Maðurinn

Satt og ósatt um meðgöngu

Karlar þjást líka af hormónasveiflum og áfengisneysla hefur áhrif á fóstrið. Vísindin rannsaka tímann þegar tvær frumur renna saman í eina manneskju.

BIRT: 03/01/2024

1: Fóstrið finnur bragð af mat móðurinnar – Satt

shutterstock_1359847430

 

Þegar barnshafandi kona drekkur glas af ávaxtasafa með morgunmatnum finnur fóstrið í legi hennar bragð af safanum tíu mínútum síðar.

 

Þegar kona gengur með barn tryggir legið að nauðsynleg efni á borð við súrefni og næringu berist áfram til fóstursins á meðan skaðleg efni í líkingu við bakteríur og veirur komast ekki að ófæddu barninu.

 

Máltíðir barnshafandi móður brotna niður í smáþörmunum þaðan sem næringarefnin berast út í blóðið. Þegar blóðið kemst í móðurlífið berast bragðefnin áfram í legvatnið eða í blóð barnsins.

 

Fjögurra mánaða gamalt fóstur er með skynjara á tungunni og getur fyrir vikið bragðað á legvatninu sem umlykur það.

 

Rannsóknir hafa m.a. leitt í ljós að barnshafandi konur sem drekka gulrótarsafa eignast börn sem eru sólgin í gulrætur. Vísindamenn telja að börn venjist bragðinu á fósturstigi.

2: Barnshafandi konur þjást af „brjóstaþoku“ – Satt

shutterstock_164618243

Nýbakaðar mæður eru utan við sig og gleymnar á meðgöngu og fyrst eftir fæðingu. Þannig hljóðar velþekkt goðsögn.

 

Vísindamönnum hefur tekist að færa sönnur á að konur þróa með sér nokkuð sem kalla mætti „brjóstaþoku“ þegar þær eru óléttar.

 

Hópur vísindamanna frá ýmsum löndum hafa skimað heila kvenna fyrir, á meðan og eftir meðgöngu. Þeir skoðuðu sérstaklega grá svæði heilans, þar sem kjarnar heilafrumnanna mynda eins konar stjórnstöðvar sem fylgjast með öðrum hlutum heilans.

 

Hér veittu vísindamennirnir því athygli að gráu svæðin skruppu saman á meðgöngu margra kvenna.

Þess ber að geta að dreki heilans (minnisstöðin) skrapp saman sem kann að skýra hvers vegna konur verða gleymnar fyrst eftir fæðingu.

 

Þá minnkuðu einnig svæði sem tengjast félagsfærni og tengslamyndun við annað fólk. Vísindamenn álíta að gráa efnið skreppi saman sökum þess að það hvíta eykst í sama magni.

 

Tengingar heilafrumnanna eiga sér stað í hvíta efninu og er talið að virkni rafboða aukist á meðgöngu.

 

Þetta gerir það að verkum að heilar nýbakaðra mæðra eru vel undir það búnir að mynda tengsl við nýja afkvæmið og að meta þarfir þess.

3: Einungis konur fá hormónasveiflur – Ósatt

Konur eru ekki einar um að þjást af hormónasveiflum þegar fjölgun verður í fjölskyldunni. Hormónamagn föðurins sveiflast nefnilega einnig.

 

Hópur kanadískra vísindamanna mældi magn hormónsins prólaktíns í 21 karli tveimur vikum fyrir fæðingu, tveimur vikum eftir fæðinguna og að lokum þegar barnið var tveggja mánaða gamalt. Feðurnir voru jafnframt beðnir um að svara spurningum sem lutu að því hversu miklar áhyggjur þeir hefðu af barninu.

 

Vísindamennirnir greindu aukningu prólaktíns fyrir og eftir fæðinguna. Prólaktín myndast í heiladinglinum sem stjórnar m.a. félagsfærni okkar.

Brjóstgjafarhormón eykst mest hjá reyndum feðrum

Vísindamenn mældu magn hormónsins prólaktíns hjá feðrum sem voru að eignast sitt fyrsta barn, svo og þeim sem áttu barn eða börn fyrir. Aukningin var mest hjá reyndum feðrum, ugglaust sökum þess að þeir vita að börn þarfnast umhyggju.

Í konum stjórnar hormón þetta mjólkurframleiðslunni en það er hins vegar talið auka verndartilfinningu karla og styrkja tengsl þeirra við barnið.

