Ert þú sá sem eldar og þrífur á meðan (karlkyns) kærastinn þinn slakar á í sófanum?
Kannski ertu í sambandi við karlabarn. Því já, það er þekkt fyrirbæri.
Fullorðnir karlmenn sem halla sér aftur og láta konuna sjá um húsverkin og tilfinningalega umönnun sem sjaldan er endurgoldin.
Fyrirbærinu er lýst af rannsakendum sem „hlutverkamóðu milli maka og barns“ – og samkvæmt alþjóðlegri rannsókn í Archives of Sexual Behavior hefur það sýnt sig sem þrætumál fyrir báða aðila.
Í rannsókninni komst hópur vísindamanna frá Ástralíu og Kanada að þeirri niðurstöðu að það hafi neikvæð keðjuverkandi áhrif á kynlífið þegar konunni í sambandi finnst hún bera þungar byrðar og ábyrgðina á heimilinu.
Finnst makinn vera aukabarn
Rannsakendur gerðu tvær rannsóknir til að endurspegla tengsl milli kynhvatar kvenna og dreifingu streituvaldandi ábyrgðarverkefna á heimilinu.
Könnunin innihélt svör frá yfir 1.000 konum frá fjölmörgum löndum. Allar bjuggu með karlkyns maka og áttu að minnsta kosti eitt barn undir 12 ára aldri á heimilinu.
Kannski þekkir þú tilfinninguna að vaska upp á meðan kærastinn þinn sleppur við það enn eina ferðina? Ástandið getur verið neikvætt fyrir báða aðila, sýnir rannsóknin.
Konurnar voru beðnar um að meta hvort þær væru sammála nokkrum fullyrðingum eins og: „Stundum finnst mér maki minn vera eins og aukabarn sem ég þarf að sjá um“.
Konurnar voru einnig spurðar um hvernig heimilisverkunum á heimilinu væri skipt og hversu mikla kynhvöt þær hefðu til maka síns.
Svörin drógu upp skýra mynd.
Lítil kynhvöt
Meirihluti kvennanna sem sá um flest ábyrgðarverkefni heimilisins upplifðu maka sinn sem „háðan“ hjálp konunnar – tilfinning sem jafna má við það sem konan upplifir gagnvart barninu sínu.
Kannski var svo ekki mikil furða að tilfinningin að vera með „háðan maka“ tengdist minni kynhvöt hjá konunni.
Niðurstöðurnar virðast þá benda sem sagt til þess að kynlöngun sé minna til staðar þegar þér líður eins og móðir maka þíns.
Að sögn rannsakenda þarf þó frekari rannsóknir á þessu fyrirbæri til að hægt sé að ákvarða þessi tengsl með öruggum hætti.
Rannsóknin skoðaði eingöngu sambönd karls og konu. Því er ekki vitað hvort fyrirbærið á sér stað í sama mæli milli einstaklinga af sama kyni.