Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig dagatöl hafi orðið til. Og hvaða tilgangi gegna hlaupár eiginlega?

BIRT: 30/04/2024

Öll dagatöl byggja á þremur stjarnfræðilegum hringrásum sem liggja til grundvallar.

 

Í fyrsta lagi er um að ræða 24 stunda lengd sólarhringsins sem ákvarðast af snúningi jarðar.

 

Í annan stað er mánuðurinn sem á uppruna sinn í kvartilum tunglmánaðarins og þar með einnig umferðartíma tunglsins kringum jörðina. Ef mánuðurinn væri einungis grundvallaður á kvartilum tunglsins myndu allir mánuðir fela í sér 29,53 sólarhringa sem væri að sjálfsögðu óhentugt.

 

Þriðja hringrásin er svo árið er reiknast sem sá tími sem það tekur jörðina að fara einn hring kringum sólu. Náttúran hefur því miður hagað því þannig að það eru 365,24 sólarhringar í einu ári og þessi fjórðungur úr sólarhring hefur allar götur valdið miklum flækjum við gerð nothæfra dagatala.

 

Óreiða í reikningsdæminu

Í okkar menningarheimi byggjum við á lengd ársins og tökum síður tillit til umferðartíma tunglsins. Fyrir vikið getum við leyft okkur að vera með mislanga mánuði.

 

Ef við hugsum aftur til tíma Rómverja höfðu þeir yfir að ráða einkar sérkennilegu dagatali sem fól í sér 355 daga sem samsvarar 12 ferðum tunglsins umhverfis jörðu. Þetta var því miður rösklega tíu dögum skemmri tími en sem nemur hringferð jarðar um sólu en þennan vanda leystu Rómverjar með því að skjóta með reglulegu millibil inn aukalegum 27 daga mánuði sem þeir kölluðu „mensis intercalaris“ sem á íslensku mætti kalla innskotsmánuð.

 

Þetta olli vitaskuld ruglingi því árin urðu mislöng en þessu réð Júlíus Sesar bót á með því að innleiða júlíanska dagatalið. Óreiðan í útreikningnum var hins vegar svo mikil að Sesar varð að byrja á ári sem aðeins fól í sér 445 daga en þetta var 46 árum fyrir okkar tímatal.

 

Stuttur febrúar stafar frá rómversku dagatali

Hætt var að notast við innskotsmánuð og lengd mánaðanna aðlöguð þannig að samanlögð lengd þeirra næmi alls 365 dögum. Ástæðu þess að febrúar reynist styttri en hinir mánuðirnir má rekja til rómverska dagatalsins þar sem febrúar var einmitt notaður sem innskotsmánuður.

 

Hlaupár veldur þó enn sem fyrr verulegum vanda því lengd ársins er ekki nákvæmlega 365 sólarhringar, heldur 365,2422 sólarhringar. Þar sem lengd ársins er ekki nákvæmlega fjórðungi úr sólarhring meira en 365 sólarhringar nægir ekki að skjóta inn hlaupársdegi fjórða hvert ár, heldur þarf frekari leiðréttinga við.

 

Sá vandi var leystur þegar Gregor páfi 13. innleiddi gregoríska dagatalið sem við notum enn þann dag í dag. Dagatal þetta var kynnt til sögunnar árið 1582 og þar er vandinn leystur með því að takmarka fjölda hlaupára, þannig að þau verði aðeins 97 talsins á hverjum fjórum öldum.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is