Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Hafsvæði á stærð við Evrópu bættist á síðasta ári í stóran kortagrunn. Og þú getur lagt þitt af mörkum til kortagerðarinnar.

BIRT: 10/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Það er mikilvægt að kortleggja höfin, m.a. vegna siglinga og til að hafa yfirsýn yfir fiskistofna. Til viðbótar hafa sjávarstraumar áhrif á loftslagið þar eð sjávarstraumar gegna meginhlutverki varðandi tilflutning og dreifingu sjávarhita um hnöttinn.

 

Þess vegna reyna samtökin Seabed 2030 nú að draga saman heildarmynd af hafdjúpunum. Mikið af þessum nýju gögnum eru fengin úr mælingum sem þegar eru gerðar og stjórnvöld margra landa hafa nú gert öllum aðgengilegar. Meiri gögn væri þó hægt að opinbera en víða ríkir ótti við að afhjúpa leyndargögn í umsjá herflotamálastjórna.

 

„En ríki þurfa ekki að hafa áhyggjur af að birta upplýsingar um höfin. Við þurfum ekki gögn í bestu mögulegu upplausn – miklu minna dugar,“ segir Jamie McMichael-Phillips, yfirmaður samtakanna.

Gráu svæðin á kortinu sýna þekkt dýpi. Rauðu svæðin hafa bæst við síðastliðið ár

 

Það er japanska Nippon-stofnunin sem fjármagnar Seabed 2030. Samtökin biðja sem flesta að hjálpa til við að kortleggja heimshöfin. Til þess þarf þó að vísu skip og tiltekin rafeindatæki. Lestu meira hér.

 

Auðmaður í Texas, Victor Vescovo, hefur lagt í púkkið kortlagningu meira en þriggja milljóna ferkílómetra með eigin neðansjávarbáti.

 

Það er risavaxið verkefni að kortleggja dýpið í öllum heimshöfunum, ekki síst í nánd við pólana. Nú hefur náðst að mæla 23,4% og unnið er að þróun neðansjávardróna sem hægt er að fjarstýra og geti gert mælingar á mun ódýrari hátt en úr hefðbundnum skipum með fullri áhöfn.

BIRT: 10/01/2023

HÖFUNDUR: POUL TVILUM

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Nippon Foundation / Seabed 2030

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is