Af hverju fá menn ístru með hækkandi aldri?

Þegar menn nálgast þrítugt fer að þrengjast aðeins í beltisstað. Af hverju?

BIRT: 17/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þótt þeir séu almennt grannir eru fjölmargir karlmenn á fimmtugsaldri með áberandi ístru. Þetta er einfaldlega vegna þess að þeir neyta fleiri kaloría en þeir brenna.

 

Á meðan fita kvenna sest aðallega rétt undir húðina og dreifist á nokkra líkamshluta, hafa karlar tilhneigingu til að safna svokallaðri iðrafitu djúpt í kviðarholi.

 

Ástæðuna fyrir muninum er að finna í kynhormónunum estrógeni og testósteróni sem hafa mikil áhrif á hvernig fita frásogast og geymist í líkamanum. Til dæmis stuðlar estrógen að geymslu fitu undir húð en testósterón vinnur gegn uppsöfnun iðrafitu í kviðnum.

 

Um þrítugt minnkar testósterónmagn karla um allt að þrjú prósent á ári, sem eykur hættuna á að fá bumbu.

 

Testósterón dregur úr virkni ensíms sem kallast LPL, sem losar fitusýrur þannig að fitufrumur geta tekið þær upp. Þegar testósterónmagn lækkar eykst virkni LPL og meiri fita geymist í fitufrumum við innyfli.

 

Ístra eru hættuleg

Stórir magar eru ógn við heilsuna sökum þess að fita við innyfli losar efni sem valda bólgum í æðum og líffærum. Uppsöfnun iðrafitu í kviðarholi tengist háum blóðþrýstingi, hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og almennt hærri dánartíðni.

BIRT: 17/04/2023

HÖFUNDUR: JONAS MELDAL

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is