Pálmaolía – hvað er pálmaolía? Og hvernig er hún unnin?

Er pálmaolía góður kostur eða vondur? Ættum við að forðast pálmaolíu og er það yfirhöfuð hægt? Hér getur þú lesið um hvernig pálmaolía er framleidd og af hverju svo margir vilja meina að hún sé af hinu vonda, og hvernig vísindamenn reyna að gera hana hagkvæmari.

BIRT: 30/06/2022

LESTÍMI:

4 mínútur

Hvað er pálmaolía?

Pálmaolía er jurtaolía unnin úr aldinum olíupálmans.

 

Síðastliðin 100 ár hefur olían farið úr því að mjög lítið ræktuð í það að vera mikilvægasta jurtaolía heims. Þetta stafar aðallega af því að pálmaolía er notuð í fjölmörgum vörum.

 

Til dæmis finnst pálmaolía í þessum vörum:

 

 • Steikingarolía (aðallega í Asíu og Afríku)

 

 • Hnetusmjör og nutella

 

 • Súkkulaði

 

 • Brauð og morgunkorn

 

 • Núðlur

 

 • Kerti

 

 • Sjampó, sápa og þvottaefni

 

 • Varalitur og húðvörur

 

 • Tannkrem

 

 • Raksápa

 

 • Lífeldsneyti

 

Þrátt fyrir að auðvelt sé að nýta pálmaolíuna eru einnig ýmsir ókostir við framleiðslu hráefnisins.

 

Stór svæði skóga og regnskóga hafa þegar verið felldir til að rýma fyrir olíupálmaplantekrum og eyðing skóga heldur áfram í mörgum löndum. Þetta þýðir að búsvæði margra dýra hverfa, vistkerfið riðlast og líffræðilegur fjölbreytileiki verður ekki eins mikill.

 

Að auki hafa skógar sem hafa hingað til tekið til sín mikið magn af CO2 verið ruddir, þannig að ferlið flýtir einnig fyrir loftslagsbreytingum.

 

Olíupálmaræktun er að finna í mörgum löndum, t.d: Brasilíu, Malasíu, Indónesíu, Taílandi, Kamerún, Nígeríu og Gana.

 

Leiðandi land í framleiðslu á pálmaolíu er Indónesía, en árið 2020 var markmið ríkissins að framleiða 40 milljónir tonn.

 

Heildarframleiðsla heims á pálmaolíu árið 2020 var rúmlega 75 milljónir tonna, samkvæmt nýjustu gögnum bandaríska landbúnaðarráðuneytisins (USDA).

 

Olíupálmaplantekra við hliðina á regnskógi. Afríski olíupálminn þrífst sérstaklega vel í blautum jarðvegi.

Hvernig er pálmaolía unnin?

 

Algengasta pálmaafbrigðið til ræktunar á pálmaolíu er afríski olíupálminn (Elaeis guineensis Jacq.), sem þrífst best í blautum jarðvegi.

 

Olíupálmi getur orðið allt að 30 metrar á hæð og ber ávaxtaklasa sem samanstanda af 1500-2000 ávöxtum.

 

Hver klasi getur vegið allt að 50 kg og eftir að trénu hefur verið plantað tekur það tvö til fjögur ár að ná fyrstu uppskerunni.

 

Hrá pálmaolía (CPO), rauð pálmaolía og pálmafita er dregin úr appelsínugulu aldinkjötinu.

 

Pálmkjarnaolía (PKO) er aftur á móti fengin úr hvíta kjarna ávaxtanna.

 

Magn pálmaolíu sem hægt er að vinna úr ávöxtunum er áætlað u.þ.b. af 10-15% af þyngd ávöxtsins.

 

Þversnið pálmaolíaávaxtar. Ysta lagið er hýðið (exocarp), svo aldinkjötið – appelsínugult (mesocarp) og í miðjum ávextinum er hvíti kjarninn.

Olíupálmaplantekrur nýtast í 25 ár

 

Olíupálmar eru ræktaðir í atvinnuskyni og eru um 120-150 olíupálmar á hvern hektara, sem þýðir að olíupálmi hefur um 66-83 fermetra svæði fyrir sig.

