Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Hún á að verkjastilla fæðandi konur, lækna iðrakveisu og drepa krabbameinsfrumur. Um aldaraðir hafa meðferðaraðilar leitast við að innleiða dáleiðslu í sjúkrahús um heim allan. En þrátt fyrir að sneiðmyndir bendi til þess að ástandið verki á suma hluta heilans eru alls ekki allir móttækilegir fyrir dáleiðslunni.

BIRT: 15/04/2024

Ítrekaðar tilraunir húðlæknisins við að fjarlægja þrjár stórar vörtur af hægri hendi 55 ára gamals manns misheppnast í enn eitt skiptið.

 

Eftir þrjú ár með frystimeðferðir og ætandi sýru leitar sjúklingurinn að lokum til dáleiðara.

 


Dáleiðarinn leiðir manninn inn í svefnlíkt dá og biður hann um að ímynda sér hvernig heilbrigða húðin vex smám saman yfir vörturnar þannig að eftir um eina viku verði þær horfnar.

 

Sjö dögum síðar er ein vartan horfin sem að veldur dáleiðaranum vonbrigðum, þar til sjúklingurinn segir honum að hann óttaðist að taka of stórt upp í sig og óskaði því einungis að þær myndu hverfa ein af annarri.

Hvað er dáleiðsla?

Dáleiðsla er sálrænt ástand sem getur gert þig einbeittari og minna vakandi fyrir umhverfinu. Jafnframt geta endurtekin fyrirmæli og róleg rödd dáleiðarans breytt virkni í mismunandi svæðum heilans þannig að þú tekur að hugsa öðruvísi en þú gerðir áður.

Dáleiðarinn heitir Chema Niedo. Árið 2009 birti hann frásögn þessa í vísindalegu tímariti og byggir þannig áfram á mörg hundruð ára gömlum frásögnum um hvernig dáleiðsla sé raunverulegur valkostur við hefðbundnar lækningar og dugi á fjölmarga sjúkdóma.

 

En þrátt fyrir að margt bendi til að þetta dá geti í sumum tilvikum verkað á heilann og sem dæmi minnkað verki hjá fæðandi konum, dregið úr kvíðaeinkennum og hjálpað reykingarmönnum að hætta að reykja, eru alls ekki allir sannfærðir um heilandi áhrif þessa ástands.

Flestar vísindalegar rannsóknir á dáleiðslu eru nefnilega svo gallaðar að það er erfitt að reiða sig á jákvæðar niðurstöður þeirra.

Oft er um að ræða frásagnir einstaklinga um stórkostlegan árangur sem ekki er hægt að mæla í mót, eða þá að meðferðin er prófuð á svo fáum þátttakendum að það er örðugt að draga trúverðugar ályktanir.

 

Í öðrum tilvikum gera vísindamenn ekki ráð fyrir þeim sjúklingum sem af margvíslegum ástæðum falla brott á meðan rannsókninni stendur en fyrir vikið verða jákvæðar niðurstöður meira áberandi í tölfræðinni.

 

Dáleiðsla tælir heilann

Meðferðir með dáleiðslu eru þó engin nýlunda.

 

Þýski læknirinn Frans Mesmer var eins konar frumkvöðull þegar hann árið 1784 kynnti til sögunnar dáleiðsluástand sem fékk sjúklinga hans til að hverfa inn í krampakenndan svefn sem virtist lækna kvilla þeirra.

 

50 árum síðar stofnaði enski læknirinn John Elliottson klíník í London þar sem hann nýtti dáleiðslu við deyfingar og meðhöndlun á bæði andlegum og líkamlegum sjúkdómum.

medicinens-graenseland-hypnose-braid

1843 var ártalið þegar skoski taugafræðingurinn James Braid kynnti til sögunnar hugtakið dáleiðslu (e. hypnosis) eftir gríska guði svefnsins Hypnos. Jafnframt sýndi Braid fram á að það væru ekki segulkraftar sem orsökuðu þetta ástand.

Og árið 1845 tóku dáleiðarar að sér alla deyfingu á sjúkrahúsi í indversku borginni Kalkútta, þar sem þeir hjálpuðu skurðlæknum við að framkvæma 300 stærri og mörg þúsund minni skurðaðgerðir með góðum árangri.

