Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Í upphafi eru eineggja tvíburar þess vegna erfðafræðilega alveg eins, enda myndaðir úr sömu eggfrumunni. Það er þannig ógerlegt að gera greinarmun á þeim með DNA-rannsókn.

BIRT: 16/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Eineggja tvíburar verða til þegar hið frjóvgaða egg er búið að skipta sér einu sinni og frumurnar tvær skilja sig hvor frá annarri og þróast síðan hvor um sig áfram í fóstur og barn.

 

Í upphafi eru eineggja tvíburar þess vegna erfðafræðilega alveg eins, enda myndaðir úr sömu eggfrumunni. Það er þannig ógerlegt að gera greinarmun á þeim með DNA-rannsókn.

 

Það hefur hins vegar komið í ljós að á fósturstigi getur myndast örlítill munur á erfðaefninu, sem m.a. getur leitt til þess að annar tvíburinn fái arfgengan sjúkdóm en hinn ekki.

 

Nú þekkja vísindamenn tvenns konar mun sem þannig getur myndast.

 

Annað afbrigðið uppgötvaðist fyrr á þessu ári og orsakast af því að örlítill bútur erfðaefnis tvöfaldar sig í öðru fóstrinu.

Verði tvöföldunin snemma á fósturstiginu, leiðir það til þess að flestar frumurnar bera í sér þennan aukabút af erfðaefninu. Þessi aukabútur er þó ekki sjáanlegur í DNA-greiningu.

 

Hitt afbrigðið hefur verið þekkt í mörg ár og er líka ósýnilegt í DNA-greiningu. Hér gerist það að erfðaefnið verður fyrir efnaáhrifum, svo sem aukningu cytósíns sem er einn þeirra fjögurra basa sem mynda hleðslusteina DNA-sameindarinnar. Þessi breyting hefur í mörgum tilvikum reynst leiða til þess að arfgengir sjúkdómar birtist í öðrum tvíburanum en ekki hinum.

 

BIRT: 16/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Photo by Kevin Grieve on Unsplash

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is