Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Í fyrsta sinn hafa verið mældar breytingar í heilanum sem eru undanfari þunglyndis og einkenna þess. Skoskir vísindamenn telja að með þessu verði hægt að spá fyrir um sjúkdóminn.

BIRT: 05/05/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Margar rannsóknir hafa sýnt að þunglyndi tengist breytingum í heila en ekki hefur verið vitað hvort breytingarnar valdi þunglyndi eða öfugt.

 

Nú hefur hópur vísindamanna hjá Edinborgar-háskóla í Skotlandi í fyrsta sinn fundið breytingar sem birtast á undan þunglyndi.

 

Heilabreytingar sjást sem undanfari þunglyndis

Vísindamennirnir rannsökuðu tvo stóra erfðagagnagrunna með DNA-greiningum, heilaskannamyndum og upplýsingum um þunglyndi hjá tugum þúsunda fólks.

Nýlegar rannsóknir sýna að breytingar á heilastúkubrautum boða komandi þunglyndi.

Í ljós kom að hjá fólki með þunglyndistengda erfðavísa urðu breytingar á heila þegar þunglyndis varð vart.

 

M.a. rýrnaði hluti hvíta heilamassans en í honum eru taugabrautir sem tengja saman mismunandi heilastöðvar.

 

Von um betri meðferð

Vísindamennirnir fundu einnig breytingar í fremstu heilastúkubrautunum. Það eru taugabúnt sem tengjast heilastúkunni og gegna m.a. hlutverki varðandi athygli og meðvitund.

 

Þessar breytingar virtust vera orðnar að veruleika áður en nokkur ummerki þunglyndis voru greinanleg.

 

Þessi uppgötvun vekur vonir um að með heilaskönnun verði unnt að spá fyrir um yfirvofandi þunglyndi og þar af leiðandi verði unnt að hefja meðferð sjúklingsins fyrr en ella.

BIRT: 05/05/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is