Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Á vörnum krabbafrumna hefur nú fundist veikur blettur sem hægt er að nýta til að útrýma öllum leifum krabbameins á einu bretti. Þetta sýnir nýleg rannsókn.

BIRT: 24/04/2024

Þegar krabbasjúklingar ljúka efnameðferð fá þeir yfirleitt ekki samstundis yfirlýsingu um fullan bata, þótt æxlið sjáist ekki lengur á myndum.

 

Sjúklingar þurfa í kjölfarið að mæta í reglubundið eftirlit til að tryggja að sjúkdómurinn taki sig ekki skyndilega upp aftur – einkum ef krabbinn hefur verið í blöðru, eitlum eða eggjastokkum.

 

Vísindamenn hafa lengi vitað að sumar gerðir krabbafrumna geta lagst í eins konar dvala og meinið þannig dulist árum saman áður en það birtist skyndilega aftur.

 

Nú hefur nýleg rannsókn leitt í ljós að eitt tiltekið einkenni á dvalarhæfninni er sameiginlegt með öllum krabbafrumum.

 

Uppgötvunin vekur vonir um eina samhæfða lækningaaðferð – án tillitis til gerðar krabbameinsins – sem geti útrýmt meininu í heilu lagi og í eitt skipti fyrir öll.

Tímalína: Svona myndast krabbamein

1
Fruma breytist

Fruman getur allt í einu farið að skipta sér óeðlilega hratt og hlýðir ekki eðlilegum vaxtarmerkjum.

2
Fruman verður hömlulaus

Fruman lagar ekki galla (stökkbreytingar) í genunum, sem þýðir aukna hættu á að hættulegar stökkbreytingar geti átt sér stað.

3
Fruman verður ódauðleg

Stökkbreyting gerir frumuna ódauðlega þ.a. líkaminn getur ekki drepið hana. Hinar stökkbreyttu frumur er nú orðnar að æxli.

4
Æðar myndast

Æxlið byggir nýjar æðar til að tryggja súrefnisflæði til meinsins svo það geti haldið áfram að vaxa.

5
Ráðast á líkamann

Krabbafrumur frá æxlinu ferðast með æðakerfinu um líkamann þar sem þær ráðast á ný líffæri og mynda meinvörp.

Krabbinn sefur eins og björn í hýði

Vísindamennirnir segja að líkja megi dvalarástandi krabbameins við eiginleika meira en 100 tegunda spendýra, svo sem bjarna, sela og músa sem eru færar um að framlengja meðgöngu.

 

Í þessari framlengingu fær fóstrið sína takmörkuðu næringu úr eins konar sjálfsáti en frumurnar brjóta niður sín eigin prótín sér til næringar.

 

Í þessari nýju rannsókn meðhöndluðu heilasérfræðingar hjá Torontoháskóla fjölmargar krabbafrumur úr ristilkrabbameini í petriskál.

 

Meðan á meðferðinni stóð stöðvuðu frumurnar alla þróun og þurftu sáralitla næringu. Krabbinn lagðist þannig eiginlega í dvala líkt og björn í vetrarhýði.

 

Þetta verður að teljast nokkuð snjöll aðferð þar eð efnameðferð ræðst einungis á þær frumur sem eru í vexti og skipta sér hratt en óvirkar frumur eru látnar í friði.

 

En með því að bæta einni tiltekinni sameind í krabbafrumu tókst vísindamönnunum að koma í veg fyrir dvalann. Og þá drap efnameðferðin strax allar krabbafrumur í skálinni.

Krabbafrumur vaktar af dvalanum

Rannsóknir á sjálfsáti eru nú álitnar meðal skærustu vonarstjarnanna í krabbmeinsrannsóknum framtíðarinnar.

 

Nýju niðurstöðurnar sýna að allar krabbafrumur eru færar um að éta sjálfar sig. Að öllu samanteknu veitir sú þekking mögulega alveg nýtt vopn í baráttunni við krabbamein.

 

Það sem nú þarf að gera er m.a. að yfirfæra nýju aðferðina þannig að hún nýtist í örugga og áhrifaríka meðferð sem afvirkjar dvalarástandið og vekur frumurnar þannig að hver einasta krabbafruma verði móttækileg fyrir efnameðferðinni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JEPPE WOJCIK

Shutterstock, © Claus Lunau

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jörðin

Fimm verstu mengunarslys sögunnar

Náttúran

Pálmaolía – hvað er pálmaolía? Og hvernig er hún unnin?

Heilsa

Er nauðsynlegt að bursta tennur?

Alheimurinn

Þess vegna getum við aldrei séð endamörk alheimsins: Geimurinn vex í burt frá okkur

Náttúran

Hve hár er hæsti foss Jarðar?

Alheimurinn

Byggilegustu pláneturnar: 24 plánetur taka jörðinni fram

Alheimurinn

Af hverju eru engar stjörnur grænar?

Læknisfræði

Nýtt lyf við getuleysi: Eitruð könguló getur bjargað kynlífi þínu 

Alheimurinn

Ofurleiðaraefni að finna í loftsteinum

Lifandi Saga

Krossferðaherinn sigraður með timburvögnum

Lifandi Saga

Kína verður aldrei aftur auðmýkt

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is