Heilsa

5 undraverð sannleikskorn um lyfleysu

Læknar beita fölsuðum skurðaðgerðum, sprauta vatni í sjúklinga og gefa þeim sykurtöflur í því skyni að færa sönnur á svokölluð lyfleysuáhrif. Fyrirbæri þetta getur á undraverðan hátt læknað alvarlega sjúkdóma án þess að nokkur lyf komi þar við sögu.

BIRT: 23/03/2023

1. Lyfleysa getur verið í sprautum, töflum eða vatni

Vísindamenn nota lyfleysu til að mæla það sem þeir kalla hrein meðferðaráhrif en með því er átt við viðbrögð sjúklinga við því einu að vera í meðhöndlun.

 

Í lyfjatilraunum nota vísindamenn m.a. lyfleysutöflur sem innihalda engin virk efni og láta helming tilraunaþátttakenda taka þær inn. Gabbtöflur þessar innihalda yfirleitt aðeins kalk eða sykur.

 

Lyfleysuefni kunna jafnframt að vera innihaldslausir drykkir, sprautur með vatni í, einfaldir áburðir eða krem. Sameiginlegt fyrir alla lyfleysumeðferð er að hún inniheldur ekki það efni sem ætlað er að ráðast á orsök sjúkdómsins sem um ræðir.

 

2. Lyfleysa gerir gagn, jafnvel þegar við vitum um hana

Lyfleysa er mikilvæg aðferð fyrir vísindamenn að beita þegar þeir hyggjast sanna hvort tiltekið lyf geri gagn eður ei. Að jafnaði er þátttakendum skipt í tvo hópa, þar sem annar hópurinn fær lyfið og hinn einungis svokallaða lyfleysu.

 

Stundum er sjúklingunum meira að segja sagt að þeir séu að taka inn töflur sem engin lyf innihalda og jafnvel í slíkum tilvikum hefur lyfleysuáhrifa orðið vart.

 

Í rannsókn einni voru bornar saman tilraunir með svokallaða opna lyfleysumeðferð, þar sem 260 sjúklingum sem þjáðust m.a. af ristilbólgu, þunglyndi, bakverkjum og ofnæmi, fór að líða betur eftir að þeir höfðu tekið inn lyfleysu, þó svo að þeir væru þess meðvitaðir að þeir væru ekki að taka inn lyf.

 

3. Læknar framkvæma lyfleysuaðgerðir

Þetta hljómar eins og lygasaga en læknar hafa sem sé gert gabbaðgerðir á sjúklingum þegar þeir hyggjast útiloka lyfleysuáhrif. Þegar lyfleysuaðgerð er gerð skera skurðlæknar sjúklinginn jafnvel upp, líkt og um hefðbundna skurðaðgerð væri að ræða en sleppa reyndar mikilvægasta skurðinum.

 

Sem dæmi hafa vísindamenn gert tilraunir með að bora algerlega óþörf göt á höfuðkúpu sjúklinga sem þjást af parkinsonsveiki. Tilgangurinn var að kanna hvort unnt væri að meðhöndla heilasjúkdóm þennan með því að græða nýjar taugafrumur inn í heilann en um var að ræða meðferð sem læknar á sínum tíma bundu miklar vonir við.

 

Gabbaðgerðirnar ollu því að allar frekari aðgerðir af þessari gerð voru stöðvaðar því í ljós kom að sjúklingar sem göt voru boruð í höfuðið á, náðu jafnskjótum bata og þeir sem fengu ígræddar nýjar frumur í heilann.

 

4. Gabbtöflur geta lækkað blóðþrýsting

Sannað hefur verið að lyfleysuáhrif geta breytt ýmiss konar starfsemi líkamans. Sjúklingar hafa t.d. fundið fyrir því að falslyf hafa gagnast gegn hjartasjúkdómum og astma, auk þess að lina sára verki.

 

Skýringin kann að felast í því að væntingin um betri líðan geti haft líkamleg áhrif og valdið mælanlegum breytingum á blóðþrýstingi og hjartslætti. Þessi kvalastillandi áhrif hafa sumir vísindamenn skýrt á þann veg að við framleiðum meira magn af endorfíni sem eru eins konar verkjastillandi hormónar, þegar okkur finnst okkur líða betur.

 

Í tilteknum tilraunum hefur sams konar lyfleysumeðhöndlun haft þau áhrif á hluta sjúklinga að hjartsláttur þeirra jókst og blóðþrýstingur hækkaði en aðrir sjúklingar fundu algerlega öndverð áhrif, því þeim hafði verið tjáð að töflurnar hefðu slævandi áhrif.

 

5. Lyfleysuáhrifin enn hulin ráðgáta

 

Vísindamennirnir skilja enn sem komið er engan veginn hvernig innihaldslausar töflur geta gert gagn en þó hafa komið fram ýmsar tilgátur um lyfleysuáhrifin.

 

Ein tilgátan er sú að þegar sjúklingur fær væntingar um áhrif lyfs sem hann á að taka, breyti hann ómeðvitað atferli sínu með þeim afleiðingum að réttu áhrifin fáist.

 

Aðrir eru þeirrar skoðunar að áhrifin í raun og veru séu til marks um að sjúklingar vilji gleðja lækna sína og segi fyrir vikið ósatt til um líðanina og láti eins og sér líði betur.

 

 Hugmyndabankinn TED-Ed hefur látið útbúa myndefni sem sýnir sögu lyfleysuáhrifanna

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Rikke Jeppesen

Shutterstock

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Vinsælast

1

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

4

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

6

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

1

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

4

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Er sólarvarnarkrem eina leiðin til að verjast geislum sólar eða eru til matvörur með sólarvörn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is