Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Þegar ég sé hár vaxa út úr nefinu tek ég strax upp plokkara. En getur verið hættulegt að fjarlægja nefhárin?

BIRT: 16/04/2024

Löng hár sem vaxa út úr nefinu er ekki beint heillandi sjón. Þess vegna kjósa margir að plokka þessi óæskilegu nefhár. En þetta er slæm hugmynd þar sem hárin gegna mikilvæga hlutverki síu og koma í veg fyrir að smáagnir berist í lungun.

 

Án nefhára er auðveldara fyrir ryk, ofnæmisvalda og örverur að komast inn í öndunarveginn og það getur aukið hættuna á að fá astma.

 

Rannsókn ein leiddi því í ljós að fólk með færri nefhár átti í meiri hættu á að fá astma en fólk með fjölmörg nefhár.

 

Hárplokkun getur valdið ígerð í heila

Þegar nefhárin eru rifin úr hársekkjunum getur það einnig leitt til inngróinna hára – fyrirbæri sem á sér stað þegar hárið vex aftur og beygist inn í húðina. Inngróin hár mynda bólulíka hnúða sem geta valdið ertingu, kláða og verkjum í nefinu.

 

Tómir hársekkir eiga einnig á hættu að smitast af bakteríum.

 

Sýking í hársekkjum getur valdið bólgu og sársauka, en hverfur venjulega af sjálfu sér án vandkvæða. Æðar frá nefi eru þó nálægar æðum til heilans og er því örlítil hætta á að smitbakteríur úr nefinu berist í heilann og í versta falli getur það leitt til heilahimnubólgu eða ígerð í heila.

 

Ef þú vilt minnka líkur á sýkingu og um leið forðast að hárin standi út úr nefinu geturðu einfaldlega klippt hárin í stað þess að plokka þau.

Þess vegna ættir þú ekki að plokka nefhár

  • Bólga getur komið fram í tómum hársekkjum.

 

  • Örlítil hætta er á að sýkingin geti þróast í heilahimnubólgu og ígerð í heila.

 

  • Plokkið getur leitt til inngróinna hára í nefi og tilheyrandi kláða, ertingar og sársauka.

 

  • Færri nefhár auka hættuna á að fá astma.

HÖFUNDUR: JONAS MELDAL

© PeopleImages.com - Yuri A/Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is