 

Síðan þá hafa læknar við fjölmörg sjúkrahús um heim allan gert tilraunir með þessa tækni meðan dáleiðarar við þúsundir klíníka bjóða óhefðbundna meðferð sem hefur þó ekki eiginlegt leyfi heilbrigðisyfirvalda í flestum löndum.


Dáleiðsla tekur nafn sitt frá gríska guði svefnsins, Hypnos, og var í fyrsta sinn notað af skoska taugalækninum James Braid árið 1843.

 

Hann gerði þar útaf við þáverandi hugmyndir manna um að ástandið virkaði með aðstoð óskiljanlegra segulkrafta og sýndi að árangurinn er afleiðing af svokallaðri vökulli einbeitingu sem verkar á taugakerfið. Sú skýring heldur að mestu leyti enn velli.

 

Það vitum við, þökk sé taugalækninum Amir Raz frá McGill University í Kanada, en hann hefur sjálfur staðið fyrir dáleiðslusýningum og er einn af þeim vísindamönnum sem lagt hefur hvað mest af mörkum til að öðlast skilning ferlunum að baki dáleiðslu.

 

Í rannsóknum sínum einbeitir hann sér að þeirri togstreitu sem á sér stað í heilanum þegar dáleiðari beitir margvíslegri tækni til að fá fólk til að líta á sig sjálft og umhverfið sitt með alveg nýjum hætti.

30 mínútur er dæmigerður tími sem sjúklingurinn er í dái undir dáleiðslu.

Jafnvel hjá manneskjum sem eru ekki dáleiddar kemur fram sams konar togstreita í heilanum allan tímann – t.d. þegar við sjáum gómsæta köku og langar að borða hana þrátt fyrir að vera á megrunarkúr þvingum við heilann til að velja milli tveggja hagstæðra óska og það skapar togstreitu.

 

Amir Raz og aðrir vísindamenn telja að eitthvað samsvarandi eigi sér stað þegar dáleiðari tekur sem dæmi sjálfboðaliða upp á svið og fær hann til að halda að hann sé Elvis Presley sem eigi að syngja „Love me tender“ fyrir framan áhorfendur.

 

Í raun veit hinn dáleiddi að hann er ekki Elvis og jafnvel að hann kunni ekkert að syngja. En því áliti er ögrað af seiðandi fyrirmælum dáleiðarans.

 

Við eðlilegar aðstæður myndi heilinn fljótt laga sig að raunveruleikanum og viðkomandi myndi neita að syngja fyrir framan mörg hundruð áhorfendum. En vegna áhrifa af endurtekningum dáleiðarans og skýrum tilmælum gæti ímyndunin um að vera Elvis verið svo aðlaðandi að heilinn lætur gabbast.

Dáleiðarinn gabbar heilann þinn

1

Sjónstöðin – skapar myndir af fölskum veruleika

Í dáleiðslu virkjast hluti af sjónstöð heilans, lingual gyrus, sem með aðstoð orða dáleiðarans skapar innri mynd af því að skurðstofa sé notaleg.

Staðfesting: Nokkuð góð

2

Togstreitustöðin – skilgreinir raunveruleikann

Með því að sannfæra sjúklinginn um að sársaukafullt inngrip sé ekki vont, virkjar dáleiðarinn togstreitustöð heilans, ACC, sem sér um að draga úr verkjum.

Staðfesting: Góð

3

Grundvallarkerfi – viðhalda ímynduðum heimi

Dáleiðsla verkar á þrjú kerfi heilans sem saman stýra meðvitund okkar. Með þeim hætti má leiða huga sjúklinga frá óþægindum sem tengjast t.d. sjúkdómi.

GRÆNT: Hægagangskerfið GULT: Vökukerfið BLÁTT: Aðgerðakerfið

Skrásetning: Óviss

 

Röddin afstýrir togstreitu


Í stórri rannsókn frá 2005 nýtti Amir Raz sér sígilda sálfræðitilraun sem nefnist Stroops – próf til að rannsaka hvort dáleiðslan geti verkað á getu heilans til að leysa togstreitu.

 

Í rannsókninni áttu þátttakendur að nefna litinn á nokkrum bókstöfum sem mynduðu nafnið á öðrum lit.