4: Áfengi skaðar barnið – SATT

Áfengi er eitur og þegar drukkið er eitt glas af víni byrja ensímin strax að brjóta það niður. Um er að ræða sérstök ensím sem ekki hafa náð þroska í fóstrum.

 

Þegar barnshafandi kona drekkur áfengi, berst það í blóðið og flyst með því í legið.

 

Þar sem áfengi er einkar smágerð sameind, staðnæmist það ekki í síum fylgjunnar heldur kemst óhindrað yfir í legvatnið eða æðar fóstursins. Þau ensím sem brjóta niður áfengi í líkömum fullorðinna hafa ekki náð að þroskast í fóstrum.

Áfengi hefur þessi áhrif á heila fósturs

Nýfætt með eðlilegan heila

Heilinn þroskast smám saman á meðgöngu, taugafrumurnar fjölga sér, sérhæfa sig og fínstilla að lokum tengingarnar sín á milli.

Nýfætt með heilaskemmdir

Langvarandi áfengisneysla getur heft þroska taugafrumnanna, með þeim afleiðingum að barnið fæðist með minni heila og viðvarandi heilaskemmdir.

Áfengið safnast fyrir vikið lengur upp í blóði fóstursins eða legvatninu og eituráhrifin verða verri.

 

Taugakerfi fóstursins líður einkum fyrir, sökum þess að taugafrumurnar skipta sér slælegar en ella. Ef fóstrið er með mikið magn áfengis í líkamanum langtímum saman er hætt við að barnið fæðist með minni heila en ella, það sem kallast áfengisheilkenni fósturs.

 

5: Foreldrar geta haft áhrif á kyn fósturs – Ósatt

 

Fyrir 30 árum kynnti bandaríski læknirinn Landrum Shettles kenningu sína um að tímasetning getnaðar hefði áhrif á kyn barnsins.

 

Þessi tilgáta á hins vegar ekki við nein rök að styðjast.

 

Sáðfrumur karla fela annað hvort í sér Y- eða X-litning. Egg móðurinnar felur í sér X-litning og útkoman verður drengur ef sáðfruman inniheldur Y-litning. Feli sáðfruman á hinn bóginn í sér X-litning fæðist stúlkubarn.

 

Tilgáta Shettles var sú að sáðfrumur með Y-litning væru fljótari í förum. Par sem hefði samfarir rétt fyrir egglos myndi fyrir vikið eignast dreng.

 

Á hinn bóginn gætu sáðfrumur með X-litning lifað lengur í leginu. Samfarir þremur til fjórum dögum fyrir egglos myndu fyrir vikið leiða af sér stúlkubarn.

 

Mýmargar rannsóknir á undanförnum árum hafa hins vegar afsannað með öllu þá kenningu að tímasetning getnaðar hafi áhrif á kynið.

 

Aftur á móti hafa kanadískir vísindamenn við Mount Sinai sjúkrahúsið í Tórontó fylgt eftir 1.411 barnshafandi konum og niðurstöður þeirra benda til þess að konur með háan blóðþrýsting eignist drengi oftar en ella.

 

Vísindamennirnir vita enn sem komið er ekki hvað ræður þessu en hyggjast rannsaka kenninguna betur.

Nýleg rannsókn: Stressaðar konur verða oftar óléttar af stelpum

Konur sem upplifa streitu á tímabilinu fyrir getnað eru næstum tvöfalt líklegri til að eignast stúlkur en drengi. Þetta er niðurstaða nýlegrar rannsóknar frá Háskólanum í Granada.

 

Rannsakendur hafa kannað magn kortisóls (streituhormóns líkamans) í hári 108 þungaðra kvenna fyrir getnað og fram að 9. viku meðgöngu. Niðurstöðurnar ásamt sálfræðilegum prófum benda til þess, að aukin streita eykur verulega líkurnar á að eignast stúlku.

 

Þó niðurstaðan tali sínu máli eru ástæðurnar óljósari.

 

Ein hugsanleg kenning er sú að sæðisfrumur með X-litningum eigi auðveldara með að komast í gegnum leghálsslímið við erfiðar aðstæður. Líkurnar eru því betri fyrir sæðisfrumur með X litningi en sæðisfrumur með Y litningi þegar þunguð konan verður fyrir hormónabreytingum vegna streitu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS ANDERSEN , RIKKE JEPPESEN

Shutterstock, YOUTUBE; © Laguna Design, © Laguna Design/Science Photo Library, © Children' s Research Triangle

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.