Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Mér skilst að móskítóflugur séu sú dýrategund sem verður flestu fólki að fjörtjóni vegna malaríusmitsins en hvaða rándýr skyldi drepa flest fólk sér til matar?

BIRT: 19/04/2024

Hlébarðinn er það dýr sem á síðari tímum hefur drepið mest af fólki til að éta.

 

Tegundin er útbreidd víðast hvar í suðaustanverðri Asíu og víða í Afríku en þeir hlébarðar sem ráðast á fólk sér til matar eru flestir á Indlandi og í Nepal.

 

Tölur frá indverska héraðinu Uttarakhand sýna t.d. að hlébarðar drápu að meðaltali 30 manns á ári á tímabilinu 2000-2008.

 

Það er þó miklu minna en 100 árum fyrr.

 

Samkvæmt breskum tölum um Indland urðu að minnsta kosti 11.909 þessum blettóttu kattardýrum að bráð frá 1875 til 1912. Það samsvarar 322 á ári eða nærri því einum á dag.

 

Hlébarðar sækjast eftir mannakjöti

Á sínum tíma var álitið að einn stakur hlébarði, nefndur hlébarðinn frá Pamar, hafi banað um 400 manns. Þetta var í upphafi 20. aldar.

 

Þetta mikla mannfall varð til þess að margir veiðimenn vildu umfram allt fella hlébarða. Frægastur þeirra var Jim Corbett sem einbeitti sér að hlébörðum sem sóttust eftir mannakjöti á Indlandi og skaut einmitt þennan fræga hlébarða frá Pamar árið 1910.

Stór rándýr leggjast á fólk

  • Tígurinn frá Chapawat, Nepal/Indland
  • 436 dráp.

 

  • Krókódíllinn Gústaf, Búrúndí
  • 300 dráp

 

  • Mannæturnar frá Tsavo (tvö ljón), Kenya
  • 135 dráp

 

  • Ófreskjan frá Gévaudan (úlfur eða hýena), Frakkland
  • 113 dráp

 

Corbett áleit að hlébarðar sem hefðu á annað borð bragðað mannakjöt, sæktust eftir því áfram.

 

Maðurinn hættulegt fórnarlamb

Hlébarði er á stærð við fullvaxinn mann. Karldýrin geta orðið um 90 kg en kvendýrin um 55 kg.

 

Í samanburði við aðra stóra ketti er hlébarðinn sem sagt fremur smávaxinn en hann bætir sér upp smæðina með því að læðast að bráðinni og ráðast beint á hálsinn.

 

Hlébarðinn fer þó ekki undantekningarlaust með sigur af hólmi. Indversk kona, Kamla Devi, varð fyrir árás hlébarða árið 2014. Svo vildi til að hún hélt á skóflu og barðist við hlébarðann í um hálftíma og tókst á endanum að bana dýrinu.

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is