Konur finna fyrir meiri sársauka en karlar

Verkjastillandi kynhormón og lélegt minni dregur úr næmni karla fyrir sársauka. Svo geta karlmenn líka glaðst yfir því að þurfa bara að kljást við spark í punginn.

BIRT: 10/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

FÆÐING EÐA HÖGG

Eistun eru þakin miklum fjölda taugafrumna sem eru næmar á sársauka en eru af þeirri gerð sem finnst annars bara í innri líffærum. Taugafrumurnar eru afar næmar og hafa m.a. tengingu við þá stöð heilans sem kallar fram uppköst.

 

Spark í punginn getur þannig orsakað ógleði, aukinn blóðþrýsting og púls og stundum sprettur sviti fram á enninu.

 

Engin spurning: Fæðingin er mun sársaukafyllri.

 

Sambærilegar taugafrumur eru einnig fjölmargar í fæðingarvegi kvenna.

 

Við fæðingu þenjast göngin mikið út og konan upplifir sársauka af sömu gerð og karlar þegar sparkað er í pung þeirra. En meðan sparkið stendur skamma stund varir fæðing að meðaltali í átta tíma.

 

Auk þess veldur fæðingin spennu og álagi á vöðva sem veldur frekari staðbundnum sársauka.

 

Fæðingin hefur þó þann kost að hún endar með nýju lífi, meðan spark í punginn getur eyðilagt líkur á hinu sama.

 

SÁRSAUKAÞRÖSKULDUR

Tilraunir afhjúpa kynjamun

 

Fjölmargar tilraunir sýna að konur eru næmari fyrir sársauka en karlar. Konur hafa þannig lægri sársaukaþröskuld en karlar. 

 

Á myndinni hér að neðan hafa vísindamenn tekið saman hver sársaukamörk karla og kvenna eru miðað við meðaltalið. Þegar kemur að hita, kulda og þrýstingi á bak og andlit, þarf venjulega minna til áður en kona finnur til sársauka.

 

Skýringarmyndin sýnir muninn á sársaukamörkum karla og kvenna. Y-ásinn sýnir möguleg sársaukafull áhrif: hiti, kuldi og þrýstingur á bak- og andlitsvöðva. X-ásinn sýnir frávikið frá meðalsársaukaþröskuldi. Hér hafa karlar alls staðar há sársaukamörk og konur lág, þ.e. karlar eru ekki eins viðkvæmir fyrir sársauka og konur.  Heimild: E.J Bartley og R.B. Fillingim, 2013

 

Sumir vísindamenn vilja meina að munurinn á sársaukamörkum kynjanna tveggja sé fyrst og fremst fólgin í þjóðfélagsgerð og menningu okkar. Hugmyndirnar eru  að karlar séu harðgerari og þess vegna eru karlar ólíklegri til að viðurkenna ef þeir finna fyrir sársauka.

 

En munurinn á sársaukamörkum getur einnig stafað eingöngu af líffræðilegum þáttum – og vísindamennirnir hafa þrjár tillögur um hvaða þættir hafa áhrif.

 

Þrjú atrðið geta valdið því að karlar og konur finna fyrir sársauka á mismunandi hátt:

 

1. Heilinn magnar upp veik boð 

Tilraunir á dýrum benda til að taugaendar kvendýra séu ekki eins næmir fyrir sársauka og karldýranna. Engu að síður finnur kvendýrið – þar á meðal konur – fyrir meiri sársauka. Vísindamenn telja því að heili kvendýra magni upp sársaukaboð svo þau yfirgnæfa boðin sem karldýrin finna fyrir. 

 

2. Testósterón mildar sársauka

Sársaukastöðvar í heilanum hafa viðtaka sem kynhormón geta tengst. Þannig geta hormónin verkað á sársaukatilfinningu okkar. Kvenkynhormónarnir estrógen og prógesterón geta bæði mildað og magnað sársaukann, meðan karlkynshormónið testósterón mildar nánast ætíð sársaukann. 

 

3. Gott minni styrkir sársaukann 

Vísindamenn telja að tíðarhringurinn gefi konum betri hugmynd um hvað er að gerast í líkama þeirra – og þannig taki þær betur eftir óþægilegum áhrifum. Konur muna einnig betur eftir fyrri sársauka en karlar og bregðast því harðar við sársaukanum.

BIRT: 10/03/2023

HÖFUNDUR: ULLA EDELBO RAASCHOU

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock & Malene Vinther

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is