 

Orðið RAUÐUR gat sem dæmi verið skrifað með grænum bókstöfum sem leysti úr læðingi átök milli sjónstöðvar, sem nemur annan lit en heilastöðvarinar sem stafaði sig í gegnum bókstafina.

 

Þannig neyðist heilinn til að velja hvort hann reiði sig meira á sjónskynið en lesið orð og sú togstreita dró verulega úr lestrarhraðanum.


Vísindamennirnir leiddu síðan þátttakendurnar í létt dá og útskýrðu fyrir þeim að þeir bókstafir sem þeir myndu brátt sjá mynduðu óskiljanleg orð á tungumáli sem þeir þekktu ekki.

 

Því ættu þeir ekki að veita bókstöfunum neina merkingu heldur einungis einbeita sér að lit þeirra.

10% íbúa eru taldir vera afar móttækilegir fyrir dáleiðslu

Tilraunin sýndi að þegar þátttakendur voru dáleiddir, og um stundarsakir ófærir um að lesa, var ekki lengur um neitt ósamkomulag að ræða milli heilastöðvanna tveggja.

 

Síðan þá hafa heilaskannanir, sem og aðrir vísindamenn, staðfest að dáleiðsla getur einnig verkað á önnur svæði í heilanum og því sé nærtækast að ætla að dáleiðsla geti minnkað kvilla eins og t.d. kvíða og sársauka sem er einmitt sprottinn upp í heilanum.

 

Magaverkir talaðir burt

Þrátt fyrir fjölmargar tilraunir með dáleiðslu er ekki mikill vísindalegur grunnur fyrir því að dáleiðarar geti hjálpað sjúklingum betur en læknar.

 

Iðrakveisa er einn af þeim sjúkdómum þar sem vísindamenn hafa rannsakað hvort dáleiðsla hafi gagnleg áhrif.

 

Því þrátt fyrir að kvilli þessi komi fyrst og fremst fram sem óþægindi í maga eru sjúklingarnir oft meðhöndlaðir með lyfjum gegn þunglyndi enda er heilinn bæði talinn vera orsakavaldur sjúkdómsins og hefur áhrif á getu sjúklinga við að takast á við einkennin.

 

Þetta rannsakaði læknirinn Alexander Ford betur þegar hann greindi fimm rannsóknir þar sem gagnleg áhrif dáleiðslu á magaverki voru könnuð.

 

Svokölluð meta – greining frá 2018 ályktaði að dáleiðsla dragi úr einkennum sjúklinga um 26% meðan þunglyndislyfin drógu úr einkennum um 34%.

 

Samanlagt tóku rannsóknirnar fimm einungis til 183 þátttakenda sem er tölfræðilega bágborinn grunnur til að byggja haldbærar ályktanir.

 

Engu að síður endaði Ford með því að álykta að dáleiðsla geti verið annar valkostur við hefðbundnar lækningar.

Dáleiðsla virkar með ólíkum hætti á hvern og einn

Rannsóknir sýna að við bregðumst ákaflega mismunandi við rödd dáleiðara. Eins er ekki jafn auðvelt að dáleiða alla. Þá er einnig mismunandi hvað dáleiðari getur fengið menn til að gera. Ein manneskja sem dáleiðarinn getur auðveldlega fengið til að hegða sér eins og skólanemandi bregst kannski ekki við fyrirmælum dáleiðara til að gera handlegg sinn óhreyfanlegan, en þessu gæti verið öfugt farið hjá annarri manneskju. Vísindamenn kunna engin skil á því af hverju þessi er raunin. En sum persónuleg einkenni eins og t.d. forvitni og næmni eru talin tengjast því hversu móttækilegir menn eru fyrir dáleiðslu. Dáleiðari prófar jafnan móttækileika manneskju með því að láta hana gera tólf mismunandi æfingar.

Hægt er að dáleiða 25% til að láta handleggina falla niður.

19% upplifa ímyndað bragð.

17% byrja að dreyma.

17% upplifa ímyndaða lykt.

15% hegða sér eins og skólabarn.

5% sér ímyndaða hluti.

3% heyrir ímyndaðar raddir.

Hægt er að dáleiða 25% til að láta handleggina falla niður.

19% upplifa ímyndað bragð.

17% byrjar að dreyma.

17% upplifa ímyndaða lykt.

17% upplifa ímyndaða lykt.