 

Að auki hafa plantekrurnar að meðaltali um 25 ára nýtingartíma, þar af er uppskera í 21-23 ár. Eftir um 25 ár ár verða trén orðin of há og þarf að skipta þeim út fyrir nýjar plöntur.

 

 

Erfitt að skipta út pálmaolíu

 

Ef banna ætti pálmaolíu hefði það ýmsar afleiðingar, að mati sumra vísindamanna.

 

Skipta þyrfti út pálmaolíunni sem myndi auka verulega framleiðslu annarra olía úr t.d. repju, sojabaunum, sólblómaolíu eða shea smjöri.

 

Þessi breyting gæti leitt til enn stærra umhverfisspors þar sem olíupálminn framleiðir hlutfallslega mesta olíu miðað við það landsvæðið sem notað er til ræktunar.

 

Að auki munu mörg minni samfélög missa lífsviðurværi sitt ef olíupálminn yrði bannaður.

 

Því er sífellt meiri áhersla lögð á að gera framleiðslu pálmaolíu sjálfbærari.

 

Sumar hugmyndirnar ganga út frá votta pálmaolíu byggt á ýmsum viðmiðum um sjálfbærni en aðrar einbeita sér að því að nýta leifar og úrgang frá iðnaðinum sem endurnýtanlega orkugjafa.

 

Lífmassa úr pálmaolíu er til dæmis hægt að nota í pýrolýsu (þurr eiming), gösun, brennslu og fljótandi ferli til orkuöflunar.

 

Vísindamenn frá Wageningen háskóla og Alþjóðlegu bústofnnarannsóknarstofnuninni vinna einnig að hagræðingu plantekra til að hægt sé að vinna meiri olíu á hvern hektara.

 

Samvæmt rannsóknum þeirra koma um 40 prósent allrar heimsframleiðslu frá smærri plantekrum og ef hægt væri að hámarka uppskeruna kæmi það í veg fyrir að fjórar til sex milljón hektara lands yrðu nýttar til viðbótar.

 

Vísindamenn rannsaka einnig loftslagsáhrif lífræns eldsneytis, þar með talið hertrar jurtaolíu, einnig kölluð HVO100. Til eru HVO100 afbrigði með pálmaolíu, repjuolíu, sólblómaolíu, innmat og furuolíu.

 

Olíupálmaplantekra. Hér er hægt að sjá hversu mikið rými hver olíupálmi þarf.

Er pálmaolía holl?

Í grundvallaratriðum er pálmaolía mun verri fyrir loftslagið en fyrir líkamann.

 

Árið 2018 hittust fjöldi sérfræðinga í Madríd til að greina kosti og galla pálmaolíu.

 

Þeir komust að þeirri niðurstöðu að:

 

 • Hófleg neysla pálmaolíu sem hluti af venjulegu, hollu mataræði veldur engri heilsufarsáhættu.

 

 • Pálmaolía jók ekki hættuna á krabbameini

 

Einn af helstu góðum kostum pálmaolíu er að hún er frekar mjúk við stofuhita og því hægt að nota hana til að smyrja.

 

Af þessum sökum þarf ekki að bæta vetni við olíuna til að hægt sé að nota hana sem smjörlíki og þannig bætist engin óholl transfita við.

 

Pálmaolía er hins vegar mjúk við stofuhita því hún inniheldur tiltölulega mikið magn mettaðra fitusýrua – um 50 prósent. Það er betra en bæði pálmakjarnaolía og kókosolía, sem báðar eru með um 85 prósent, en samt verulega hærri en 14 prósentin í ólífuolíu.

 

Mettaðar fitusýrur auka kólestrólmagn og eru grunaðar um að auka hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

 

Hins vegar inniheldur pálmaolía einnig mikilvæg andoxunarefni sem vinna gegn uppsöfnun óæskilegra efna í líkamanum. Mikið er af E-vítamíni í pálmaolíu og vítamínið er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið og getu frumanna til að eiga samskipti sín á milli.

 

Ein matskeið af pálmaolíu inniheldur:

 

 • Hitaeiningar: 120

 

 • Prótín: 0 grömm

 

 • Fita: 14 grömm

 

 • Kolvetni: 0 grömm

 

 • Trefjar: 0 grömm

 

 • Sykur: 0 grömm

BIRT: 30/06/2022

HÖFUNDUR: JARI HAUTAMAKI

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is