Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

BIRT: 25/04/2024

1. Mannlegi eldingavarinn

Þjóðgarðsvörðurinn sem varð fyrir eldingu sjö sinnum

Roy Sullivan sýnir skemmdan hatt sinn eftir eina af fjölmörgum eldingum sem hann varð fyrir.

Í apríl 1942 varð þjóðgarðsvörðurinn Roy Sullivan fyrir eldingu eftir að hann leitaði skjóls í varðturni í Shenandoah þjóðgarðinum í Virginíufylki.

 

Sérfræðingar hafa reiknað út að líkurnar á að verða fyrir eldingu í Bandaríkjunum séu 1 á móti 15.300. Enn ótrúlegra var þó að Sullivan slapp aðeins með brunasár á hægri fæti og brotna nögl á stórutá.

 

En næstu 35 árin varð hann fyrir eldingu sex sinnum til viðbótar og fékk hann viðurnefnið „Mannlegi eldingavarinn“.

 

Hann upplifði meðal annars að eldingar fóru í gegnum líkama hans, þeyttu skónum hans af fótunum og kveiktu í hári hans.

 

„Guð bjargaði mér af góðri ástæðu,“ sagði Sullivan eftir að hafa orðið fyrir fimmtu eldingunni.

 

Margir hafa efast um sögur Sullivans en heimsmetabók Guinness taldi fullyrðingarnar nægilega trúverðugar til að hafa þjóðgarðsvörðinn með í bókinni frægu.

 

2. Vinningar í lífinu og í lottói

Vaknaði úr dái og vann í lottóinu – tvisvar!

Bill Morgan bjó í litlu hjólhýsi í úthverfi Melbourne þegar lífið brosti skyndilega til hans nokkrum sinnum á örfáum mánuðum.

Árið 1998 féll þá hinn 37 ára gamli Ástrali Bill Morgan niður vegna hjartaáfalls. Hann var klínískt látinn í 14 mínútur áður en læknum tókst að lífga hann við.

 

Morgan var hins vegar í djúpu dái og eftir 14 daga gerðu læknar ráð fyrir því að slökkva á öndunarvélinni sem hann var tengdur við. En rétt áður en það gerðist komst Morgan til meðvitundar á undraverðan hátt.

 

Þessi atburður var sá fyrsti í röð ótrúlegra atburða. Nokkrum mánuðum síðar keypti Morgan skafmiða og vann á hann bíl.

 

Atburðirnir tveir vöktu athygli sjónvarpsstöðvar á staðnum og þeir vildu gera sjónvarpsinnslag um heppni Morgans. Þess vegna báðu þeir hann að endurleika augnablikið þegar hann vann bílinn.

 

Og til gamans keypti Morgan nýjan lottóskafmiða sem hann skóf fyrir framan myndavélina en á honum reyndist leynast hvorki meira né minna en 250.000 dollarar – u.þ.b. 40 milljónir króna á núvirði. „Nú fæ ég annað hjartaáfall,“ hugsaði Morgan sem lifði þó af og keypti sér síðar hús fyrir peningana.

 

Sjáið Morgan vinna 250.000 dollara:

3. Heppni í óheppni

Tónlistarkennari komst hjá dauðanum trekk í trekk

Frane Selak gaf stóran hluta lottóvinningins til góðgerðarmála.

Enginn er ódauðlegur en Frane Selak kom nær því en flestir. Króatíski tónlistarkennarinn náði að svindla á dauðanum alls sjö sinnum áður en hann sofnaði svefninum langa 87 ára gamall árið 2016.

 

Selak slapp í fyrsta skipti frá dauðanum árið 1962 þegar lest þar sem hann var farþegi í fór út af sporinu í ískalt stöðuvatn. 17 samfarþegar hans fórust en Selak handleggsbrotnaði.

 

Í fyrsta og eina flugi Króatans þeyttist hann út um bilaða flugvélarhurð en var svo heppinn að lenda í stórum heystakki.

 

Síðar var hann farþegi í rútu sem rann út af veginum og ofan í á. Selak náði að synda í land en fjórir aðrir létust.