15% hegðar sér eins og skólabarn.

5% sér ímyndaða hluti.

3% heyra ímyndaðar raddir.

Forvitnir eru móttækilegir

Samsvarandi lítil og óörugg jákvæð áhrif af dáleiðslu komu fram hjá vísindamanninum Hannah Ainsworth við University of York í Englandi í annarri meta – greiningu frá 2009.

 

Rétt eins og Alexander Ford fór hún í gegnum fimm rannsóknir sem allar sýndu jákvæð áhrif dáleiðslu. En í þeim var einnig um fáa þátttakendur að ræða eða einungis 214 sem að dregur verulega úr trúverðuleika rannsóknarinnar.


Fáir þátttakendur voru hins vegar ekkert vandamál í stórri danskri rannsókn frá 2013 sem náði til 1222 frumbyrja við Skejby Sygehus í Árósum.

 

Þar prófaði ljósmóðirin Annette Verner hvort svonefnd sjálfsdáleiðsla gæti linað verki við fæðingu.

28% manna eru ekki móttækilegir fyrir dáleiðslu.

Konurnar voru m.a. beðnar um að hlusta á upptöku heima hjá sér þar sem menntaður dáleiðari með sefandi rödd reyndi að styrkja sjálfsálit kvennanna og mótstöðukraft fyrir komandi fæðingu.

 

Jafnframt átti röddin að breyta tímaskyni kvennanna þannig að hríðirnar myndu upplifast sem væru þær mun skammvinnari.

 

Niðurstaðan var hins vegar sú að dáleiðslan dró ekki úr þörf kvennanna til að deyfa verkina með svokallaðri mænurótardeyfingu.

 

Hins vegar gerði meðferðin verkina alla mun bærilegri.

Vísindin setja kröfur: Brottfall skekkir niðurstöður

Intention – to – Treat: Þegar vísindamenn reyna nýtt meðferðarform er mikilvægt að þeir geri ráð fyrir þeim þátttakendum sem falla brott á leiðinni að endanlegri niðurstöðu. Aðferð þessi nefnist „Intention – to – treat“, og henni er ætlað að tryggja að vísindamenn rangtúlki ekki niðurstöðurnar.

RANGT

Brottfallnir teljast ekki með í lokaniðurstöðu

Á meðan rannsókninni stendur hafa margir þátttakendur dottið út – sumir vegna þess að þeim þykir meðhöndlunin og meðferðin of erfið, aðrir vegna þess að þeir þurfa skjótari meðferð. En vísindamenn velja ekki að taka þá sem hafa dottið út í lokaniðurstöðunni sem þýðir að meðferðin virðist vera árangursríkari en hún er í raun.

RÉTT

Brottfallnir taldir með í lokaniðurstöðu

Vísindamenn telja þá þátttakendur með sem detta út í lokaniðurstöðunni með því að skilgreina þá undir „meðferðin virkaði ekki“. Í slíkum tilvikum er rannsóknin sögð vera framkvæmd með „Intention – to – treat“. Ferlið er eins konar trygging fyrir því að vísindamenn hafi ekki rangtúlkað gögn og að jákvæð niðurstaða feli í raun með sér að meðferðin virki.

NIÐURSTAÐA
20% brottfall dregur úr gildi rannsóknar

Það getur haft mikla þýðingu fyrir niðurstöður rannsóknar hvort brottfall þátttakenda sé talið með í endanlegum niðurstöðum eður ei. Ef brottfallið er meira en 20% hjá þátttakendum í annað hvort tilrauna – eða viðmiðunarhópi, segir tölfræðileg þumalputtaregla að vísindamenn geti í raun ekki ályktað hvort ein meðferð sé betri en önnur.

Sambærileg niðurstaða kom fram í enskri rannsókn frá 2015 þar sem vísindamenn ályktuðu að dáleiðsla geti dregið úr þörfinni á mænurótardeyfingu um 8% sem er þó ekki tölfræðilega sérlega martækur munur.

 

Bæði enska og danska rannsóknin voru hluti af stórri meta – greiningu frá 2016 sem náði til 2954 kvenna og bendir til að einu gagnlegu áhrifin af dáleiðslu við fæðingu er að þörf kvennanna fyrir verkjastillandi lyf, fyrir utan mænurótardeyfingu, helminguðust.

