Hættuleg baktería tengd við sérstakan hundamat

Hugaðu að því hvað þú gefur hundinum þínum að éta - ef þú vilt ekki veikjast sjálfur.

BIRT: 03/05/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Það getur verið freistandi að gefa hundinum þínum mat sem er nær því sem finnst í náttúrunni. En vísindamenn hafa nú komist að því að aukin áhætta er á sýklalyfjaónæmum bakteríum  þegar gefið er hráfóður, samanborið við hefðbundið hundafóður.

 

Rannsókn við háskólann í Bristol hefur varpað ljósi á þetta vandamál. Alls tóku 600 fullorðnir hundar og 223 hvolpar þátt í tvíþættri rannsókninni.

 

Eigendur söfnuðu saursýnum hundanna sem síðan voru rannsökuð með tilliti til lífsstílsþátta, upplýsinga eigenda um umhverfi hundanna og tilvist sýklalyfjaónæmra e-coli gerla.

 

Rannsóknin leiddi í ljós að hundarnir sem fengu óunnið kjöt voru með fleiri sýklalyfjaónæmar e-coli bakteríur í hægðum sínum samanborið við hunda sem fengu hefðbundið, þurrkað hundafóður. Og þessir sýklar geta smitast til eigenda sinna.

 

Orsök fjölda sjúkdóma

„E-coli er að finna í þörmum allra dýra og manna. En e-coli er líka orsök margra sjúkdóma, þar á meðal alvarlegra sjúkdóma,“ segir Matthew Avison, prófessor í sameindasýklafræði og meðhöfundur rannsóknarinnar.

 

Rannsakendur hvetja hundaeigendur sem kjósa hráfóður fyrir hunda sína að vera sérstaklega varkára hvað varðar hreinlæti hundsins og förgun afganga.

LESTU EINNIG

No data was found

„Dýr og menn deila bakteríum. Hundaeigendur ættu að viðhalda góðu hreinlæti – og með því að sleppa að gefa hundinum hráfóður stuðlarðu að því,“ segir Kristen Reyher, prófessor í dýralækningum við dýralæknaskólann í Bristol.

 

Rannsóknin sýndi einnig að fyrir hunda í sveit var bakteríuvandamálið en verra. Fyrir hunda í þéttbýli var e-coli hættan mismikil.

BIRT: 03/05/2023

HÖFUNDUR: POUL TVILUM

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is