Nýtt lyf fær tennur til að vaxa á ný

Nýtt efni fær tennur til að vaxa aftur í músum. Ef það virkar einnig á manneskjur gætum við hugsanlega losað okkur við gervitennur.

BIRT: 17/07/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Þegar við missum fullorðinstönn er ekkert hægt að gera nema vera án þessarar tannar – eða fá gervitönn.

 

En nú hafa vísindamenn frá háskólunum í Kyoto og Fukui náð að endurnýja tennur í músum.

Sérstakt mótefni gerir það að verkum að tennur í músum fara að vaxa aftur (t.h). Það verður prófað fljótlega á mönnum.

Mótefni örvar tannvöxt

Vísindamennirnir komust að því að sérstakt mótefni veldur því að genið USAG-1 örvar tannvöxt hjá músum með arfgengan erfðagalla sem kemur í veg fyrir að þær geti myndað tennur.

 

Og þessar erfðafræðilegu ástæður eru einmitt orsökin fyrir því að sumt fólk hefur of margar tennur. Vísindamennirnir hafa því rannsakað þennan erfðagalla til að reyna að endurnýja tennur.

 

Sömu kerfi þróa líffæri

Samspil tveggja próteina og taugaboðefna stýrir bæði vexti í mörgum líffærum sem og í tönnum. Því er oft forðast að nota lyf sem hafa áhrif á þessa samverkun sökum þess að aukaverkanir geta hugsanlega haft áhrif á allan líkamann.

 

Vísindamennirnir lögðu því áherslu á genið USAG-1 sem þeir vissu að hafði aðeins áhrif á þróun tanna.

 

Með tilraunum á svokölluðum einstofna mótefnum – tegund sem einnig er notuð gegn til dæmis krabbameini – fundu vísindamenn eitt einstakt efni sem stýrir tannvexti mjög nákvæmlega.

 

Aðferðin hefur hingað til virkað á mýs sem hafa tennur líkar mönnum. Næsta skref er að prófa lyfið á svínum og hundum – og loks á mönnum.

 

Til lengri tíma litið getur lyfið þýtt að ekki sé lengur þörf að fá falskar tennur eða tannplanta þegar þú missir tönn.

BIRT: 17/07/2022

HÖFUNDUR: Sören Hansen

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.