Börnum er skaðlaust að eiga ímyndaða vini

Fullorðnir sem heyra raddir og tala við ímyndaða vini þjást yfirleitt af alvarlegum geðrænum kvilla. Þegar hins vegar börn heyra raddir og rabba við ósýnilega vini er engin ástæða til að örvænta, segja sálfræðingar.

BIRT: 04/09/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Fullorðnir sem heyra raddir og tala við ímyndaða vini þjást yfirleitt af alvarlegum geðrænum kvilla. Þegar hins vegar börn heyra raddir og rabba við ósýnilega vini er engin ástæða til að örvænta, segja sálfræðingar.

 

Börn sem eiga svokallaða „ósýnilega vini“ eru aftur á móti oft mjög skapandi og þau þrífast einkar vel félagslega, ef marka má tvo sálfræðinga sem stóðu fyrir breskri og ástralskri rannsókn.

 

Þriðja rannsóknin, einnig bresk, leiddi í ljós áþekkar niðurstöður og sálfræðingarnir við háskólann í Durham eru þeirrar skoðunar að ósýnilegu vinirnir séu ofur eðlilegur hluti af daglegu lífi lítilla barna.

 

Rannsóknirnar sýndu einnig fram á að börn sem eiga ímyndaða vini séu síður feimin en önnur börn og að þau búi yfir góðri getu til að setja sig í spor annarra barna.

 

Ósýnilegu vinirnir hverfa yfirleitt þegar börnin ná sjö til tíu ára aldri. Hvers vegna það gerist á þessum árum vita vísindamennirnir þó ekki enn.

BIRT: 04/09/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is