Maðurinn

Sannleikurinn um sykur

Sykur umbunar heilanum en þó er engin hætta á að sykurlöngunin geri okkur háð sykri. Á hinn bóginn er full ástæða til að gæta þess að sykurát leiði ekki af sér óheilbrigðan lífsmáta.

BIRT: 15/06/2022

Þess vegna ættir þú að vita sannleikann um sykur

Sykur hefur verið sakaður um of mikið og fyrir vikið hafa margar mýtur komið fram eins og:

 

Sykur er meira ávanabindandi en fíkniefni.

 

Ávaxtasykur fitar alveg eins og venjulegur sykur.

 

Sykur leiðir af sér sykursýki.

 

En hvað er rangt og hvað ekki? Við svörum þessu hér.

SYKUR ER MEIRA VANABINDANDI EN EITURLYF - NEI

Ástæðan er fólgin í hitaeiningaþéttninni. Ekki sykur.

 

Þetta segja að minnsta kosti vísindamenn við Maastricht háskólann í Hollandi sem hafa kannað þann eiginleika fæðutegunda að framkalla það sem líkist fíkn í mönnum.

 

Alls 95% þeirra 1.500 einstaklinga sem þátt tóku í rannsókninni fundu fyrir minnst einu einkenni matarfíknar, t.d. ofáti eða því að fólk kaus að borða umfram það að leggja stund á félagslegt samneyti en þetta tengdist sjaldnast sykri.

 

Alls 30% upplifðu vanda tengdan söltum, feitum mat en 25% fundu fyrir fíkn í sæta og fituríka fæðu. Sykurrík fæða sem fól í sér litla fitu, olli hins vegar einungis vanda meðal fimm prósenta þátttakendanna.

Sykur sendir sælutilfinningu út í frumurnar

Bæði sykur og kókaín leysa úr læðingi dópamín sem verðlaunar frumurnar, en ólíkt kókaíni eru áhrif sykurs mun minni og tryggir að dópamínið nái jafnvægi aftur.

Þrjár heilastöðvar að störfum

Verðlaunabraut heilans ber ábyrgð á því að kynlíf, matur og félagslegt samneyti færir okkur vellíðan. Kerfi þetta samanstendur af undirslæðunni, safnkjarnanum og forennisberki.

Matur leysir úr læðingi dópamín

Matur gerir það að verkum að taugafrumur í undirslæðunni leysa úr læðingi dópamín sem sendir boð um vellíðan og umbun áfram í kerfinu. Mikið magn dópamíns berst til baka til taugafrumnanna, m.a. þegar við hættum að borða.

Kókaín heftir brautirnar

Kókaín kemur í veg fyrir að dópamín streymi til baka með því að hefta flutningsbrautirnar en um er að ræða brautir sem að öllu jöfnu taka aftur upp dópamín. Fyrir bragðið verður mikil þéttni í dópamíninu, víman verður mikil og hamingjutilfinning fæst.

Sú tilgáta að sykur væri meira vanabindandi en kókaín fékk byr undir báða vængi eftir tilraun eina sem gerð var með rottur.

 

Þessi tilraun var gerð við háskólann í Bordeaux í Frakklandi og leiddi hún í ljós að nagdýrin kusu frekar reyrsykur en kókaín. Mjög margir vísindamenn hika engu að síður við að flokka sykur með kókaíni, ekki hvað síst sökum þess að eiturlyfjaneytendur fá mjög slæm fráhvarfseinkenni þegar þeir fara í afvötnun.

 

Þetta á ekki við um fólk sem hættir að neyta sykurs.

 

Þess má einnig geta að rotturnar í tilrauninni fengu hreinan sykur en slíkt á sjaldnast við um fólk og þetta kann að hafa haft áhrif á virkni sykursins, m.a. vegna þess að hitaeiningaþéttnin verður miklu meiri þegar sykurs er neytt í hreinu formi.

ÁVAXTASYKUR ER JAFN FITANDI OG VENJULEGUR SYKUR - NEI

Vísindamenn birtu rannsókn í breska tímaritinu The Journal of Nutrition sem gekk út á það hvort okkur bæri að forðast ávexti sökum sykurmagnsins í þeim.

