Fiturík fæða á meðgöngu leiðir af sér taugaóstyrk börn

Heilar barna þroskast öðruvísi en ella ef mæðurnar hafa lifað á fituríkri fæðu á meðgöngunni. Börnunum hættir þá frekar til að þjást af kvíða og þunglyndi síðar meir á lífsleiðinni.

BIRT: 23/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Börn mæðra í ofþyngd eiga á hættu að þjást af ýmsum geðrænum kvillum seinna á lífsleiðinni, ef marka má áhorfsrannsóknir.

 

Nú sýnir fyrsta líffræðirannsóknin sem gerð hefur verið á öpum að matarvenjur móður hafa að öllum líkindum mikil áhrif á taugaþroska barnsins.

 

Vísindamennirnir skiptu 65 þunguðum rhesusöpum í tvo hópa og lifði annar hópurinn á hefðbundinni fæðu en hinn á sérlega feitri apafæðu.

 

Þunguðu apynjurnar eignuðust 135 afkvæmi og fylgdust vísindamennirnir með kvíðatengdri hegðun þeirra, svo og ummerkjum um streitu í blóði þeirra og feldi.

 

Þegar afkvæmin voru orðin 13 mánaða rannsökuðu vísindamennirnir heila þeirra til að bera saman líkamsþroskann.

 

Heilinn þroskaðist á annan hátt

Greinilegar vísbendingar voru um að afkvæmi þeirra mæðra sem lifað höfðu á feitri fæðu á meðgöngu væru taugaóstyrkari en aparnir í samanburðarhópnum.

 

Heilar umræddra afkvæma höfðu minni stjórn á serótóníni, boðefni sem þekkt er fyrir að hafa áhrif á kvíða og depurð.

 

Þó svo að aparnir fengju hefðbundna, ófeita fæðu þegar þeir sjálfir fóru að éta, virtist það engin áhrif hafa á þá heilaforritun sem átt hafði sér stað í móðurkviði.

 

Vísindamennirnir draga fyrir vikið þá ályktun að fæðan á meðgöngu skipti sköpum fyrir andlega líðan síðar meir á lífsleiðinni.

 

Þó skal borða fitu á meðgöngu

Það að forðast feita fæðu táknar ekki að þungaðar konur eigi alfarið að forðast fitu.

 

Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að tiltekin fituefni, á borð við ómega 3, séu mikilvæg fyrir þroska fósturs. Óléttar konur skyldu því eftir sem áður fylgja ráðleggingum lækna um fæðuval á meðgöngu.

BIRT: 23/04/2023

HÖFUNDUR: BERIT VIUF

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is