Margar rannsóknir hafa sýnt að þunglyndi tengist breytingum í heila en ekki hefur verið vitað hvort breytingarnar valdi þunglyndi eða öfugt.
Nú hefur hópur vísindamanna hjá Edinborgar-háskóla í Skotlandi í fyrsta sinn fundið breytingar sem birtast á undan þunglyndi.
Heilabreytingar sjást sem undanfari þunglyndis
Vísindamennirnir rannsökuðu tvo stóra erfðagagnagrunna með DNA-greiningum, heilaskannamyndum og upplýsingum um þunglyndi hjá tugum þúsunda fólks.

Nýlegar rannsóknir sýna að breytingar á heilastúkubrautum boða komandi þunglyndi.
Í ljós kom að hjá fólki með þunglyndistengda erfðavísa urðu breytingar á heila þegar þunglyndis varð vart.
M.a. rýrnaði hluti hvíta heilamassans en í honum eru taugabrautir sem tengja saman mismunandi heilastöðvar.
Von um betri meðferð
Vísindamennirnir fundu einnig breytingar í fremstu heilastúkubrautunum. Það eru taugabúnt sem tengjast heilastúkunni og gegna m.a. hlutverki varðandi athygli og meðvitund.
Þessar breytingar virtust vera orðnar að veruleika áður en nokkur ummerki þunglyndis voru greinanleg.
Þessi uppgötvun vekur vonir um að með heilaskönnun verði unnt að spá fyrir um yfirvofandi þunglyndi og þar af leiðandi verði unnt að hefja meðferð sjúklingsins fyrr en ella.