Hvað er andefni?

Orðið andefni er notað um efni, uppbyggt úr eindum með öfuga hleðslu við venjulegt efni. Venjulegt vetni er gert úr róteind með jákvæða hleðslu og rafeind með neikvæða hleðslu. Í andvetni er kjarninn neikvætt hlaðin róteind en rafeindin hefur jákvæða hleðslu.

BIRT: 10/03/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Andefni er hugtak sem notað er um efni sem byggir á eindum sem eru andstæður eindanna í venjulegu efni. Í venjulegu vetni er jákvætt hlaðin róteind í kjarnanum en um hana hverfist neikvætt hlaðin rafeind. Í andvetni er róteindin neikvætt hlaðin en rafeindin hefur jákvæða hleðslu.

 

Tilvist andefnis er eðlileg afleiðing lögmála eðlisfræðinnar. Massa má breyta í orku samkvæmt hinni frægu jöfnu Einsteins E = mc2 en jafnan gildir í báðar áttir. Það er því líka hægt að breyta orku í massa. Þegar það gerist myndast alltaf jafn mikið af báðum efnisgerðunum, efni og andefni.

 

Þetta hefur fengist staðfest í mörgum tilraunum, ekki síst í evrópsku öreindarannsóknastofnuninni CERN í Sviss. Andefni hefur verið mönnum mikil ráðgáta sem enn er óleyst, sem sé spurningin um það hvers vegna alheimurinn er yfirleitt til.

 

Í Miklahvelli hófst tilvera alheimsins sem í upphafi var hrein orka en umbreyttist smám saman í efni og andefni. En ef myndast hefði nákvæmlega jafnmikið af efni og andefni, hefði alheimurinn aldrei náð að þenjast út vegna þess að efni og andefni hefði þá mæst í sífellu og umbreyst aftur í orku.

 

Í upphafi hlýtur því að hafa myndast örlítið meira af efni en andefni. Eðlisfræðingar telja að á móti hverjum milljarði af andefniseindum hafi myndast einn milljarður og ein eind af venjulegu efni.

BIRT: 10/03/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is