 

Fylgst var með þyngd og matarvenjum rösklega 18.000 kvenna í 16 ár og niðurstöðurnar leiddu í ljós að ávaxtaát minnkaði hættuna á offitu og þyngdaraukningu sem nam 13 hundraðshlutum.

 

Sykri í ávöxtum fylgja trefjar, vatn, andoxunarefni og önnur næringarefni sem hafa áhrif á meltinguna. Í ávöxtum eru tiltölulega mikil mettunaráhrif á hverja hitaeiningu en afurðir sem innihalda mikið magn af viðbættum sykri seðja á hinn bóginn slælegar og gera það að verkum að við borðum meira.

Hreinn sykur
  • Lítil mettunaráhrif
  • Engin næringaráhrif
  • Auðvelt er að borða ofgnótt af viðbættum sykri
Sykur í ávöxtum
  • Seður vel
  • Felur í sér vítamín og steinefni
  • Inniheldur trefjar sem tryggja hægari upptöku sykursins

Þá benda rannsóknir jafnframt til þess að trefjar og andoxunarefni í ávöxtum ýti undir jákvæða þarmaflóru sem felur í sér gerla sem hafa víxlverkandi áhrif á efnaskiptin og geta gagnast okkur við að halda líkamsþyngdinni í skefjum.

SÆT FÆÐA LEIÐIR AF SÉR SYKURSÝKI - SUMPART NEI

Hár líkamsþyngdarstuðull, hár blóðþrýstingur, mikið kólesterólmagn og fjölskyldusaga um sykursýki auka hættuna á sykursýki.

Í rannsókn einni sem gerð var á árinu 2017, þar sem safnað var saman vitneskju úr fyrri rannsóknum, kom í ljós að engin sýnileg vensl væru á milli sykurneyslu annars vegar og sykursýki hins vegar, þó svo að sykurneysla geti haft óbein áhrif á þróun áunninnar sykursýki.

 

Sykursýki veikir getu líkamans til að framleiða insúlín og að hafa hemil á blóðsykrinum og þetta leiðir oft af sér of háan blóðsykur. Sykursýki er einkar flókið fyrirbæri og þó svo að sykur kunni að eiga hluta af vandanum stafar of hár blóðsykur ekki endilega af of miklu sykurmagni í fæðunni.

 

Sökudólgurinn er fyrst og fremst óheilbrigðir lifnaðarhættir en sem dæmi má nefna að þeim sem eru með fjölskyldusögu um sykursýki tekst oft að halda sjúkdóminum í skefjum með því að leggja stund á heilsusamlegt líferni og að forðast neyslu aukalegra hitaeininga sem safnast fyrir sem fita.

Sykurríkir ávextir geta beinlínis minnkað hættuna á sykursýki

Í einni rannsókninni kom fram að sykurbættir drykkir auka hættuna á sykursýki um allt að 30 af hundraði en vísindamennirnir veittu því athygli að hættan minnkaði til muna þegar líkamsþyngdarstuðullinn var tekinn til greina og þetta styður einmitt tilgátuna um að það séu öðru fremur offita og ofþyngd sem eigi sök á sykursýki, umfram sjálfan sykurinn.

 

Kínversk rannsókn leiddi enn fremur í ljós að sykurríkir ávextir gætu beinlínis minnkað hættuna á sykursýki. Fylgst var grannt með hálfri milljón einstaklinga yfir sjö ára tímabil og rannsóknin leiddi í ljós að dagleg neysla ávaxta hafði í för með sér 12 prósent minni hættu á sykursýki.

 

Þátttakendum tilraunarinnar sem voru með sykursýki í upphafi tilraunarinnar, var jafnframt 13-28% síður hætt við að þróa með sér ýmsa sykursýkistengda kvilla ef þeir snæddu ávexti minnst þrisvar í viku.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

Shutterstock,© Ken Ikeda Madsen/Shutterstock,

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

4

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is