Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Stór rannsókn sýnir að aukakílóin milli þrítugs og fimmtugs stafa ekki af hægari efnaskiptum. Efnaskiptin haldast stöðug alveg til sextugs.

BIRT: 04/09/2022

Ef þér finnst beltið styttast og buxurnar þrengjast eftir þrítugt, þarftu nú að leita að annarri skýringu en hækkandi aldri.

 

Stór bandarísk rannsókn frá árinu 2021 sýnir nefnilega að öfugt við það sem álitið hefur verið, hægir ekki á efnaskiptunum eftir þrítugt. Þvert á móti brennir líkaminn nokkurn veginn jafn miklu alveg til sextugs.

 

Vísindamenn geta enn ekki með neinni vissu sagt til um ástæðu þess að það tekur að hægja á efnaskiptunum um sextugt en þeir gera ráð fyrir að skýringuna sé að finna í minnkandi magni kynhormóna.

 

Mestur hraði í byrjun

Alls tóku meira en 6.600 manns þátt í rannsókninni og aldursbilið var frá einni viku upp í 95 ár. Fylgst var með efnaskiptunum með rannsóknum sérstakra þvagsýna um árabil.

 

Smáfólkið reyndist hafa hröðustu efnaskiptin samkvæmt niðurstöðunum. Kornabörn nota 50% meiri orku og efnaskiptin eru hraðari sem því munar en hjá fullorðnu fólki, að líkindum vegna þess að börn þurfa að eyða mikilli orku í að vaxa.

LESTU EINNIG

Fram að 20 ára aldri hægist á efnaskiptunum um svo sem 3% á ári en svo ná þau stöðugleika.

 

Fyrstu 40 fullorðinsárin – frá 20 til 60 ára – breytist hraði efnaskiptanna ekki að neinu ráði. Fyrir þá sem bæta á sig þyngd milli þrítugs og fertugs – sem gildir um marga – eru þetta slæmar fréttir. Aldurinn er sem sé engin afsökun, þótt vísindamenn hafi lengi verið þeirrar skoðunar.

 

Eftir sextugt tekur hins vegar að hægja á efnaskiptunum en þó ekki nema um svo sem 0,7% á ári.

 

Líkamsrækt rífur ekki efnaskiptin upp

Þessi nýja rannsókn er sú stærsta og nákvæmasta sinnar gerðar og þótt niðurstöðurnar hafi komið vísindamönnum á óvart, er ekki annað að sjá en þær séu réttar.

 

Vísindamennirnir gáfu þátttakendum svokallað tvímerkt vatn sem í voru ákveðin ísótóp bæði vetnis (2H) og súrefnis (180).

Vísindamennirnir segja skýringuna á aukakílóunum eftir þrítugt einfaldlega þá að við borðum meira en við brennum – ekki að brennslan minnki vegna hægari og „eldri“ efnaskipta.

Vísindamennirnir gátu síðan séð það í þvagsýnunum hversu hratt eða hægt líkaminn skilaði þessum tilteknu ísótópum frá sér aftur – og um leið hversu hröð efnaskiptin voru.

 

Niðurstöðurnar voru leiðréttar fyrir sjúkdómum, vöðvamassa og líkamlegri virkni. Og aukaþjálfun virðist ekki hraða efnaskiptunum. Mjög virkir þátttakendur höfðu bara hlutfallslega sama efnaskiptahraða og allir aðrir.

 

Dapurlegri hormónabúskapur skapar mjúkan maga

Vísindamönnunum er enn ekki ljóst hvers vegna aldurinn hægir á efnaskiptunum á þann hátt sem niðurstöðurnar segja til um.

 

Líklegust þykir sú kenning að ástæðan sé minnkað hormónamagn um sextugt, einkum minna af kynhormónum. Flestar konur eru komnar af breytingaskeiðinu og þótt karlar verði ekki fyrir jafn hastarlegri breytingu minnkar magn kynhormóna hjá þeim líka á þessum aldri.

 

Nýlegar rannsóknir sýna að hormón hafa áhrif á vinnuhraða frumna og því getur minnkað magn hormóna ráðið því að frumurnar framleiði orku hægar og þar með dregið úr hraða efnaskipta líkamans.

 

Vísindamennirnir benda líka á að ytri aðstæður geti skipt máli, t.d. hversu vel fólk sefur, þar eð það hefur áhrif á framleiðslu líkamans á streituhormónum.

 

Þessi rannsókn getur hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig og hvers vegna líkaminn eldist og hvað vísindin kynnu að geta gert til að vinna gegn tímans tönn.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

Shutterstock,

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

5

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

6

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

3

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

6

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Í spænsku borgarastyrjöldinni lifði hermaður nokkur það af, líkt og fyrir kraftaverk, að fá byssukúlu gegnum heilann. Eftir þetta gat hermaðurinn lesið dagblöðin á hvolfi. Atburðurinn veitti vísindamönnum nýja innsýn í starfsemi heilans.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is