Jörðin

Grænar sandstrendur munu soga í sig koltvísýring alls heimsins

Grænt, ódýrt steinefni sem dreift yrði yfir allar sandstrendur heims, býr yfir nægilegri getu til að losa okkur við alla þá koltvísýringslosun sem mannkynið veldur á einu ári, ef marka má hugmyndir bandarísks fyrirtækis.

BIRT: 14/07/2023

„Við erum þegar komin yfir þau mörk að við getum stöðvað hlýnun jarðar. Þetta eru hin hörðu skilaboð rannsóknar sem birt var í vísindatímaritinu Nature.

 

Óháð því hversu mikið við drögum úr koltvísýringslosuninni þá mun losunin í okkar nútímaheimi aldrei hverfa með öllu. Fyrir bragðið neyðumst við til að þróa nýjar aðferðir við að fjarlægja miklar koltvísýringsbirgðir úr andrúmsloftinu og geyma þær.

 

Tæknin er kostnaðarsöm, orkufrek og ekki nægilega afkastamikil, enn sem komið er.

 

Nú hefur bandarískt óhagnaðardrifið fyrirtæki, að nafni Project Vesta, hrint í framkvæmd tilraunaverkefni á karabískri strönd sem skipt getur sköpum á þessu sviði.

 

Hugmyndin hefur verið vísindalega sönnuð en hefur enn sem komið er ekki verið hrint í framkvæmd.

 

Hugsmíðin er sáraeinföld en hún felst í því að strá ódýru, grænu steinefni, að nafni ólivín, yfir strendur heimsins. Þegar öldurnar flæða yfir steinefnið mylst það smám saman niður í fíngerða möl sem sogar koltvísýringinn úr sjónum og loftinu og flytur út í sjóinn aftur sem matarsóda.

 

Matarsódinn breytist í kalsíumkarbónat sem kórallar og önnur sjávardýr nota í uppbyggingu skelja. Þegar svo dýrin drepast breytast skeljarnar í kalkstein sem bindur koltvísýring í milljónir ára.

Steintegundin ólivín fyrirfinnst í miklu magni í möttli jarðar og hvarfast auðveldlega við koltvísýring þegar öldurnar mylja það. Eitt tonn af ólivíni getur sogað í sig 1,25 tonn koltvísýrings úr sjónum.

Með þessu móti verður unnt að hraða náttúrulegri hringrás sem þegar á sér stað í náttúrunni en sem er einstaklega hæg, t.d. þegar steinar veðrast af völdum regns. Project Vesta er ætlað að hraða ferlinu með því að beina steinefninu beint í sjóinn.

 

Þar sem ólivín fyrirfinnst í miklu magni og nánast engin eftirspurn er eftir því, telja vísindamennirnir að baki Project Vesta að unnt verði að dreifa steinefninu yfir tilteknar strendur fyrir upphæð sem samsvarar einungis 1.500 íslenskum krónum á tonn.

 

2% stranda jarðar geta fjarlægt 100% koltvísýring heims

Annar kostur við hugmyndina er að framkvæmdin muni draga úr súrnun sjávar.

 

Höfin súrna stöðugt sökum þess að sjálft vatnsflæmið drekkur í sig tiltekið magn koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Höfin geta hins vegar ekki tekið við koltvísýringi óendanlega, auk þess sem svo óheppilega vill til að koltvísýringurinn myndar kolsýru þegar hann leysist upp í vatni. Fjölbreytileika lífs í sjónum stafar mikil hætta af sýrunni.

 

Þar sem kalsíumkarbónat frá grænu ólivínströndunum er basískt, gæti hugmynd vísindamannanna að baki Project Vesta átt þátt í að viðhalda jafnvæginu.

LESTU EINNIG

Hvers vegna dreifa vísindamennirnir steinefninu ekki einfaldlega á þurrlendi? Í fyrsta lagi myndi það verða á kostnað landsvæðis sem annars mætti nýta fyrir landbúnað. Í öðru lagi gegna öldurnar hlutverki eins konar myllu sem snýst fyrir eigin vélarafli og þær sjá jafnframt til þess að niðurbrotsferlið sé stöðugt í gangi.

 

Ef marka má vísindamennina hjá Project Vesta bindur steinefnalausn þeirra tuttugufalt meiri koltvísýring en uppsöfnun á ólivíni losar og þeir halda því fram að einungis þurfi að gera tvö prósent allra stranda grænar til þess að unnt verði að soga upp allan þann koltvísýring sem við losum á ári.

Næstu ár mun leiða í ljós hvort útreikningar vísindamannanna standast skoðun þegar fyrstu raunverulegu tilraunirnar verða gerðar í Karíbahafi.

HÖFUNDUR: SOEREN HOEGH IPLAND

© Project Vesta

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is