Hundar geta grátið af gleði þegar þeir hitta eigendur sína

Tár eftir aðskilnað geta stuðlað að nánari tengslum milli hunds og eiganda.

BIRT: 27/12/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Ef þið hafið ímyndað ykkur að hundurinn ykkar gráti af gleði þegar þið komið heim úr vinnunni, þá er við rök að styðjast.

 

Ef marka má niðurstöður japanskra vísindamanna er mikill munur á því hversu mörgum músum hundurinn vatnar, allt eftir því hvort eigandinn hefur verið í burtu allan liðlangan daginn eða hefur rétt skroppið út.

 

Vísindamennirnir að baki rannsókninni telja að gráturinn geti verið leið hundsins til að tengjast eigandanum sterkari böndum og þá leiddi rannsóknin enn fremur í ljós að okkur mannfólkinu finnst tárvotir hundar langtum meira aðlaðandi en þeir sem ekki sýna væntumþykju sína með tárum.

 

Voffarnir gráta tíu prósent meira við endurfundi

Vísindamennirnir beittu táraprófi Schirmers til að ganga úr skugga um hversu mikið hundarnir grétu þegar eigendur þeirra sneru heim aftur.

 

Með því að koma pappír fyrir undir augum hundanna var unnt að mæla hversu mörg tár runnu niður kinnarnar að öllu jöfnu, samanborið við sýni sem tekin voru í þann mund er hundarnir heilsuðu eigendum sínum eftir fjarveru þeirra.

 

Tilraunir af þessum toga voru gerðar á 18 hundum sem grétu að meðaltali 18% meira þegar þeir komust aftur í fang eigenda sinna. Kunnuglegir einstaklingar sem þó ekki voru eigendur hundanna, vöktu ekki þessi sömu viðbrögð.

Ein af kenningunum sem vísindamennirnir reyna að skýra viðbrögðin með, er sú að hundarnir hrífist tilfinningalega og að þeim hugnist að sýna eigendum sínum það.

 

Fyrir bragðið gerðu vísindamennirnir enn eina tilraun sem fólst í því að setja augndropa með hormóninu oxýtósíni í augu hundanna.

 

Hormón þetta losnar einkum úr læðingi í tengslum við félagslegt samneyti og þegar hundarnir fengu hormónið gefið í augun tóku tárin að streyma niður kinnar þeirra.

BIRT: 27/12/2022

HÖFUNDUR: MIKKEL BJERG

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is