Smábörn skilja hunda

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Hálfs árs gömul börn vita af eðlisávísun hvort hundur er vinalegur eða árásargjarn, jafnvel þótt þau hafi aldrei séð hund fyrr.

 

Þetta er niðurstaða vísindamanna hjá Brigham Young-háskóla í Bandaríkjunum eftir rannsókn sem náði til 128 smábarna sem aldrei höfðu séð hund áður. Börnunum voru sýndar tvær myndir af sama hundinum. Á annarri var hundurinn grimmur á svip og lét skína í tennurnar, en á hinni myndinni var hundurinn hinn vinsamlegasti.

 

Vísindamennirnir spiluðu líka upptökur fyrir börnin, annars vegar af ögrandi urri en hins vegar af glaðlegu gjammi. Röðin var tilviljanakennd og vísindamennirnir athuguðu hvort börnin væru fær um að tengja saman mynd og hljóð á réttan hátt. Og það reyndust þau geta.

 

Flest börn horfðu lengur á þá mynd sem samsvaraði hljóðinu.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is