Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Samkvæmt rannsókn einni gæti það haft margskonar áhrif á allt frá heilsu til fjárhagsins.

BIRT: 16/05/2024

Mañana, mañana.

 

Margir kannast sennilega við að vilja slá hlutum á frest, leiðinlegu verkin fara hvort eð er ekkert.

 

Ef til vill ekki en það gæti samt verið slæm hugmynd að fresta.

 

Það eykur ekki eingöngu á samviskubitið, heldur getur það að öllum líkundum leitt til fjölda annarra neikvæðra afleiðinga.

 

Þetta sýnir sænsk rannsókn sem hefur verið birt í Journal of the American Medical Association (JAMA).

 

Getur verið erfitt fyrir heilsuna og veskið

Rannsóknin byggir á gögnum frá 3525 sænskum nemendum frá átta mismunandi háskólum.

 

Rannsakendur völdu að beina sjónum sínum að nemendum vegna þess að námslífið býður að jafnaði upp á mikið frelsi og gerir að sögn rannsakenda jafnframt miklar kröfur til hæfni nemenda til að „stjórna sér“, þ.e.a.s. meðvitað stjórna hugsunum, tilfinningum og hegðun til að ná markmiðum sínum.

 

Nemendur voru reglulega beðnir um að svara nokkrum spurningum um lífsstíl sinn á níu mánaða skólatímabili þ.a. rannsakendur gætu mælt tilhneigingu þeirra til að fresta.

 

Svör nemenda voru síðan borin saman við svör þeirra við spurningum um líkamleg, andleg og sálfélagsleg vandamál, svo sem hvort nemendur hefðu tilhneigingu til að finna til einmanaleika.

 

Og niðurstaðan var nokkuð skýr: nemendurnir sem höfðu tilhneigingu til að fresta hlutum leið einnig verr á hinum ýmsu sviðum.

 

Samkvæmt rannsóknargögnum voru nemendurnir sem frestuðu, bæði með hærra einkenni streitu, þunglyndis og kvíða en þeir sem voru minna gjarnir á að fresta.

 

Jafnframt kvörtuðu frestunargjarnir nemendur meira yfir verkjum í efri hluta líkamans, sváfu illa og hreyfðu sig minna.

 

Sjúkleg frestunarárátta

Þeir fundu fyrir meiri einmanaleika og áttu í meiri fjárhagsvandræðum, samkvæmt rannsókninni.

 

Að sögn rannsakenda hafa flestir tilhneigingu til að fresta verkefnum og húsverkum örlítið.

 

En hjá sumum getur frestunaáráttan farið út í öfgar og orðið nánast sjúkleg sem getur svo haft alvarlegar afleiðingar hvað varðar lífsgæði.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Alheimurinn

Getum við lent á Plútó?

Lifandi Saga

Var hesturinn í Tróju til í raun og veru? 

Lifandi Saga

Frá rakara til forseta: Hvernig Trump-ættarveldið sigraði Ameríku

Náttúran

Hvernig virkar reiðin?

Lifandi Saga

1942 – Upphafið að endalokunum: Orrustan um Midway á að gjöreyða flota BNA

Maðurinn

Af hverju klæjar mann í sár?

Maðurinn

Hvernig losna ég við svitalyktina?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is