Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Pabbi minn sagði ætíð að saur sem liggur og flýtur í vatninu eftir salernisferð væri til marks um góða heilsu og vænlegt trefjamagn. Er þetta rétt?

BIRT: 19/04/2024

Ef saurinn ykkar flýtur eftir salernisferð þá tilheyrið þið þeim 10-15% fólks sem kúkar flotkúk.

 

Fljótandi saurinn stafar fyrst og fremst af þarmalofti í hægðunum. Vísindamenn veittu því athygli í rannsókn einni að hægðir tiltekinna músa án þarmagerla sukku ávallt beint til botns á meðan hægðir annarra músa flutu ætíð ofan á vatninu. Um leið og komið hafði verið fyrir gerlum í þörmum tilraunamúsanna fór saur þeirra einnig að fljóta.

 

Flotsaur kann að vera af hinu góða eða slæma

Flotgeta saursins kann einnig að stafa af óvenjumiklu fituinnihaldi.

 

Feitar hægðir eru oft til marks um fitusaur sem vísar til óeðlilegs magns fitu eða fituefna í hægðum. Fitusaur getur m.a. stafað af sýkingum í þörmum, bólgu í briskirtlinum eða glútenóþoli. Í slíkum tilvikum er flotsaur ekki af hinu góða.

 

Þeir sem borða næringarríka fæðu hafa yfir að ráða þarmagerlum sem sjá fyrir miklu lofti. Það loft sem ekki losnar þegar við leysum vind safnast fyrir í hægðunum og lyftir saurnum upp á vatnsyfirborðið. Fljótandi saur er fyrir vikið til marks um góða heilsu sökum þess að margir gerlar sem brjóta niður trefjar hafa jákvæð áhrif á heilsuna.

 

Sjúkdómsvaldandi gerlar geta þó einnig leitt af sér loft, svo heilsuáhrifin ráðast í raun af gerlunum sem loftframleiðslunni valda.

Þess vegna flýtur saur

Loftframleiðandi örverur sjá til þess að halda saurnum ofarlega í vatninu.

1. Trefjar laða fram gerla

Þeir sem neyta trefjaríkrar fæðu eru að bæta aðstæður fyrir ýmsa þarmagerla, m.a. Bacteroides, Roseburia, Clostridium og Methanobrevibacter sem einnig rata inn í saurinn.

2. Gerlar framleiða loft

Gerlarnir framleiða loft þegar þeir brjóta niður fæðuna. Yfir 99% af þarmalofti er vetni, koldíoxíð og metan og einungis eitt prósent þess er illalyktandi loft sem iðulega hefur að geyma brennistein.

3. Loftið lyftir saurnum upp

Mikil þarmaloftsframleiðsla eykur vindganginn. Það loft sem ekki losnar sem viðrekstur safnast fyrir í hægðunum og lyftir saurnum upp á vatnsyfirborðið.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is