Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Hvað á sér stað í líkamanum þegar við finnur fyrir ofnæmisviðbrögðum sem hugsanlega gætu reynst okkur hættuleg? Er ofnæmi arfgengt?

BIRT: 07/06/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Ofnæmi stafar af ruglingi í ónæmiskerfinu sem bregst harkalega við efnum sem að öllu jöfnu koma ekki að sök, t.d. frjókornum, gæludýrafeldi, rykmaurum, skordýrabiti og tilteknum fæðutegundum.

 

Efni þessi nefnast ofnæmisvaldar og hafa í för með sér hefðbundin ofnæmisviðbrögð í líkingu við heymæði, kláða og astma.

 

Í slæmum tilvikum geta ofnæmisviðbrögð leitt af sér lífshættuleg bráðaofnæmisviðbrögð sem geta haft í för með sér öndunarerfiðleika og lækkaðan blóðþrýsting og getur orsakað yfirlið eða jafnvel dregið fólk til dauða.

 

Histamín veldur því að lungun dragast saman

Einkennin gera vart við sig sökum þess að líkaminn framleiðir mótefnið ónæmisglóbúlín E, sem ber kennsl á ofnæmisvaldana.

 

Þegar mótefnið binst ofnæmisvaldi, t.d. frjókorni, berast mastfrumum ónæmiskerfisins boð þar að lútandi og þær fara að framleiða boðefnið histamín.

 

Boðefnið á í tjáskiptum við m.a. taugar og vöðva og histamínið getur sent vöðvum í lungum boð um að draga sig saman, sem leitt getur af sér ofnæmiseinkenni í líkingu við astma eða jafnvel bráðaofnæmi.

 

Andhistamín dregur úr ofnæmiseinkennum með því að koma í veg fyrir áhrif histamíns sem er framleitt í líkamanum og eru andhistamín-lyf mest notuðu ofnæmislyfin.

Ofurnæmt ónæmiskerfi kann að ganga í erfðir. Rannsóknir hafa leitt í ljós að börnum foreldra, sem bæði eru með ofnæmi, er 50-80% hættara við að þróa með sér kvillann en öðrum.

 

Sé einungis annað foreldrið með ofnæmi eykst hættan sem nemur 30-50%, en sé um að ræða barn sem á engin náin skyldmenni með ofnæmi er aðeins 12% hætta á að það fái ofnæmi.

Alls er 12 prósent hætta á að barn fái ofnæmi ef hvorugt foreldranna er með ofnæmi.

BIRT: 07/06/2022

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is