Hvaða matvara skaðar loftslagið mest?

Í landbúnaði þarf að helminga losun gróðurhúsalofttegunda til að ná loftslagsmarkmiðum. En hvers konar landbúnaður hefur verst áhrif á loftslagið?

BIRT: 21/05/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Matvælaframleiðsla á sök á 37% allrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt nýjum útreikningum losar þessi framleiðsla 17,3 milljarða tonna af koltvísýringi á ári sem er 19 sinnum meira en flugið.

 

Gróðurhúsaáhrif landbúnaðar stafa að mestu frá kvikfjárrækt, samtals meira en helmingur.

 

Til að bera saman loftslagsspor frá einstökum matvörum þarf að umreikna losun allra gróðurhúsalofttegunda í koltvísýringsígildi. Þannig er t.d. metan umreiknað í það magn koltvísýrings sem hefur samsvarandi gróðurhúsaáhrif.

 

1. Lambakjöt

Loftslagsspor: 21,4 kg koltvísýringsígildi, hvert kíló.

 

Sauðkindin er jórturdýr og þau mynda metangas við meltingu. Metan er 25 sinnum öflugri gróðuhúsalofttegund en koltvísýringur.

 

Við framleiðslu hvers kílós af lambakjöti verður losunin, talin í ígildum, jafnmikil og við ræktun 107 kg af kartöflum eða 26 kg af hafragrjónum.

 

2. Humar

Loftslagsspor: 20,2 kg koltvísýringsígildi, hvert kíló.

 

Fiskveiðiskip brenna mikilli dísilolíu og veiða á miklu dýpi, þar sem humar er yfirleitt veiddur og losa því meiri koltvísýring en fiskveiðar nær landi.

 

Þetta skeldýr er þó ekki mjög oft á matseðlinum og að samanlögðu eru gróðurhúsaáhrifin miklu minni en t.d. af svínarækt.

 

3. Nautakjöt

Loftslagsspor: 13,9 kg koltvísýringsígildi, hvert kíló.

 

Nautgriparækt losar einkum metangas og þótt bæði lambakjöt og humar leiði til meiri losunar á hvert kíló er framleiðsla nautakjöts mikil og heilaráhrifin miklu meiri.

 

Á heimsvísu voru framleiddar 118 milljónir tonna af nautakjöti 2019 og loftslagsáhrifin reiknast á borð við 1.640 milljónir tonna af koltvísýringi.

 

4. Smjör

Loftslagsspor: 10,6 kg koltvísýringsígildi, hvert kíló.

 

Rétt eins og gildir um nautakjöt stafar losun af framleiðslu mjólkurvara frá kúnni sem losar 200-650 grömm af metangasi á dag.

 

Smjörframleiðsla kostar meiri losun en aðrar mjólkurvörur því í 1 kg af smjöri þarf 20 lítra af mjólk.

 

5. Rækjur

Loftslagsspor: 10,5 kg koltvísýringsígildi, hvert kíló.

 

Gróðurhúsaáhrifin af frosnum, pilluðum rækjum stafa m.a. af mikilli orkunotkun við frystingu.

 

Til viðbótar losa veiðarnar mikið af koltvísýringi, eins og fiskveiðar almennt, einkum ef rækjan er sótt á mikið dýpi.

 

BIRT: 21/05/2022

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is