Jörðin

Gróðurhúsalofttegundir eru tifandi loftslagssprengja

Metan seytlar í auknum mæli upp á yfirborðið, jafnframt því sem sífrerinn í jarðlögum undir hafsbotni bráðnar. Þessi öfluga gróðurhúsalofttegund er hættulegri en koltvísýringur og vísindamenn reyna allt hvað þeir geta til að afstýra yfirvofandi loftslagshamförum.

BIRT: 30/11/2021

LESTÍMI: 7 MÍNÚTUR

 

Hvað er metan?

Lengst undir jökulköldum sjónum í Norður-Íshafinu leynist tifandi tímasprengja. Á kafi í frosnum jarðlögum á hafsbotninum er að finna gríðarmiklar birgðir af skaðlegu gróðurhúsalofttegundinni metani.

 

Formúlan fyrir metan er CH4 en um er að ræða einkar sterka gróðurhúsalofttegund. Samanborið við koltvísýring drekkur metan í sig allt að 84 sinnum meiri varma.

 

Vísindamenn hafa varað við því í áraraðir að sífrerinn á botni Norður-Íshafsins geti bráðnað og leyst úr læðingi metangas sem þá geti streymt upp úr sjónum og komist út í andrúmsloftið þar sem það muni auka gróðurhúsaáhrifin til muna.

 

Nú er engu líkara en að sprengjan sé í þann veg að springa.

 

metan

Hlýir hafstraumar þurrka upp sífrerann á botni Íshafsins og leysa úr læðingi mikið magn metans. Metangasið stígur upp á yfirborðið sem loftbólur og eykur gróðurhúsaáhrifin í andrúmsloftinu.

Haustið 2020 veitti fjölþjóðlegt teymi vísindamanna því eftirtekt að metan var farið að seytla út á 350 metra dýpi í Laptev-hafi sem gengur suður úr Norður-Íshafinu, norðan Síberíu.

 

Á 300 metra dýpi var styrkur gróðurhúsalofttegundar þessarar 400 falt meiri en venjulega.

 

Vísindamenn telja að leki metangass í Norður-Íshafinu hafi orsakast af hækkuðu hitastigi hafstraumanna í Atlantshafinu sem renna út í Íshafið.

 

Igor Semiletov sem er í forsvari fyrir vísindamannateymið, sagði í viðtali við breska dagblaðið The Guardian, að lekinn í Íshafinu væri langtum meiri en áður hefði sést.

 

„Þetta er alveg nýr kapítuli (í sögu hnatthlýnunar, ritstj.). Þetta kann mögulega að hafa alvarlegar afleiðingar á loftslagið en stunda verður frekari rannsóknir áður en hægt er að segja nokkuð fyrir víst,“ segir Igor Semiletov.

 

metan-co2

Munurinn á metani og CO2

Metan er öflug gróðurhúsalofttegund sem heldur betur hita en CO2.

 

Hins vegar er lofttegundin líka svokölluð skammlíf gróðurhúsalofttegund og helmingunartími í andrúmsloftinu 10-12 ár.

 

Þetta þýðir að metan veldur aðeins helmingi meiri skaða eftir tæpan áratug í andrúmsloftinu.

 

Eftir 500 ár mun metangasið vera að mestu horfið og hlýnandi áhrif þess sömuleiðis.

 

Til samanburðar er helmingunartími  CO2 u.þ.b. 35.000 ár í lofthjúpnum en það er langt frá því að vera eins skaðlegt og metan fyrstu 10-12 árin.

 

Metanlosun hefur aukist gífurlega

Hamfarirnar eru yfirvofandi víðar en aðeins á hafsbotni Íshafsins. Undir sífreranum í Kanada og Síberíu er að finna mikið magn metans sem losnar út í andrúmsloftið, jafnframt því sem hitastig jarðar hækkar.

 

Þá leiddi viðamikil dönsk rannsókn á Grænlandi árið 2018 einnig í ljós að jöklar þar í landi losa mikið magn af metani út í andrúmsloftið.

 

Ef marka má gögn frá jarðfræðistofnun Bandaríkjanna veldur óstöðugleiki metans á heimskautasvæðunum mjög alvarlegri hættu sem falið getur í sér skyndilegar loftslagsbreytingar.

 

Lekinn er þegar farinn að skapa vandamál.

 

Í ljós kom í skýrslu sem gefin var út í tengslum við vísindatímaritið Nature árið 2020, að hlutfall metans í andrúmsloftinu hefur aukist um 150% á síðustu þremur áratugum.

 

Loftslagsráð Sameinuðu þjóðanna metur sem svo að metan eigi sök á fimmtungi allrar hnatthlýnunar í dag á meðan 75% stafi af koltvísýringslosun.

 

Þannig aukast metangróðurhúsaáhrifin

Hlýir loftstraumar þurrka upp Norðurheimskautið

Hnatthlýnun veldur því að hitastigið í Atlantshafinu hækkar. Þegar hlýrri hafstraumar frá Atlantshafinu streyma inn í Norður-Íshafið við Svalbarða hitnar sjávarhitinn þar jafnframt.