 

Því næst kviknaði í bíl hans nokkrum sinnum með honum innanborðs. Árið 1996 lenti hann í árekstri við flutningabíl á fjallvegi en kastaðist út úr bílnum sem hrapaði niður 300 metra háa fjallshlíð.

 

En heppni hans var alls ekki lokið og þegar hann var 73 ára gamall vann Selak margar milljónir í lottóvinningi. „Nú finnst mér lífið byrja fyrir alvöru,“ sagði hann.

 

4. Lifði af kjarnorkusprengjur

Japani lifði af báðar kjarnorkusprengjurnar

Tsutomu Yamaguchi sagði sögu sína í heimildarmynd árið 2006, þá tæplega níræður.

Þann 6. ágúst 1945 var japanski kaupsýslumaðurinn Tsutomu Yamaguchi á leið á lestarstöðina í Hiroshima þegar bandarísk sprengjuflugvél varpaði kjarnorkusprengjunni „Little Boy“ yfir borgina.

 

Ég „sá gífurlegan ljósglampa og þeyttist svo í burtu,“ sagði Yamaguchi síðar.

 

Sprengingin sprengdi hljóðhimnur Yamaguchi, blindaði hann tímabundið og fékk hann alvarleg brunasár á líkamann.

 

Eftir að hafa varið nóttinni í skjóli ferðaðist Yamaguchi samt daginn eftir til Nagasaki, þar sem hann mætti ​​til vinnu eins og áætlað var.

 

Hann var við það að fara að segja samstarfsfólki sínu frá reynslu sinni í Hiroshima þegar bandarísk flugvél varpaði „Fat Man“ kjarnorkusprengjunni yfir borgina.

 

Yamaguchi lifði af og er opinberlega sá eini sem vitað er sem hefur lifað af tvær kjarnorkuárásir.

Hirðulaus líffræðingur, þungbúinn dagur og hundur sem gat ekki haldið í sér þvagi. Tilviljanir hafa marg oft gagnast vísindamönnum og lagt grunninn að fjölmörgum merkum uppgötvunum þeirra.

5. Ríkur af heimskulegum áformum

Fávís kaupsýslumaður gat ekki gert neitt rangt

Timothy Dexter skreytti stóra eign sína með máluðum viðarstyttum til að reyna að heilla nágrannana.

Timothy Dexter fæddist í ensku nýlendunni í Massachusetts Bay héraði árið 1747 – og þótti heimskari en flestir. Aftur á móti var hann ótrúlega heppinn. Hann giftist konu sem átti peninga og græddi stórfé í viðskiptum.

 

Til að reyna að koma höggi á Dexter reyndu keppinautar hans að tæla hann út í vonlaus viðskiptaverkefni.

 

Til dæmis fengu þeir hann til að selja ullarhanska til hlýrra suðurhafseyja. En heppnin var með Dexter. Hanskarnir voru keyptir af asískum kaupmönnum og síðan endurseldir með hagnaði til Síberíu.

 

Jafnvel þegar keppinautar hans fengu Dexter til að senda kol til Newcastle, hjarta enska kolaiðnaðarins, gekk það óvænt allt vel. Námumennirnir voru nefnilega nýfarnir í verkfall og Dexter seldi kolin sín með gríðarmiklum hagnaði.

Lestu meira um heppni

Ripley’s Believe It or Not!, Ripley Publishing, 2022

 

A World of Luck (Library of Curious and Unusual Facts), Time Life Education, 1991

 

HÖFUNDUR: ELSE CHRISTENSEN

Shutterstock,© NPS,© CEN/East News,© Jemal Countess/Getty Images,© Library of Congress

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

4

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

5

Jörðin

Jörðin eftir manninn

6

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Jörðin eftir manninn

Hvað verður um jörðina þegar við verðum horfin? Að sögn vísindamanna munu úlfaflokkar dreifast hratt á meðan borgirnar hrynja og sökkva. Hins vegar munu síðustu ummerki mannkyns standa til enda alheimsins.

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is