Öldrun er eðlilegur hluti æviskeiðsins
Margir karlmenn þurfa að sjá á bak höfuðhárum og í sumum tilvikum gefa hnén sig en það kemur líka fyrir að svo margar frumur verða án Y-karllitningsins í erfðamenginu að það getur stytt ævina.
Rannsóknir hafa sýnt að skortur Y-litnings í hvítum blóðkornum getur aukið hættu á krabbameini.
Og nú sýnir ný rannsókn frá læknadeild Virginia-háskóla í BNA að hjartavefurinn getur harðnað vegna sívaxandi skorts á Y-litningi í frumum.
Læknar hafa nefnt fyrirbrigðið hjartahersli (cardiac fibrosis) og það getur valdið hjartaflökti eða hjartastoppi.
Grunnur: Y-litningur glatast
- Þegar aldurinn færist yfir getur vaxandi fjöldi hvítra blóðkorna orðið án Y-litnings eða karlkyns-litningsins.
- Y-litninginn tekur oft að vanta í þau hvítu blóðkorn sem framleidd eru í mænunni.
- Samkvæmt rannsókninni glata um 40% karlmanna yfir sjötugu Y-litningnum í hvítum blóðkornum að einhverjum hluta.
- 57% karla yfir 93 ára aldri glata Y-litningnum að einhverjum hluta.
- Í verstu tilvikum getur Y-litninginn vantað í 80% hvítra blóðkorna.
Hvít blóðkorn glata Y-litningi
Það er einkum í hvítu blóðkornunum sem Y-litninginn tekur að vanta. Hlutverk hvítu blóðkornanna er að vernda líkamann fyrir bakteríu- og veirusýkingum.
Ný blóðkorn eru stöðugt framleidd í mænunni og því berast ný hvít blóðkorn út í blóðrásina jafnóðum og hin eldri deyja.
Þar eð hvítu blóðkornin verða til í mænunni er það erfðamengi mænunnar sem ákvarðar hvort Y-litningur skuli vera á nýjum hvítum blóðkornum.
Tilraunir á músum
Rannsóknin náði til 75 músa og í 38 þeirra var grædd CRISPr-genabreytt mæna sem í vantaði Y-litninginn.
Hinar mýsnar mynduðu samanburðarhóp og í þær var líka grædd mæna. Í því tilviki var þó Y-litningurinn með og mænan hélt því áfram að framleiða frumur með þessum karl-litningi.

Samkvæmt rannsókn frá 2021 eru meira en 111 milljón mýs og rottur notaðar í rannsóknum á ári hverju bara í Bandaríkjunum.
Rannsóknin stóð yfir í tvö ár og vísindamennirnir gátu séð að þær mýs sem mynduðu hvít blóðkorn án Y-litnings, mynduðu meiri örvef í hjartanu.
Í samanburðarhópnum lifðu 60% músanna í samanburðarhópnum eftir 600 daga en svo lengi lifðu aðeins 40% þeirra músa sem skorti Y-litninginn.
Kom heim og saman við greiningu á 15.000 karlmönnum
Í tengslum við þessa tveggja ára músatilraun gerðu vísindamennirnir einnig greiningar á gögnum frá 15.000 karlmönnum, fengnum úr gagnagrunninum UK Biobank.
Í ljós kom að karlar sem glatað höfðu Y-litningnum í 40% hvítra blóðkorna voru í 31% meiri hættu á að deyja úr blóðrásartengdum sjúkdómum en þeir karlar sem höfðu hærra hlutfall hvítra blóðkorna með Y-litningi.