Metangas vellur upp á yfirborðið

Hækkaður sjávarhiti á Norðurheimskautinu bræðir sífrerann á hafsbotni. Sífrerinn (einnig svæðin á landi) felur í sér um 1,4 gígatonn af metangasi. Þegar hann bráðnar stígur metangas upp á sjávarborðið í formi lítilla loftbóla.

Metan eykur á gróðurhúsaáhrifin

Metan berst út í andrúmsloftið þar sem það eykur gróðurhúsaáhrifin. Metan, ásamt öðrum gróðurhúsalofttegundum, endurkastar hluta af geislum sólar og sendir þá til jarðar, með þeim afleiðingum að hnatthlýnun eykst.

 

Hvaðan kemur metan?

Metan er gróðurhúsalofttegund sem mestmegnis stafar af mannavöldum.

 

Alls 60 prósent metans í andrúmsloftinu á rætur að rekja til mannlegrar iðju, mestmegnis í landbúnaði, á meðan hin 40 prósentin eigi rætur að rekja til votlendis í náttúrunni, á borð við fenjamýrar.

 

Alls losna um 570 milljón tonn af metani út í andrúmsloftið ár hvert.

 

Mesta losunin á rætur að rekja til kúa og annarra jórturdýra.

 

Háþróuð meltingarfæri dýranna brjóta niður örverur í plöntutrefjunum sem dýrin leggja sér til munns og niðurbrotið orsakar gerjunarferli þar sem m.a. myndast metan.

 

Þegar kýrin ropar eða leysir vind losar hún metan út í andrúmsloftið. Ein mjólkurkýr losar að meðaltali 500 lítra af metangasi á dag.

 

Olíu- og gasvinnsla á að sama skapi þátt í að meira metan berst út í andrúmsloftið.

 

Í rannsókn frá árinu 2020  sýndu vísindamenn við bandaríska Rochester-háskólann fram á að olíu- og gasiðnaðurinn hefur valdið losun á 25 til 40 prósent meira metani frá árinu 1870 en áður var talið.

 

Niðurstöður þeirra byggja á rannsóknum á ískjörnum sem boraðir voru upp á Grænlandi en þeir innihalda upplýsingar um loftslagið áður fyrr, m.a. magn metans í andrúmsloftinu sem greina má í litlum loftbólum í ísnum.

 

Hvað veldur mestri metanlosun?

Landbúnaður og úrgangur: 240 milljón tonn

 

Votlendi (fenjasvæði o.þ.h.): 200 milljón tonn

 

Notkun og framleiðsla jarðeldsneytis: 131 milljón tonn

 

Önnur náttúruleg losun (siffreri, höf, villt dýr o.s.frv.) – 50 millj. tonn

 

Brennsla lífmassa og lífeldsneytis – 36 milljónir tonn

 

Maðurinn losar líka metan – en mjög lítið. Maður losar u.þ.b. 0,12 kg af metani á ári á meðan kýr losar 1000 sinnum meira. Einn milljarður nautgripa losar 130 sinnum meira metan á hverju ári en 7,7 milljarðar manna.

 

 

Þang hindrar kúaprump

Baráttan við að hefta metanlosun og að óvirkja þessa tifandi tímasprengju fyrir andrúmsloft okkar er til allrar hamingju vel á veg komin.

 

Vísindamenn víða um heim róa að því öllum árum að útbúa nýja tegund fóðurs fyrir kýr sem ekki veldur því að kýrnar leysi vind.

 

Hægt er að minnka metanframleiðslu í vömbum kúa um allt að tíu af hundraði með því að bæta fitu í fóðrið, ef marka má nýjustu rannsóknir.

 

Vísindamenn telja að breyting á fóðri gæti dregið úr losun metans frá kúm. Þar er meðal annars unnið að rannsóknum í að bæta við fitu og þangi.

Aðrir eru að kanna hvort hægt sé að binda metan í loftinu og breyta því í koltvísýring sem ekki er eins öflugur.

 

Í rannsókn einni sem gerð var árið 2019 mæltu vísindamenn m.a. með því að sett yrðu upp loftræstitæki sem soga í sig loft og umbreyta metani í CO2 með notkun hvarfakúta gerðum úr málmi, t.d. geislasteini.

 

Með því að breyta metani í CO2 yrði mögulega unnt að draga úr hnatthlýnun sem nemur einum sjötta, segja vísindamenn.

 

Birt: 30.11.2021

 

 

 

ANDREAS EBBESEN JENSEN

 

 

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

NÝJASTA NÝTT

Læknisfræði

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma – Ekki tilbúið

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma – Ekki tilbúið

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Vinsælast

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

5

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

6

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

5

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

6

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Alheimurinn

Stjarna sem blikkar gegnum ský

Náttúran

Breiðnefurinn er sannkallað furðudýr

Maðurinn

Hvers vegna er líkamshitinn nákvæmlega 37 gráður?

Náttúran

Greindustu hundarnir og þeir heimskustu

Lifandi Saga

Þýsku kjarneðlisfræðingarnir voru hikandi: Bomba Hitlers

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma – Ekki tilbúið

Fjölónæmur sveppur breiðist nú út eins og eldur í sinu á sjúkrahúsum. Sveppurinn kemst í blóð, taugar og líffæri og nú varar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin við því að sveppasýkingar séu alveg jafnmikil heilsufarsógn og stökkbreyttar veirur.

Læknisfræði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is