Þess vegna bragðast ávaxtasafi ekki vel eftir að þú burstar tennur

Þegar þú burstar í þér tennurnar hefur froðan úr tannkreminu áhrif á bragðskynið. Þetta gerir það að verkum að sætt bragð verður rammt.

BIRT: 18/11/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

 

Freyðiefnið í tannkremi hefur áhrif á bragðskynið og tilraunir hafa leitt í ljós að súrar fæðutegundir á borð við ávaxtasafa bragðast ekki vel í allt að klukkutíma eftir tannburstun.

 

Freyðiefnið kemur í veg fyrir að viðtakar í munninum geti numið sætt bragð og örvar að sama skapi viðtaka sem nema rammt bragð.

 

Með þessu móti minnkar sætt bragð safans en beiska bragðið verður meira áberandi. Þetta skynja flestir sem óþægilegt bragð.

 

Fjögur megininnihaldsefni í tannkremi:

Í tannkremi er að finna fjögur grunninnihaldsefni. Síðastgreinda efnið hér, sjálft hreinsiefnið, veldur því að sætan hverfur úr safanum og hann skilur eftir sig rammt bragð.

 

1. Vatn

Ljær tannkreminu fyllingu.

 

2. Slípiefni

Fjarlægir tannstein af tönnum og glerungi.

 

3. Flúor

Gagnast í holrúmunum milli tannanna.

 

4. Hreinsiefni

Lætur tannkremið freyða.

 

Algengasta hreinsiefnið er natríumlaurýlsúlfat sem einnig er að finna í raksápu, uppþvottalegi og öðrum freyðandi hreinlætisvörum.

 

Myndband – Hér má sjá hvers vegna freyðiefnið veldur vonda bragðinu:

ATH: Allur matur og drykkir bragðast illa að lokinni tannburstun 

Flestar fæðutegundir, að undanskildu vatni, bragðast illa þegar við erum nýbúin að bursta tennurnar. Freyðiefnið í tannkremi gerir það að verkum að allt sem felur í sér rammt bragð verður sérlega beiskt á bragðið. Þetta á einkum við um ávaxtasafa, gosdrykki, sælgæti og ávexti, því þessi matvæli fela í sér meiri sykur en gengur og gerist.

BIRT: 18/11/2022

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is