Maðurinn

Sykur er jafn eitraður og eiturlyf

Skjannahvítir kristallarnir líta sakleysislega út og bragðið er skelfilega gott. En ef marka má marga vísindamenn er sykur eiturefni á borð við vímuefni: Neytandinn verður háður efninu og fær fráhvarfseinkenni þegar efnið klárast og efnið eitrar líkamann hægt en örugglega.

BIRT: 15/06/2022

Á heimsvísu neytum við 172 milljón tonna af sykri ár hvert.

 

Magnið samsvarar því að allir jarðarbúar innbyrði tæplega hálft kíló af sykri á viku.

 

Við vesturlandabúar neytum meira magn sykurs en aðrir jarðarbúar. Í Bandaríkjunum nemur sykur í gosdrykkjum, sælgæti og kökum um 20 hundraðshlutum af daglegri hitaeininganeyslu, þ.e. 445 kílókaloríum á hvern íbúa á dag.

 

Nú vilja vísindamenn komast að raun um hvers vegna þessi neysluaukning hefur orðið.

 

Margt bendir til þess að við verðum sólgin í sykur og myndum eins konar fíkn í hann. Sykurinn er líka á góðri leið með að eyðileggja heilsu okkar.

 

Sykur var framandlegt krydd

Sykur er í dag eðlilegur hluti af daglegri fæðu okkar og það hljómar undarlega að þessir hvítu kristallar geti reynst okkur skaðlegir.

 

Skýringin er sú að sykur er engan veginn náttúruleg fæðutegund fyrir manninn, þrátt fyrir að við neytum hans í miklum mæli.

 

Þar til fyrir um tvö þúsund árum fékk maðurinn aðeins sykur þegar hann neytti ávaxta, berja eða hunangs og þessar fæðutegundir voru ekki til í neinu verulegu magni.

 

Á kaldari svæðum jarðarinnar voru sætindi úr forðabúri náttúrunnar aðeins fáanleg í örfáa mánuði á ári. Fyrir á að giska 1.500 árum var svo farið að rækta sykurreyr og framleiða hreinan sykur.

 

Fyrst í stað bætti fyrirfólk sykri í fæðuna líkt og framandlegu kryddi en seinna meir varð sykur síðan mikilvægur hluti af daglegri fæðu okkar.

 

Venjulegur hvítur sykur, líkt og við sáldrum yfir hafragrautinn, kallast á fagmáli súkrósi. Hann felur í sér eina sameind af glúkósa og aðra af einsykru sem bindast hvor annarri.

 

Sameindirnar tvær búa yfir ólíkum eiginleikum sem gerir það að verkum að súkrósi hegðar sér dálítið eins og dr. Jekyll og mr. Hyde. Líkt og hinn virðulegi dr. Jekyll, skiptir glúkósi verulegu máli fyrir fæðuna og er algerlega ómissandi næringarefni.

 

Glúkósi, sem einnig gengur undir heitinu þrúgusykur, fyrirfinnst einkum í formi sterkju í kartöflum, brauði, pasta og hrísgrjónum.

 

Líkamar okkar hafa vanist því að vinna úr glúkósa í mörg hundruð þúsund ár og þó svo að rétt sé að neyta hans í hóflegu magni þurfum við ekki að hafa áhyggjur af þessari tegund sykurs.

 

Þó svo að þessar einföldu sykurtegundir líkist hvor annarri hvað efnasamsetningu áhrærir, þá skilur leiðir þeirra um leið og sykursameindin kemur niður í þarmana þar sem hún klofnar.

 

Glúkósi berst með blóðinu til allra frumna líkamans þar sem hann er notaður sem eldsneyti, svo og til lifrarinnar og vöðvanna, þar sem hann safnast fyrir sem orkuforði til síðari nota.

 

Ávaxtasykur breytist í fitu

Öðru máli gegnir með mr. Hyde sykursins, þ.e. frúktósa sem einnig kallast ávaxtasykur.

 

Frúktósi fyrirfinnst aðeins í takmörkuðu magni í náttúrulegri fæðu okkar og líkaminn bregst öðruvísi við honum en glúkósa.

 

Einungis lifrin getur unnið úr þessum skuggalega mr. Hyde sykursins og þar breytist frúktósi í fitu, líkt og við á um áfengi.

 

Fitan getur safnast fyrir í lifrinni og leitt af sér fitulifur en hún kann einnig að berast áfram með blóðinu og breytast í kólesteról og auka þannig hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum, ellegar þá safnast fyrir sem fita á innri líffærum.

 

Tilraunir gefa til kynna að sykur hafi einnig óbein áhrif á þyngdaraukningu með því að auka matarlyst okkar gríðarlega. Og ekki nóg með það.

 

Tilraunir með rottur hafa leitt í ljós að dýrin verði háð sykri og fái fráhvarfseinkenni þegar þeim bjóðast ekki lengur sykraðir drykkir.

 

Sykur ætti að banna börnum

Sykur og þó einkum og sér í lagi skuggalegi hlutinn af honum, frúktósinn, er engan veginn eins saklaus og hann í fljótu bragði virðist vera. Ýmsir vísindamenn leggja því til að við takmörkum aðgengi að sykri.

 

Forsprakki þeirrar hreyfingar, læknirinn Robert Lustig við Kaliforníuháskóla í San Francisco, gerir það þess vegna að tillögu sinni að við nýtum okkur reynsluna úr baráttunni við áfengismisnotkun og flokkum sykur á sama hátt og áfengi og tóbak.

 

Börnum ætti ekki að leyfast að kaupa gosdrykki eða sælgæti og sætindi ætti ekki að selja í námunda við skóla.

 

Tillagan á sennilega ekki eftir að öðlast miklar vinsældir því við mannfólkið höfum vanið okkur á allt of mikla sykurneyslu og gera má ráð fyrir reiðilegum grettum margra ef þeir ættu að takmarka við sig sykur.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Gorm Palmgren

Shutterstock

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.