 

En vísindamenn ályktuðu einnig að rannsóknirnar næðu að jafnaði til of fárra þátttakenda og væru of illa framkvæmdar til að niðurstöður þeirra mætti nota til að draga áreiðanlegar ályktanir.

 

Eitt útbreitt vandamál við rannsóknirnar var að það var ekki gerð nægjanleg grein fyrir því hvort niðurstöðurnar næðu til allra þeirra kvenna sem voru með í rannsókninni frá byrjun, eða hvort einhverjar þeirra hefðu dottið út af einni eða annarri ástæðu.

Vísindin kveða upp dóm: Dáleiðsla dregur úr tóbakslöngun

Flestar rannsóknir á dáleiðslu sem meðferðarformi eru svo illa útfærðar að það er erfitt að reiða sig á jákvæðar niðurstöður þeirra og draga einhlítar ályktanir. Greiningar þar sem skoðaðar eru margar mismunandi rannsóknir benda þó til að hún hafi smávægileg möguleg áhrif, t.d. á tóbakslöngun, ótta við skurðaðgerð og á iðrakveisu.

Líkleg áhrif

 • Kvíði fyrir skurðaðgerð
 • Fóbíur
 • Tóbaksfíkn
 • Kvíði við fæðingu
 • Iðrakveis

Skortur á sönnunargögnum

 • Þyngdartap
 • Verkir við fæðingu
 • Verkir við skurðaðgerð
 • Þunglyndi
 • Prófkvíði

Engin áhrif

 • Krabbamein

Iðrakveisa er einn þeirra sjúkdóma þar sem dáleiðsla hefur að líkindum einhver áhrif á verki sjúklings.

Og það er einmitt brottfall sem er veikleiki í hvers kyns lyfjarannsóknum og einkum í tilraunum varðandi dáleiðslu. Það eru alls ekki allir þátttakendur sem eru móttækilegir fyrir tilmælum dáleiðara.

 

Í rannsókn frá árinu 2000 ályktaði prófessor í sálfræði, Vilfredo de Pascalis, að 28% af 356 þátttakendum í rannsókn hans var næstum ómögulegt að dáleiða, meðan 10% væru afar móttækilegir fyrir dáleiðslu.

 

Aðrir vísindamenn hafa komist að sambærilegum niðurstöðum en orsök þessa munar er ekki þekkt. Sumir telja að arfbundnir þættir gegni þar hlutverki meðan aðrir líta á samhengið milli mótttækileika og persónueinkenna eins og t.d. forvitni og næmni.

 

Undir öllum kringumstæðum felur þetta í sér að vísindamenn sem vilja rannsaka áhrif af meðferð með dáleiðslu geti fyrirfram reiknað með að um fjórðungur þátttakenda muni ekki bregðast við meðferðinni.

2000 ár höfum við samkvæmt sögulegum gögnum þekkt til dáleiðslu. En fyrst á 18. öld tóku læknar að líta aðferðina sem meðferðarform.

Geri vísindamennirnir síðan ekki ráð fyrir því brottfalli sem hætt er við að verði þá geta þeir í rannsókninni endað með því að bera saman tvær mismunandi meðferðir á tvo ólíka sjúklingahópa.

 

Í sumum tilvikum leitast vísindamenn fyrirfram við að prófa móttækileika þátttakenda – með sama hætti og sýningadáleiðarar gera áður en þeir fremja listir sínar á sviði.

 

En mögulegt er fyrir vísindamann að velja þá sem eru móttækilegastir í tilraun sína, því að viðmiðunarhópurinn og dáleiddi hópurinn eiga á hættu að vera ekki einsleitir og ósambærilegir, sem getur haft áhrif á viðbrögð þeirra í meðferðinni.

 

Fram til þessa hefur því ekki tekist að sannfæra vísindamenn um að dáleiðsla sé haldbær valkostur við hefðbundnar lækningar.

 

Vísindamenn hafna henni þó ekki alfarið því að dáleiðsla virkar án nokkurs vafa á heilann – einkum ef maður er meðal þeirra 10% sem af óþekktum orsökum er sérlega móttækilegur.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Gorm Palmgren

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

1

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

4

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Skógarhöggsmenn hafa yfirtekið svæði ættflokksins sem skapar ýmsar hættur fyrir hann.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is