlauk og nautagalli gagnaðist við að berjast gegn stafýlókokkum.

 

HREINT ELDHÚS

Sprungnar tréskálar voru gróðrarstía baktería en fáir höfðu efni á að farga dýrum eldhúsáhöldum.

Óðu í skít

Fólk á miðöldum hugsaði ekki mikið um hreinlæti í eldhúsum.

 

Hnífapörin voru einfaldlega skoluð í köldu vatni á milli mála. Bakteríur blómstruðu í sprungunum í skálum og öðrum eldhúsáhöldum.

 

Matarleifum var hent á gólfið þar sem strá sem hafði verið dreift á gólfið, áttu að draga í sig óhreinindin en þessum stráum var sjaldan skipt út.

 

„Neðra lagið lá óáreitt í tuttugu ár með úrgangi frá hundum og fólki, bjórdropum, fiskleifum og öðrum viðbjóði sem ekki er við hæfi að nefna,“ sagði hollenski heimspekingurinn Erasmus á sextándu öld.

 

SAUR

Flest klósett voru yfir söfnunargryfjum, þaðan sem næturmaðurinn sótti úrganginn. Myndin er úr kastala.

Saurfjöll hlóðust upp

U.þ.b. 5.000 tonn af saur urðu til á hverjum degi í Lundúnum á miðöldum. Hin 100.000 manna borg hafði ekkert fráveitukerfi og því var saurnum ekið úr borginni og hellt í ána Thames.

 

Fnykurinn varð svo mikill að árið 1357 bannaði borgarstjóri Lundúna borgarbúum að nota ána í þessu skyni og hótaði fangelsisvist ef ekki yrði farið eftir þessu.

 

Fáir fóru eftir þessum lögum og fljótlega stækkuðu skítahrúgurnar það mikið að skipaumferð stöðvaðist.

 

Bakteríur döfnuðu vel í mengaðri ánni og farsóttir herjuðu ítrekað á skítuga borgina.

 

HÚSDÝR

Sauðfé, kýr og svín voru iðulega höfð í vistarverum fólks.

Búfjárhald veikti viðnám

Búfé eins og hænur, kindur, kýr og svín lifðu á miðöldum undir sama þaki og bændafjölskyldan.

 

Nálægðin veitti hlýju og verndaði hin dýrmætu dýr gegn ræningjum og úlfum en jók einnig hættuna á að hættulegar bakteríur bærist frá dýrum til manna.

 

Það gerðist á 14. öld þegar farsóttir af völdum m.a. bakteríunnar E. rhusiopathiae og streptókokka herjuðu á sauðfé og nautgripi.

 

Sjúkdómarnir drógu úr mótstöðuafli íbúanna gegn svartadauða sem skall á nokkrum árum síðar.

Lestu meira um bakteríur á miðöldum:

  • Kathy Allen: The Horrible, Miserable Middle Ages, Capstone, 2011

 

  • Paul B. Newman: Daily Life in the Middle Ages, McFarland, 2001

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Else Christensen

© Shutterstock, © Josse Lieferinxe, © Google Art Project, FineArt/Imageselect

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Vinsælast

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

4

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

4

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Heilsa

Þess vegna er gott að gráta

Tækni

Brennandi gas gaf vélinni ofurkrafta

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Hann hefur staðið í stofuhita á safni í meira en 100 ár og varðveitt leyndarmál sem fyrst nú hefur verið afhjúpað.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is