Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

Afbrýðisemi er ekki einvörðungu eitthvað sem hrjáir okkur mennina. Nýlegar rannsóknir hafa nefnilega leitt í ljós að hundar geta mætavel orðið afbrýðisamir, líkt og marga hefur grunað.

BIRT: 10/06/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Afbrýðisemi er ekki aðeins eitthvað sem hrjáir okkur mennina. Nýleg rannsókn leiddi nefnilega í ljós nokkuð sem hundaeigendur hefur grunað lengi, þ.e. að hundar geta einnig orðið afbrýðisamir.

 

 

Við mannfólkið þekkjum það allt of vel að verða afbrýðisöm. Flest okkar hafa fundið fyrir afbrýðisemi einhvern tímann á lífsleiðinni en á hinn bóginn á þetta ekki við um margar dýrategundir.

 

 

Við erum þó ekki alveg ein á báti, en þess má geta að vísindamenn við Auckland háskóla hafa fundið sönnun fyrir því að hundar geta orðið afbrýðisamir.

 

 

Vísindamannateymið rannsakaði átján hunda og niðurstaðan er ótvíræð: Þegar hundur heldur að eigandinn sé að gæla við hugsanlegan keppinaut sýnir hann greinileg merki um afbrýðisemi.

Ímyndarafl hundsins hleypur með hann í gönur

Tilraun vísindamannanna gekk út á það að búa til aðstæður þar sem hundarnir átján horfðu á eigendur sína eiga í samskiptum við aðra hunda, eða svo héldu hundarnir átján að minnsta kosti.

 

Í raun og veru áttu hundaeigendurnir nefnilega í samskiptum við líkan af hundi, sem leit út fyrir að vera alvöru hundur.

 

Þegar hundaeigendunum hafði verið komið fyrir við hlið hundalíkansins var settur upp tálmi fyrir framan hundana sem voru að fylgjast með.

 

Með þessu móti gátu hundarnir einvörðungu komið auga á efri hlutann af eigandanum en sáu ekki gervihundinn.

 

Þrátt fyrir þetta kipptu hundarnir í ólina þegar þeim virtist eigandinn vera að gæla við gervihundinn.

 

Gerð var samanburðartilraun sem gekk út á það að hundaeigendurnir voru látnir klappa hólk sem klæddur var flísefni.

 

Þegar eigendurnir klöppuðu flíshólkinum kipptu hundarnir ekki nærri því eins fast í ólina, jafnvel ekki þótt gervihundurinn væri jafnframt staðsettur nærri eigandanum.

 

Það var með öðrum orðum bara þegar hundurinn hélt að eigandinn sýndi hugsanlegum keppinaut áhuga sem hann varð árásargjarn og sýndi ummerki um afbrýðisemi.

 

Myndband: Hér má sjá hvernig tilraunin var gerð

Þannig fóru vísindamennirnir við Auckland háskóla að þegar þeir hugðust rannsaka hvort hundar gætu orðið afbrýðisamir. 

BIRT: 10/06/2022

HÖFUNDUR: Morten Møller Bertelsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is